Þjóðviljinn - 17.06.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Síða 16
f LEIÐARAOPNA Við getum ekki leyft okkur þann munað að sofna á verðinum Viðta! við Ólaf Jóhann Sigurðsson rithöfund „Súervon mín, að ungt manndómsfólk hérlendis, úröllum flokkum og úröllum stéttum, slái skjaldborg um tungu sína og þjóðmenningu og sameinist um að bœta ogfegra œttjörðsína, í staðþess að láta þjóna herguðsins ogjöfra stálsins ginna okkur eins og þursa, villa okkur og trylla... “ S vofarast Ólafi Jóhanni Sigurðssyni rithöfundi orð í viðtali í tilefni lýðveldisafmœlisins, viðtali um vonirmannafyrirfjörutíu árum og veruleika líðandi stundar, um framfarir og hnignun, menningu og sjálfstœði. texti ÁB mynd eik. - Hvar varstu staddur þann 17. júní 1944? - Ég var á hættusvæði á leiðinni heim frá Bandaríkjunum með Goðafossi í geysimikilli skipalest. Þarna voru herskip, flugvélamóðurskip, olíuskip með tvöföldu þilfari, hlaðin skrið- drekum. Ég man ekki, hvort kastað var djúpsprengjum þenn- an dag, en á því var byrjað strax þegar við nálguðumst Nýfundna- land og svo aftur þegar við nálg- uðumst írlandsstrendur. Síðustu djúpsprengjunum var varpað á leiðinni milli Skotlands og fs- lands; ein sprakk svo nálægt okk- ur nótt eina að ég hélt að skipið væri að farast. Svo rösklega hent- ist það til. Stórfenglegur tími í vændum - Hvað varst þú og sálufélagar þínir að hugsa um þær mundir? - Eg lét það verða eitt mitt fyrsta verk þegar ég kom heim að fara til Þingvalla. Konan mín hafði verið þar 17. júní og sú athöfn hafði haft djúp áhrif á hana. Ég held það sé ekki ofmælt, að á mig orkuðu atburðir ársins sem upp- haf merkilegs og stórfenglegs tímabils. Nú hlyti upp að renna mikill framfaratími á öllum svið- um, bæði í menningarlegum efn- um og öðrum. í veraldlegum efn- um var tíminn reyndar upp runn- inn heldur betur með því pen- ingaflóðijSem valt fram um leið og herinn steig á land. Ýmsir kunningjar mínir, sem ég ræddi við nýkominn heim;voru hinsvegar efins um að rétt hefði verið að stofna lýðveldið með þessum hætti og á þessum tíma. Sumir töldu;að við hefðum átt að bíða átekta þangað til styrjöld- inni væri lokið og sambandsþjóð okkar orðin frjáls að nýju, en aðrir óttuðust undir niðri, að þeir menn fyndust hér meðal ís- lenskra oddvita, sem kynnu að nota sjálfstæði íslands til að tengja landið föstum böndum við annað riki og miklu voldugra en danska konungsveldið. - Hvað fannst þér? - Ég vildi ekki trúa því, að slíkt gæti átt sér stað eftir þá fagn- aðaröldu sem óneitanlega fór um þjóðina eftir stofnun lýðveldis- ins. Ég trúði á það eins og obbi allra Islendinga, að bæði Bretar og Bandaríkjamenn hyrfu héðan strax að lokinni styrjöld eins og um var samið. En herinn er hér enn eins og allir vita. Og það hef- ur lengst af geisað kalt stríð milli þessara voldugu risavelda, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, og hervæðing þeirra beggja löngu komin á stig brjálæðis. Og sprengjan féll - Pað var stutt milli lýðveldis- stofnunar og atómsprengjunn- ar... - Ég man, að þegar sprengjan féll á Hiroshima, var ég staddur norður í landi ásamt fjölskyldu minni. Fyrst í stað gerði ég mér alls ekki grein fyrir því, hvaða tímamót hefðu orðið með þess- um atburði. En ég reyndi að afla mér frekari vitneskju, m.a. með aðstoð góðra kunningja vestan- hafs. Ég