Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 13
„Sjaldan eða aldrei hygg ég, að orðið hafi þrengra um skoðana- frelsi á íslandi, en meðan skilnað- armálið við Dani var á dagskrá", skrifar Hannibal Valdimarsson í bók sinni „Bannfærð sjónar- mið“, sem Alþýðusamband ís- lands hafði frumkvæði að gefin yrði út í tilefni af áttræðisafmæli hans á síðasta ári. Hannibal safn- aði sjálfur efni í bókina og valdi í hana greinar eftir lögskilnaðar- menn er svo nefndu sig, en þeir beittu sér mjög fyrir því á árunum 1941-1944 að farið yrði að öllum samningum við Dani í sambandi við sambandsslit og lýðveldis- stofnun. Hinir, er vildu lýðveldis- stofnun hér og nú og töldu sig ekki þurfa að leita samninga um það við Dani, voru kallaðir hrað- skilnaðarmenn - og þeirra sjón- armið varð ofan á. Hannibal segir í bók sinni, að strax í ársbyrjun 1941 hafi þær raddir orðið háværar í sumum Reykjavíkurblöðum, að nú væri valið tækifæri fyrir íslendinga að saka Dani um að hafa vanefnt sambandslagasamninginn, en skv. honum gátu báðar þjóðirnar sagt samningnum upp einhliða árið 1943, og skyldi þá fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem til þurfti 3/4 atkvæða til að rifta samningnum. Hannibal segir síð- an: „Um skeið heyrðist varla nokkur rödd, sem andmælti þessu, og var ekki annað að sjá, að þessi ætlaði að verða afstaða þjóðarinnar til málsins. Ekki leizt mér þetta farsælleg stefna og sízt af öllu drengileg gagnvart sambandsþjóðinni." (bls. 12). Hannibal tók sig því til og ritaði grein í blaðið Skutul, þar sem hann gagnrýndi mjög flausturs- braginn. Pað var þó ekki fyrr en kom fram á árið 1942 að Hanni- bal bættist liðsauki, en þá fóru skoðanabræður hans í Reykjavík á kreik. Þar á meðal var Ólafur Björnsson, prófessor við Há- skóla íslands, en Ólafur ritar inn- gang að bók Hannibals, þar sem gangur mála er rakinn nokkuð ít- arlega. Ég spurði Ólaf að því, hvort ummæli Hannibals um, að aldrei hafi orðið þrengra um skoðana- frelsi á íslandi en meðan skilnað- armálið var á dagskrá, fengju staðist. „Satt hjá Hannibal“ „Ég hygg, að þetta sé alveg satt hjá Hannibal“, sagði Ólafur. „Við fengum engar greinar birtar í Morgunblaðinu - það var alveg lokað fyrir okkur. Hið sama mátti stundum segja um útvarp- ið. Það reyndi aldrei á Tímann eða Þjóðviljann í þessu máli, þannig að ég veit ekki hvernig ritstjórar þeirra blaða hefðu brugðist við. Alþýðublaðið var hins vegar opið fyrir skoðunum af þessu tagi, enda var meirihluti þingmanna Alþýðuflokksins á lögskilnaðarlínunni, þar til þeir sömdu við hina flokkana í upp- hafi árs 1944“. Til skýringar skal þess getið, að Alþingi ályktaði í maí 1941 um að sambandinu við Dani skyldi slitið, en einnig, að „ekki þyki að Rœtt við Ólaf Björnsson um aðdraganda sambandsslit- anna og stofnun lýðveldis svo stöddu tímabært, vegna ríkj- andi ástands, að ganga frá form- legum sambandsslitum og endan- legri stjórnskipan ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka1'. Þegar kom fram á árið 1942 fóru þær raddir að gerast æ há- værari, er kröfðust þess að gengið yrði frá sambandsslitum og stofn- un lýðveldis á grundvelli