Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 7
1944 B19 1984
O
urrí öll þessi óskyldu mál bæði í
nefndunum og á almennum fund-
um lætur skáldið Jónas mjög til
sín taka og á þann veg, að maður
gæti ætlað að þar væri upprenn-
andi stjórnmálamaður á ferð.
Allir þekkja deiluna um þing-
staðinn, hvort alþingi skyldi hald-
ið í Reykjavík eða á þeim fornu
völlum við Öxará, en því fór víðs
fjarri að þátttaka Jónasar hafi
einskorðast við þá deilu. Hann er
t.d. framsögumaður á „Al-
mennum fundi íslendinga“ í
Kaupmannahöfn fyrir nefndará-
liti um skólamál, og við skulum
líta hér stuttlega á brot af því,
sem í þeirri bænaskrá stendur:
„Því almennari sem
menntun verður meðal allra
stétta, því nær verður komist
aðaltilgangi mannlegs félags
sem er, að sérhver einstakur
maður nái þeirri fullkomnun
og farsæld sem mest má verða
og allir eiga frá upphafi jafna
heimting til að öðlast. En af því
hver þjóð er eins og einstök
vera í þjóðatölunni, þá verður
hin almenna menntun að vera
löguð hjá hverri einstakri þjóð
eftir eðli hennar, háttum og
þörfum. Hafi ekki menntunin
slíkan þjóðlegan blæ verður
hún að mestu leyti dautt nám
og nær ekki að blómgast og
bera ávöxt...“
Af þjóðlegri rót
Og áfram segir þar:
„Þjóðlíf vort er að vakna að
nýju og nýr hugur vex og nýtt
fjör. Það verður að frjóvgast af
mentuninni til þess að það beri
góðan ávöxt.
Vér vonum því, að vér ber-
um fram innilega og samhuga
ósk allrar þjóðar vorrar er vér
biðjum Alþingi að flytja fram
þá bæn af íslands hálfu fyrir
konung vorn:
Að settur verði þjóðskóli á
íslandi, sem veitt geti svo
mikla menntun sérhverri stétt
sem nægir þörfum þjóðarinn-
ar.
Vér köllum skóla þennan
þjóðskóla meðfram vegna
þess, að vér æskjum, að öll
kennsla renni af þjóðlegri rót,
það er að skilja menntun þeirri
sem fslendingum er eðlileg og
hér hefur lifað í landinu frá
alda öðli“.
í þessari bænarskrá, sem Jónas
Hallgrímsson hafði framsögu
fyrir og er ugglaust aðalhöfundur
að, er í rauninni verið að leggja
það til sem á nútímamáli væri
kallað samræmt menntakerfi og
einnig það, að slíkt menntakerfi
verði byggt á þjóðlegri rót. Hafa
verður í huga, að á þessum tíma
er aðeins einn skóli starfandi í
landinu, Bessastaðaskóli, sem út-
skrifaði stúdenta til háskólanáms
eða preststarfa. En í bænarskrá
þeirra Jónasar og félaga hans er
lagt til að komið verði á fót al-
mennri lýðmenntun (barna- og
gagnfræðamenntun) og einnig að
stofnaður verið háskóli, sem út-
skrifi lækna, lögfræðinga og
presta.
Það væri að sjálfsögðu hægt að
tala marga daga og nætur um Jón-
as Hallgrímsson, en þetta verður
að nægja í bili.
Fjallið yfir bænum
- Ég sá ígrein, sem einmittfjall-
aði um skólamál, að vitnað var í
ummœli þín um menn sem vökn-
uðu við hanagal nýrrar aldar
bœrilega sœllegir umskiptingar í
eigin landi og vissu ekki lengur
hvað fjallið yfir bœnum héti.
Hvað áttu við?
- Mér finnst reyndar að tal Jón-
asar og félaga hans fyrir rúmri öld
um þjóðskóla skírskoti beint til
okkar sen nú lifum. Mér sýnist,
að ef ekki verður snúist til öflugr-
ar varnar þá blasi við hætta á
meiriháttar menningarskilum í
okkar þjóðlífi. Og sá dagur kann
að vera nær en margur hyggur,
þegar menn þekkja ekki lengur
það fjall yfir bænum, sem verið
hefur okkar líf í þúsund ár.
