Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 4
Hér erfullkomin funda- og ráðstefnu aðstaða. Fyrir fámenna fundi sem fjölþjóða ráðstefnur tjöm til sjávar. Húsin sem viö stöndum viö eru ekki til. Grænt sefið grær á bökkum lækjarins. Menntaskólinn gnæfir í allri sinni látlausu feg- urö uppi í brekkunni, og litlu norðar stendur lágreist fanga- hús, stjórnarráö nútíma ls- lands. Neöan við Mennta- skólann er lítil trébrú yfir læk- inn, Skólabrúin, þar stendur her manns grár fyrir járnum. Uppi í litla salnum í noröur- enda skólans sitja Islendingar á þingi, íslendingar, sem krefjast réttar síns úr hendi er- lendrar þjóðar. Þeim er stjórn- aö af erlendum sendimanni, Trampe greifa. Hann vill troða á þingsköpum, þingvenjum og lýðræði, og slítur fundi. Þá er þaö, aö (slendingurinn rís upp í öllum sínum mætti meö allar sínar erföavenjur aö baki, og segir: Ég mótmæli. Og þjóöin gervöll tekur undir og segir: Vér mótmælum. Vér mótmælum allir. Þjóðinni var svo lýst á þessum tímum aö hún væri hnípin þjóö í vanda, í lágreistum hreysum, fátækog snauð. En um gervallar sveitir liföi íslenzk menning, íslenzk tunga, íslenzkur kjarkur og karlmennska, og íslendingur- inn sagöi: Ég mótmæli. Vér mótmælum. Síöan er liöin öld, rétt öld í sumar, öld mikilla atburða, mikilla framfara. íslenzka þjóöin hefur sótt skeiðiö fram á við, örugg og markviss. Hún var að sækja rétt í hendur er- lends valds. Hún var aö mót- mæla erlendri fjárkúgun og erlendri stjórnarfarskúgun. Og hún vann sinn mikla sigur 1918 og sinn lokasigur 1944. Hún varð frjáls af því að vér mótmæltum allir... Og í dag er hér ekki hnípin þjóð í vanda. í dag er hér rík þjóð, þjóð sem á nútímatæki til að sækja gæöi lands og sjávar, þjóð sem er gáfuð og þjóð sem er menntuð. - Og ég spyr ykkur - hvort þetta ofurefli, sem íslenzk verkalýðshreyfing, íslenzk al- þýða, Islendingar allir eiga að mæta í dag, sé meira því, sem íslendingar áttu að mæta á Skólabrúnni fyrir hundrað árum. Og ég spyr: Erum vér, erum vér ættlerar sem ekki getum staðið í þeim sporum, sem þjóðin stóð í fyrir hundrað árum? Erum vér ekki tilbúnir að taka upp baráttuna og mót- mæla? Taka upp baráttu allrar alþýðu, taka upp baráttu allrar þjóðarinnar gegn er- lendu auðvaldi og kúgunar- valdi? Sá hinn mikli íslending- ur, íslendingurinn sem mælti hin frægu orð, Vér mótmæl- um, hann ritaði og á sinn skjöld: Eigi víkja. Eru þeir til meðal vor í dag, sem vilja víkja? Ég segi ykkur, að hver sá, sem víkur, hann svíkur. Hann er svikari við þjóð sína, menningu sína, sjálfan sig. Allir, allir undantekningar- laust, eigum vér að mótmæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæla innlendum lögbrot- um, mótmæla því auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþján, hungur og kúgun. Mót- mælum allir sem einn! Vér mótmælum allirl* Viðskipta- jöfnuðurinn hagstæður Það var margt gleðilegt sem gerðist á lýðveldisári. Meira að segja viðskipta- jöfnuðurinn við útlönd var já- kvæöur öfugt við það sem við þekkjum frá síðustu árum og hafði þekkst þá næstu árin á undan. Landsmenn fluttu út vörur á lýðveldisári fyrir rúmar 254 miljónir, en innfluttningur nam 247,5 miljónum. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 16.