van- efnda afhálfuDana, enþeir voru þá hernumdir og gátu ekki sinnt utanríkismálum íslendinga. Kosningar til Alþingis skyldu fara fram í júlí og aftur í október vegna fyrirhugaðrar kjördæma- breytingar. Ölafur Björnsson segir í formála sínum, að forystu- menn stjórnmálaflokka, einkum Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, „tóku nú, m.a. í kosningabaráttunni að gefa um það yfirlýsingar, að það væri vilji þeirra að gengið yrði frá sambandsslitum og lýðveldis- stofnun þegar sumarið eða haust- ið 1942, en það var þó aðeins rúmu ári fyrr en sambandslögin heimiluðu hvorri þjóðinni um sig einhliða uppsögn þeirra“. (bls. 5) „Vildu slá sér upp“ Ég spyr Ólaf hvers vegna stjórnmálamenn hefðu snúist í þessu máli; þeir voru þó búnir að álykta 1941 að ekki væri að svo stöddu tímabært að ganga frá formlegum sambandsslitum. „Ég hygg nú, að stjórnmálaástandið hafi átt sinn þátt í þessu,“ sagði Ólafur. „Það var mynduð minnihlutastjórn milli kosninganna 1942 og utan- þingstjórn haustið 1942, því ekki fékkst þingmeirihluti. Dýrtíðin var afskaplega mikil milli ára, eða um 50-60 prósent og efnahagsvandi mikill þrátt fyrir auðæfin frá hernum. Ég held, að kannski hafi stjórnmálamenn viljað slá sér svolítið upp á þessu máli meðal almennings og leiða huga hans frá ástandinu“. „Ólýðræðisleg þjóðaratkvæða greiðsla" Lögskilnaðarmenn voru ekki á móti sambandsslitum eða stofn- un lýðveldis. Deilan snerist um hvernig slitin bæru að og hvenær. „Ástandið í Danmörku var á þessum tíma þannig, að fram- koma okkar olli nokkurri beiskju í okkar garð, þótt nú sé þetta mál fyrnt. En það var leiðinlegt að sá blær var yfir sambandsslitunum og stofnun lýðveldisins, að her- nám Nasista var notað til þess að við gætum náð okkur niðri á Dönum. Mér finnst spurning hvort þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf hafi verið lýðræðisleg. Atkvæða- greiðslan stóð yfir í 4 daga og alla dagana var hafður uppi taumlaus áróður gegn Dönum. Það var tal- að um einræði Dana áður á öldum, einokunarverslunina og hvaðeina annað, sem gat hugsan- lega svert þá í okkar augum. Um- ræðan snerist því um allt annað en það sem átti að ræða. Mér fannst þetta afar ósmekklegt". 60 áhrifamenn skora á Alþingi Ólafur Björnsson segir í inn- gangi sínum að bókinni „Bannfærð sjónarmið“, að Gylfi Þ. Gíslason hafi orðið fyrstur Reykvíkinga til þess að gagnrýna þá meðferð sambandsmálsins sem þá virtist fyrirhuguð af hálfu flestra stjórnmálamanna, er tjáð höfðu sig um málið. Gylfi flutti útvarpserindi um daginn og veg- inn í apríl 1940 þar sem hann var- aði við flaustri í sambandi við af- greiðslu sambandsmálsins. Næst- ir Reykvíkinga á vettvang urðu þeir Ólafur og Klemens Tryggva- son, núverandi hagstofustjóri. Þeir ákváðu að efna til könnunar á því hvaða hljómgrunn þessar skoðanir hefðu meðal málsmet- andi manna. Undirtektirnar urðu þetri en þeir höfðu þorað að vona og þarna var að finna kveikjuna að hreyfingu lögskilnaðarmanna sem samtökum, sem þó urðu aldrei mjög fjölmenn eða skipu- lögð. Þeir Ólafur og Klemens söfn- Helgln 16.-17. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.