Með þessum orðum er ég ekki
að boða menningarlega einangr-
un, heldur þvert á móti að okkur
megi á hverjum tíma auðnast að
vinna á okkar eigin forsendum úr
því besta í heimsmenningunni og
rækta þannig hinn dýra arf. En ég
legg hér ákaflega þunga áherslu á
orðin „á okkar eigin forsendum“.
Mér sýnist að þeir kraftar, sem
leitast við að brjóta niður menn-
ingarlegt mótstöðuafl okkar litlu
þjóðar, séu uggvænlega öflugir á
síðustu tímum, en varnirnar í
veikasta lagi. Eg held að spurn-
ingin um þessi algjöru menning-
arskil sem yfir vofa sé þýðingarm-
eira pólitískt viðfangsefni heldur
en allt annað sem menn eru að
fást við á þeim vettvangi um þess-
ar mundir - og undanskil ég þá
ekki kjarnorkusprengjuna.
Eitt er mikilvægast
Við skulum muna það vel, að
við íslendingar munum því miður
litlu ráða um heimsfriðinn og
vopnaskak risaveldanna vítt um
heim. Um hitt getum við aftur á
móti ráðið flestu sjálf, hvernig
við högum okkar eigin málum,
hvort við unum erlendri hersetu
um ókomna framtíð og um það
hvort við reynumst menn til að
lifa í landinu ekki aðeins sem
bærilega „sællegir umskiptingar"
heldur sem lífvænlegur sproti á
því aldna tré. Kjarnorkusprengj-
una kunnum við að fá í höfuðuð
einhverntíma í framtíðinni. En í
þeim efnum segjum við hvorki til
um stað né stund. Og satt að
segja óttast ég það meira, að við
verðum hér sjálfdauð í eigin
landi, þótt engin sprengja falli.
Ég vil enn og aftur leggja
áherslu á það, að dvergþjóð eins
og við íslendingar erum, fær ekki
varið tilveru sína í heimi nútím-
ans án þess að býsna margir ein-
staklingar í okkar hópi standi þar
vitandi vits á varðbergi ár og síð
og alla tíð. Ég vil líka minna á
það, að því aðeins gefum við
heiminum nokkuð sem einhvers
virði má kalla, að við björgum
sjálfum okkur. Það þarf líka að
hafa í huga, að þegar við sem
jafnréttissinnar veltum því fyrir
okkur, hvort sé þýðingarmeira að
sækja fram á vettvangi kjarabar-
áttu ellegar hitt, að standa vörð
um þjóðlega tilveru okkar, þá er
ólíku saman að jafna. M.a. vegna
þess að sérhvern ósigur í kjara-
baráttu og annarri
jafnréttisbaráttu má vinna upp
síðar meðan líf er. En fullur
ósigur í þjóðernisbaráttu okkar
verður óhjákvæmilega endan-
legur ósigur. Þjóð sem hættir að
vera hún sjálf verður ekki vakin
til lífs á ný þótt aldir renni. Hugs-
um í þessu efni til frænda okkar
íra sem glatað hafa sínu móður-
máli.
Ég talaði eitt sinn í vetur á lítilli
samkomu og minnti þar á orð
sem séra Sigurður Einarsson í
Holti setti á blað fyrir 30 árum og
leyfi mér að minna á þau aftur.
Hann sagði: „Hingað til höfum
við verið íslendingar af því við
gátum ekki annað. Héðan af
verðum við ekki íslendingar
nema við viljum það sjálf. Og
ekki nóg með það, héðan af verð-
um við ekki menn, nema við vilj-
um leggja það á okkur að vera
íslendingar".
Þetta eru þörf orð og sönn.
Ég held að sögulaus þjóð sé
eins og maður sem hefur misst
minnið. Hún lifir skuggatilveru.
Við þurfum stríðandi þjóðskóla.
Okkar val snýst um það, hvort
við hyggjumst lifa sem nýr sproti
á þeim forna baðmi sem geymir
líf íslensku þjóðarinnar í þúsund
ár, í skjóli frá hinu aldna tré,
hvort sem við nefnum það Ask
Yggdrasils eða öðrum nöfnum -
ellegar tökum hinn kostinn og
kjósum að tóra við skömm, ný-
villingar í eyðimörk...