komst fljótlega yfir skil- merkilega frásögn bandarísks rit- höfundar og blaðamanns, Johns Hersey, af afleiðingum árás- arinnar á Hiroshima. Lýsing hans og viðtöl við fólk, sem af lifði, voru með þeim hætti að ég get aldrei gleymt því síðan. Og þá þóttist ég af lesningu þessarar skýrslu og annars efnis komast að þeirri niðurstöðu(að við stæðum andspænis nýjum áfanga í mannkynssögunni: Nú yrði að beita skynseminni, semja um á- greiningsmál, ella hlytu afleið- ingarnar að verða skelfilegar fyrir mannkynið allt. Til dæmis Háskólinn - En hvað um framfarirnar sem þú bjóst við? - Auðvitað hafa orðið hér geysilegar framfarir síðan lýð- veldið var stofnað, það vitum við vel. Á öllum verklegum sviðum og í menningarlegum efnum hafa orðið óumdeilanlegar framfarir. Ég skal taka dæmi af Háskólan- um. Þegar ég var unglingur að flækjast hér í bænum átti hann sér ekkert húsnæði, var þegar ég fyrst man til húsa í nokkrum stof- um á neðstu hæð Alþingishúss- ins. Sjálfur er ég, eins og margir vita, enginn skólamaður, naut aðeins farkennslu á sínum tíma, en hef svo fram á þennan dag ver- ið að tína í mig ýmsan fróðleik. En svo nautheimskur er ég ekki, að ég hafi ekki snemma gert mér ljóst, að Háskólinn væri sú stofn- un, sem þjóðin ætti að efla sýknt og heilagt með öllum hugsan- legum ráðum. Hann ætti að vera menningarlegt stolt okkar og stuðla að framförum með þjóð- inni bæði í veraldlegum efnum og andlegum. Því er ekki heldur að leyna,að Háskólinn er allur annar en hann var fyrstu árin, miklu fjölbreyttari og miklu betur að honum búið. En betur má ef duga skal. Mér rennur oft kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ýmiskonar fólk hefur verið að þenja sig í fjölmiðlum um að þjóðin væri að sligast undir há- skólabákninu og „menningarvit- unum“ - sem voru auðvitað hafð- ir innan gæsalappa. Ég held það væri óskaplegt glapræði ef þjóðin færi að skera við nögl framlag sitt til Háskólans og kennslustofnana yfirleitt, enda þótt eitthvað kunni að vera hart í ári í syipinn - eink- um og sér í lagi vegna misviturra stjórnmálamanna og þeirrar staðreyndar að nú orðið búa tvær þjóðir íslenskar í þessu landi. - Tvœr? - Önnur stendur í raun og veru undir þessu þjóðfélagi. Hin skammtar sér ekki aðeins laun, heldur einnig skatta. - Hvers vegna nefnir þú Há- skólann fyrst af öllu? - Ég er ekki háskólamaður eins og þú veist, en ég hef leitast við að kynna mér starfsemi sumra erlendra háskóla, ekki komist hjá því reyndar vegna sona minna tveggja. Ég held að við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar í tækni- þróun heimsins, sem við verðum að bregðast við með aukinni þekkingu. Ella drögumst við aft- ur úr og verðum eins og hver önnur nýlenduþjóð. Hvellþróun - En menningin að öðru leyti? - Ég vil ekki gerast neinn dómari um menningarþróun á fjörutíu ára skeiði Iýðveldisins. Én ég hygg að þar hafi orðið gagnger umskipti frá því sem var, sumpart til góðs, en öðrum þræði eru þau af háskalegum toga. Þetta er vitanlega ósköp eðli- legt. Ekki síst vegna þess, að þeg- ar öll kurl koma til grafar höfum við alls ekki verið einráðir um stjórnun og mótun þjóðfélags okkar. Erlendur her hefur verið hér allar götur síðan lýðveldið var stofnað og lengur þó og ógrynni fjár hefur verið dælt inn i efna-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.