Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 9
1944 S|S 1984 —iti— Samantekt um lýðveldishátíðina og aðdraganda hennar 17. júní 1944: Þann 10. mars 1944 skipaði ríkisstjórn íslands fimm manna nefnd til þess að undirbúa þjóðhátíð í til- efni af stofnun lýðveldisins. Vann nefndin gífurlegt starf við allt skipulag og fram- kvæmd hátíðarinnar. Nefn- dina skipuðu: Alexander Jóhannesson, prófessor, skipaöur formaöur nefndarinnar. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri og alþingismaður, skipaöur eftir tilnefningu Al- þýðuflokksins. Einar Olgeirsson, alþing- ismaöur, skipaður eftir tilnefn- ingu Sameiningarflokks al- þýðu - Sósíalistaflokksins. Guðlaugur Rosinkranz, yfirkennari, skiþaður eftir til- nefningu Framsóknarflokks- ins. Jóhann Hafstein, lögfræð- ingur, skipaður eftir tilnefn- ingu Sjálfstæðisflokksins. „Stjórnarskrá lýðveldisins fslands er gengin í gildi“ Talið var að yflr 25 þúsund manns hafi komið á Þingvöll, þótt ekki viðraði vel til hátíðarhalda, er ísland varð lýðveldi. 18. júní voru hátíðarhöld og gífur- lega mannmörg skrúðganga í Reykjavík og talaði nýkjörinn fors- eti Islands, Sveinn Björnsson, við Stjórnarráðið. Skreytingar voru miklar í bænum og bar mest á fán- astöngum. Lyngkrans var utan um dyr Stjórnarráðsins og hátíðar- skjöldinn. Þann 12. janúar 1944 lét ríkis- stjórnin útbýta á alþingi tillögu til þingsályktunar um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslaga- samningsins og frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnar- skrá fyrir lýðveldið ísland. Voru í þingsicjölum þessum óbreyttar tillögur milliþinganefndarinnar í stj órnarskrármáli nu. Samkvæmt skilnaðartillögunni átti skilnaðurinn að koma til framkvæmda eftir að ályktunin hefði verið „lögð undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synj- unar“ og eftir að alþingi hafði samþykkt hana að nýju, að af- staðinni þeirri atkvæðagreiðslu. í byrjun Marsmánaðar sam- þykkti alþingi „stjórnarskrá lýð- veldsins Islands" og skyldi hún síðar lögð undir atkvæði kjós- enda til samþykktar eða synjun- ar. í stjórnarskránni segir að „ís- land sé lýðveldi með þingbund- inni stjórn og alþingi og forseti íslands fari saman með löggjafar- valdið. en forseti íslands skal' vera þjóðkjörinn". Urðu allmiklar umræður um einstök atriði stjórnarskrárinnar á al- þingi, einkum valdsvið forseta, en að lokum var stjórnarskráin samþykkt með atkvæðum allra þingmanna. Björn Þórðarson, þáverandi forsætisráðherra íslands fékk þann 5. maí skeyti frá sendiráði Islands í Kaupmannahöfn, þar sem Kristján konungur X kveðst ekki við núverandi ástand geta viðurkennt lýðveldisstofnun á ís- landi. Boðskapur konungs var Helgin 16.-17. júni 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.