Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 18
BÆJARRÖLT Sautjándinn og lýðveidisbömin Það er skrýtið með þjóðhátíð- ardaginn okkar. Engu er líkara en hann hafi mistt fyrri ljóma sinn og sé orðinn eins og hver annar frídagur, eins og uppstigningar- dagur eða hvítasunna. Eða er ég kannski orðinn svo gamall að ég skynja ekki daginn sem fyrr? Ég er ekta lýðveldisbarn. For- eldrar mínir voru í tjaldi í rigning- unni á Þingvöllum og níu mánuð- um seinna fæddist ég. Af þessu geta allir reiknað út aldur minn. Þegar ég var barn og unglingur var þjóðhátíðardagurinn eitt helsta tilhlökkunarefni ársins. Við strákarnir á horninu á Bar- ónsstíg og Leifsgötu sátum á tröppunum við Árnes og ræddum um það fram og til baka hvað það yrði nú gaman á 17. júní og hvað það hefði verið gaman í fyrra. Og svo rann dagurinn upp baðaður í sólskini með mildum regnskúrum af og til. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru í sínum bestu fötum niður í bæ, afar og ömmur, pabb- ar og mömmur, stórir krakkar og litlir krakkar og voru þar frá morgni til kvölds. Þetta var sannkölluð fjölskylduhátíð og bærinn fánum skrýddur. A Landsímahúsinu var komið fyrir skjöldum með merkjum kaupstaða og sýslna og enginn kaupmaður var svo aumur að hann skreytti ekki búðarglugga sína í tilefni dagsins. Meðfram Lækjargötu, Austurstræti og bár- ujárnsgirðingunni á Arnarhóli var röð hvítra sölutjalda og í þeim var selt gos, sælgæti og blöðrur. Þeir sem voru fullir hurfu í fjöld- ann og svo dunaði dansinn fram á rauða nótt. Ekki veit ég hvenær þáttaskilin voru, kannski þegar ég var orð- inn fullorðinn. Um 1970 bjó ég í þakíbúð í stóru húsi milli Austur- strætis og Vallarstrætis og mér er minnisstæð sú sjón sem blasti við út um gluggana um miðnætur- skeið á 17. júní. Austurstræti var þá ein kös drukkinna barna og unglinga sem þvældust um ringl- uð og ráðvillt á sínu fyrsta fylleríi, veifandi flöskum með kúreka- hatta, öskrandi og froðufellandi. Fáeinir undrandi útlendingar virtu fyrir sér þjóðhátíðar- stemmninguna en afar og ömm- ur, pabbar og mömmur sátu sem fastast heima. Engu var líkara en þau hefðu gefist upp á þjóðhátíð- ardeginum, ekki fundist hann þess verður lengur að halda upp á hann. Og í morgunsárið er ég leit út um bakglugga í mildri sumar- nóttinni var Austurvöllur eins og valur eftir stórorustu. Út um all- an völl lágu lík þessara barna. Þau voru eins og hráviði, á grúfu, upp í loft eða í hnipri og bærðu ekki á sér í hlýrri sumarnóttinni. Og nú er 40 ára afmæli lýðveld- isins. Yfirvöld ætla sér ekki að gera neitt sérstakt til hátíðar- brigða. Dagurinn verður eins og hver annar með tilheyrandi ung- lingafylleríi sem enginn kippir sér lengur upp við. Kannski er ég bara orðinn eins og hver annar gamlingi sem hefur allt á hornum sér, kannski hefur þetta alltaf verið svona, kannski. Vonandi. Skál! Guðjón Þá er þjóðin hinum öðrum wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmna dauða dauð Svo kann að fara, að galdra- veður hin næstu, sem yfir heiminn ríða, mætist úr tveim áttum yfir íslandi. Eitt er víst: Vér megum ekki sjálfir vera hilltir af neins konar gjörning- um. Þjóðin verður að vilja eitt, og það er að lifa af hvers kon- ar fárviðri. Það er lífsskyldan sjálf. Og til þess þarf það fyrst, að allur kjarni þjóðarinnar, hvað sem fáum einstökum líð- ur, slái ekki undan á hvorugan veg, því að hvort veðrið sem er, fer með oss, ef það skellur á oss flötum eða öfugum. Viö lífsskyldu þjóðarinnar verðum vér að miða og ekki við það, sem flutt er úr seiðhjöllum að austan eða vestan, norðan eða neðan. Það, sem hér er átt við, er ekkert annað en Húsgögn og innréttingar Útsölustaðir: Suðurlandsbraut 18 sími 86900 3K Austurvegi 2 Selfossi sími 99-1000 mum það, sem verið hefur og hlýtur að vera annað borð þess sjálfstæðis, sem vér höfum öðlazt og ber að vaka yfir, en það er hlutleysi að öllu sjálf- ráðu. Hlutleysi felur í sér hætt- ur, það er Ijóst, það felur í sér hernámshættu, það vitum vér af reynslu, það tryggir ekki gegn árásarhættu. En þau skakkaföll, sem vér kunnum að verða fyrir sem hlutlaus þjóð, eru bætanleg. Hitt verð- ur vísast aldrei bætt, ef vér gefum það upp með öllu því, sem slík uppgjöf felur í sér og leiðir af sér. Og hverjir eru þeir foringjar íslenzkir, sem treysta sér til að sameina þjóðina alla og einhuga um afstöðu til annarrar hvorrar áttar? Ekki bætir það úr, ef hún gengi sundruð til slíks ævintýris. Vér eigum þrjár leiðir að velja: 1. Þá, sem vér erum nú staddir á, þ.e. að veita stórveldi ítök og að- stöðu, sem býður öllum hætt- um heim, en tryggir ekki gegn neinum. 2. Að láta stórveldi víggirða landið svo, að fullt ör- yggi sé í. Fáir munu þess fýs- andi, a.m.k. á það sjónarmið fáa opinskáa formælendur, en það er þó í rauninni eina rökrétta ályktunin af þeim for- sendum, sem fyrra sjónar- miðið byggir á. Og loks: 3. Að vera hlutlausir, segja með allri stillingu og festu eins og löngu liðinn íslendingur sagði: Lát mig sjá fyrir báti mínum sem auðið má verða. Enginn þessara kosta tryggir fyrir skemmdum, meiðingum og morðum. En vér þolum mannfelli. Það kennir sagan. Þjóðin stenzt plágur flestra tegunda, ann- ars værum vér ekki til í dag. Hafi hún þolað eldgos, hor- dauða og annað allt, sem ó- blíða aldanna færði henni að höndum, þá er full von til þess, að hún standist sem þjóð þær plágur, sem nýir tímar kunna að bera í skauti... Hitt lifir hún ekki að gefa upp málstað sinn, hasla sér völl sem hjálenda, láta hernema líkama sinn, land og sál. Þá er hún hinum öðrum dauða dauð sem þjóð, lifandi grafin og glötuð."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.