-17. júní Stærsta og fullkomnasta hótel landsins, býðuryður þjónustu sína. 217 vel búin og þægileg herbergi, öll með baði, síma og sjónvarpstengingu. I Veitingabuð færðu allskonar rétti á hóflegu verði. . 4?, Glæsilegar veitingar. í Blómasal bjóðast veisluréttir og Ijúfar veitingar. Reynið kræs- ingar kalda borðsinsí hádeginu. í hótelinu er rekin fjölþætt þjónustustarfsemi. Sundlaug og gufuböð, rakarastofa, hárgrefðslu- og snyrtistofur. Einnig verslun, ferðaþjónusta og bílaleigaerviðhóteldyrnar. Heill heimur útaf fyrir sig. Er hægt að hugsa sér það þægilegra? Verið velkomin HOTEL LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli Sími: 22322 Það hernám tæki engan enda Það má öllum vera Ijóst, að þó íslendingar leigðu þessu út- lenda stórveldi ekki nema út- sker eitt, væru ráð þeirra yfir landi sínu skert. En... ekki (er) um slíkt að ræða, heldur stöðvar sem næst og jafnvel í hjartastað landsins. Hvert mannsbarn skilur, aö raun- verulega væri frelsi og fullveldi þjóðarinnar úr sög- unni, ef gengið væri að þessu. Viö komu friðarins inngengi hún ekki í neitt frelsi, heldur í nýja tegund hernáms, sem væri frábrugðið hinu gamla aö því leyti, að það tæki engan enda. Ekki getur öðruvísi verið en hjá þeim mönnum, sem treyst hafa loforðum Bandaríkjafor- seta, veki tilmæli þessi furðu. Friður er nú á kominn í heiminum með fullum sigri bandamanna alstaðar þar sem barizt var. En þessi sigur er enn með þeim hætti, að Bandaríkjamenn hafa í hönd- um vopn svo öflug, að þeir eiga alls kostar við hvert það ríki, sem ætlar sér að hefja styrjöld við þá. Menn tala þó og skrifa, sumir hverjir, um nýja heimsstyrjöld. En vita þeir menn, sem hæst tala um þetta og lægst hvísla, meira en viö hinir? Ekki hef ég heyrt þá halda því fram, að Banda- ríkin mundu hefja árásarstyrj- öld á gamlan bandamann sinn. En ef til vill þykir þeim líklegt, að Rússar hafi sér- staka löngun til að fremja sjálfsmorð með því að ráða á þann eina her veraldarinnar, sem búinn er kjarnorku- sprengjum. En síðar meir, þegar öll stórveldin hafa fundið ráð til að búa til þessi djöflatæki, þá er komin önnur öld. En þá er ekki lengur traust að neinni hen/ernd, heldur háski. Ég býst varla við, að nokkur muni treysta sér til að tala 1944 1984 -----ili------ Einar Ólafur Sveinsson um herstöðva- beiðni Banda- ríkjastjórnar 1945. kinnroðalaust um fjárhags- legan hagnað af því að leigja öðrum þjóðum íslenzkt land, því að það væri, með leyfi að segja, sami hagnaðurinn og skækjan hefur af að selja sig. Um hagnað einstakra manna skal ég ekki tala; einstakir menn, jafnvel heilar stéttir, höfðu hag af hernámi Dan- merkur, en sá maður þykir lé- legur föðurlandsvinur þar í landi, sem ekki metur alþjóð- arheill meira.* Tæp 128 þús á lýðveldisári í árslok 1944 voru íslendingar I orðnir alls 127.791 og hafði | þeim fjölgað um rúmlega 6000 einstaklinga frá því árið 1940. Af manntalsskýrslum er greinilegt að fólksfjöldinn tekur mikið stökk upp á við eftir að lýðveldið var stofnað, kemurþarsjálfsagt ekki sísttil efnahagsleg velsæld eftir- stríðsáranna. mótmælum allir Sigfús Sigur- hjartarson á útifundi í Reykjavik 16. mai 1951, höldnum til að mótmæia komu amerísk hersins. Ég lít aftur í tímann um hundr- að ára bil. Lækurinn liðast frá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.