Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 12
1944 ÍIÍ 1984
Þátttakan í lýðveldiskosningunum vakti mikla athygli um allan heim, en kjörsóknin mun vera einsdæmi. 97,35% kjósenda sögðu já við sambandsslitunum. Myndin er tekin er kosið var í
Miðbæjarskólanum. Bjarkarlaufin, sem síðar urðu merki Landgræðslusjóðs sem stofnaður var fyrír atbeina iandsnefndar kosninganna voru merki kosninganna. Myndina og aðrar
myndir frá 1944 hér á síðunni eru úr safni Skafta Guðjónssonar.
gjafir gefnar og þjóðinni bárust
heillaskeyti hvaðanæfa að. ís-
lendingar erlendis fögnuðu lýð-
veldinu einnig með hátíðahöld-
um og jafnvel um borð í skipum á
hafi úti var hátíð þennan dag.
Lítum að lokum á lýsingu for-
manns þjóðhátíðarnefndar, Al-
exanders Jóhannessonar, á há-
punkti hátíðarinnar er ísland
gerðist lýðveldi á Þingvöllum 17.
júní 1944, eins og hann segir frá
því í bókinni um lýðveldishátíð-
ina, sem þjóðhátíðarnefndin
samdi að tilhlutan alþingis og
ríkisstjórnar:
„Forseti sameinaðs Alþingis
hringdi nú bjöllu og þingmenn
risu úrsœtum. Forsetisameinaðs
Alþingis mælti:
Samkvœmt því, sem nú hefur
greint verið, lýsi ég yfir því, að
stjórnarskrá lýðveldisins íslands
er gengin í gildi.
Forseti sameinaðs Alþingis
hringdi bjöllu. Var þá klukkan
nákvœmlega 2. e.h. Um leið var
lýðveldisfáninn dreginn að hún á
Lögbergi rétt fyrir ofan þing-
staðinn. Var það sami silkifán-
inn klofni, er blakti á Þing-
völlum á Alþingishátíðinni
1930. En um leið og fáninn leið
hœgt að hún, ómaði kirkju-
klukknahringing yfir allan
mannfjöldann og um land alltfrá
Útvarpsstöðinni í Reykjavík í
tvœr mínútur. Tónarnir voru
skœrir í byrjun með jöfnu milli-
bili, en smám saman heyrðist
eins og margraddað tónahaf er
sté og hné með breytilegum
styrkleik og tilfinningaþunga,
ým 'ist eins og voldugur gnýr eða
vatnsflóð í vorleysingum er
streymir yfir alla bakka og leitar
sér útrásar, - eða mildur ekki, er
leysir um liðnar þjáningar og
skapar að lokumfrið ogfögnuð í
hverri sál. Þegar tónarnir misstu
styrk sinn og hurfu, var alger
þögn í eina mínútu og umferðar-
stöðvun um land allt. Allur
mannfjöldinn á Þingvöllum
drúpti höfði, meðan þessu fór
fram. Það var eins og saga ís-
lands í 1000 ár með sorg sinni og
gleði liði fyrir hugskotssjónir
manna, meðan á klukkna-
hringingunni stóð. Það var eins
og að hafa lokið þungbœru og
erfiðu ferðalagi og að vera kom-
inn heim, heim, heim. í þögulli
bœn og þakklœti lyftist hugurinn
til skapara alls, er ráðið hefir ör-
lögum þjóðar vorrarfrá upphafi
og lét oss verða aðnjótandi hinn-
ar óumræðilegu gleði að vera
viðstaddir merkustu tímamót í
sögu þjóðar vorrar frá því að
land byggðist. Hinn mikli
draumur undanfarinna alda
hafði rœtzt. ísland var aftur orð-
ið frjálst og óháð ríki“.
Þ.S.tók saman
Ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög um fólksflutninga vegna hátíðarinnar á Þingvöllum og hafði með þeim
heimild til að taka leigubifreiðar og fólksflutningabifreiðar leigunámi. Giltu lögin aðeins í 3 daga, 16.-18. júni.
Myndin er tekin er farmiðasalan hófst í gamla Iðnskólanum á lýðveldishátíðina.
Víða um land voru gróðursett tré í tilefni af lýðveidishátíðinni 17. júní
1944, en mikill skógræktaráhugi fylgdi í kjölfar fullveldisins. Þessi mynd
var tekin fyrir skömmu í þjóðhátíðarlundinum austur á Tumastöðum í
Fljótshlíð, en þessi tré voru gróðursett 1944. Ljósm.Atli.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júní 1984