ÁB
.. í BYCGINGAVÖRURl
HAFA VERIÐ
BRAUTRYÐJENDURí
o9
A VORUM OG ÞJONUSTU VIÐ HUS-
BYGGJENDUR, SAMANBER HIN
ÝMSU AFSLÁTTAR-TILBOÐ OKKAR
OG ÞAU VINSÆLU GREIÐSLUKJÖR
SEM VIÐ HÖFUM BOÐIÐ. í FRAM-
HALDI AF ÞESSARI STEFNU ER
NÝJASTA TILBOÐ OKKAR NÚ
MARGS KONAR.. .
STAÐQREIÐSLU
ÞESSI STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR ER MISMUNANDI MIKILL EFTIR
ÞVÍ í HVAÐA DEILD OKKAR ER VERSLAÐ OG FYRIR HVERSU HAA
UPPHÆÐ, EINS OG EFTIRFARANPI DÆMI SÝNA:
DEILD 1
GRÓFAR BYGGINGAVÖRUR:
TIMBUR, JÁRN, EINANGRUN,
PÍPULAGNINGAREFNI, OFNAR
O.FL.
Sé keypt fyrir:
5.000 er 2% afsláttur
10.000 er 3% afsláttur
30.000 er 4% afsláttur
50.000 er 5% afsláttur
75.000 er 6% afsláttur
100.000 er 7% afsláttur
DEILD 3
MÁLNINGARVÖRUR
OG VERKFÆRI
Sé keypt fyrir:
Kr. 5.000 er 5% afsláttur
Kr. 25.000 er 7,5% afsláttur
Kr. 50.000 er 10% afsláttur
DEILD 2
GÓLFDÚKUR, LÍM, HREIN
LÆTIS- OG BLÖNDUNAR ,
TÆKI, FLÍSAR.KORKUR O.fL)
Sé keypt fyrir:
Kr. 5.000 er 5% afsláttur
Kr. 10.000 er 7,5% afsláttur
Kr. 30.000 er 10% afsláttur
EFTIRFARANDI
DEILD 4
GÓLFTEPPI, MOTTUR
Sé keypt fyrir:
Kr. 5.000 er 5% afsláttur
Kr. 25.000 er 7,5% afsláttur
Kr. 50.000 er 10% afsláttur
'A'
AFHEILDARUPPHÆÐ ER LIKA VEITTUR
ÞEGAR UPPGJÓR Á SKULDABRÉFI FER FRAM
UM LEIÐ OG VIÐSKIPTI EIGA SÉR STAÐ OG
UTBORGUN ER HÆRRI EN 20%. SEM ER
LÁGMARKSUTBORGUN. EN ___
HAMARKSLANSTIMI ER HALFT AR.
30 til 40% útborgun er afsláttur 1%
40 til 50% útborgun er afsláttur 2%
50 til 60% útborgun er afsláttur 3%
60 til 70% útborgun er afsláttur 4%
70% útborgun og meira er afsláttur 5%
RÁЮ
verðinu
SJÁLF'.
□
byggingalAn
HIN
VINSÆLU
VIÐSKIPTAREIKNINGAR FYRIR HUSBYGGJENDUR
ÚTTEKT FER FRAM i VIÐSKIPTAREIKNING, GEGN MAN-
ADARLEGU UPPGJÖRI FYRIR 10. NÆSTÁ MÁNAÐAR
EFTIR UTTEKTARMÁNUÐINN . UPPGJÖR GETUR VER-
IÐ MEÐ SKULDABRÉFI OG ER ÞÁ LAGMARKSUTBORG-
UN 20%, EN EFTIRSTÖÐVAR GREIÐAST MED ALLT AÐ
SEX MANAÐARLEGUM GREIÐSLUM.
KOMIÐ EÐA HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR í SÍMA - SAMEIGINLEGA GETUM
VIÐ ÁBYGGILEGA KOMIST AÐ HEPPILEGU SAMKOMULAGI.
> • • «
BYGGINGAVORUR
r. júní 1984
' HRINGBRAUT 120: By99ingavorur Flisar og iiiifiíi-\ 28-600
Golfteppadeild 28-603 hreinlaetistæki 28-430
Timburdeild 28-604 Solustjori 28-693
Malnmgarvorur Skrifstofa 28-620
L og verkfæn 28-605 Harðviðarsala 28-604
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7