Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 15
yk,<V 1944 lll 1984 iti land veröi lýðveldi, og um leið hafa afturhaldsseggir þessir uppi áróður gegn lýðræðinu og rægja það á allan hátt, að auðvaldsþýja sið. En þjóðin mun ekki láta slíka menn villa sér sýn, undir hvaða grímu sem þeir svo flytja afturhaldsboð- skap sinn.“ Svo mörg voru þau „stóru“ orð. „Fannst dulbúnum hótunum beitt“ Ég spurði Ólaf Björnsson að því, hvort hann hefði orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna í sambandsslitamálinu. „Það geta margir þessara manna vitnað um aðkast, sem þeir urðu fyrir vegna þessa máls. Ég get ekki sagt það sama, því ég var þá hvergi flokksbundinn og ekkert viðloðandi í stjórnmálum og því var ekki hægt að beita mig flokksþrýstingi. Ég hygg, að margir hafi aðra sögu að segja. Ég get þó nefnt eitt dæmi af sjálfum mér. Þannig var, að ég átti sæti í 11 manna nefnd háskólakennara og stúdenta sem átti að undirbúa hátíðahöld lýð- veldisstofnunarinnar fyrir hönd Háskólans. í nefndinni var lögð fram tillaga skömmu fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna í maí 1944 um að við skoruðum á íslendinga að greiða sambandsslitunum at- kvæði sitt. Ég neitaði þessu einn manna í nefndinni. Alþýðu- flokksmennirnir stóðu með mér framan af, en skárust síðan úr leik. Ég var þá ekki skipaður í stöðu við Háskólann. Mér fannst beitt dulbúnum hótunum á mig - ég skyldi hafa mig hægan í þessu máli, annars væri framtíð mín í voða. Þetta kom ekki endilega frá samnefndarmönnum mínum, heldur annars staðar að. Ég lét þetta ekkert á mig fá. En mér þótti mjög vænt um það, þegar einn stúdentanna í nefndinni sagði við mig, að hann virti ein- arða afstöðu mína.“ Örlög sambands- málsins ákveðin í byrjun árs 1944 var lögð fram þingsályktunartillaga um að sam- bandslögin væru nú þegar úr gildi fallin og efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um sambands- slitin og stofnun lýðveldis um miðjan vetur. Næst gerist það að ríkisstjóri íslands, Sveinn Bjömsson, snýr sér til Alþingis með bréfi til for- seta sameinaðs þings hinn 21. janúar og leggur til, að Alþingi feli þjóðfundi meðferð málsins eða skjóti samþykktum sínum til slíks fundar. Bréf ríkisstjórans er birt í bókinni „Bannfærð sjón- armið“ og þar segir m.a.: „Þjóðin hefur ekki verið spurð þess sérstaklega enn, hvern hátt hún óski að hafa nú á þessu máli, niðurfelling sam- bandssamningsins og stofnun lýðveldis á íslandi, eða henni á annan hátt gefinn kostur á því að láta í ljós fyrirfram skoðun sína á þeim málum. Þetta mun og ekki almennt hafa verið rætt á undirbúningsfundum undir tvær síðustu alþingiskosningar, báðar á árinu 1942. Þessa rödd þjóðarinnar, frjálsa og ó- bundna, virðist mér vanta. En hún mundi koma fram á þjóð- fundi, sem kvatt væri til í því skyni... í yfirlýsingu sinni 1. nóvem- ber 1943 hefir núverandi ríkis- stjórn lagt áherslu á, að miklu varði að öll þjóðin geti samein- azt um lausn þessa máls. Hún hefir enn lagt áherzlu á þetta sama er hún lagði þingsálykt- unartillöguna og stjórnar- skrárfrumvarpið fyrir Alþingi nú fyrir nokkrum dögum. Hygg ég að öll þjóðin muni sammála um, að slíkur einhug- ur sé æskilegur, ef unnt er. Því þykir mér svo, að einskis megi Íáta ófreistað til að skapa þenn- an einhug.“ (bls. 101). Hvort sem bréf ríkisstjóra hafði sín áhrif var fallið frá því á Alþingi að láta þjóðaratkvæða- greiðslu um málið fara fram fyrr en eftir að þrjú ár voru liðin frá því að Dönum barst tilkynning frá ríkisstjórn íslands um upp- sögn sambandslagasamningsins. Skyldi atkvæðagreiðslan nú fara fram eftir 20. maí 1944, en ekki á miðjum vetri eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Um þetta náðist samkomulag á þingi milli allra stjórnmála- flokka. En voru lögskilnaðar- menn ánægðir? „Var ekki sáttur við þetta“ „Nei, við vorum margir, sem ekki vorum ánægðir, þótt versti broddurinn væri tekinn úr málinu með því að 25 ár voru látin líða frá sambandslagasamningum til lýð- veldisstofnunar. Málum var ráðið til lykta á Alþingi og við stóðum frammi fyrir gerðum hlut. Þegar Alþingi var búið að samþykkja þetta einróma var erf- itt að ætla að ómerkja ályktanir þess. Ég held, að þorri lögskilnaðar- manna hafi greitt atkvæði með sambandsslitunum, en á móti stjórnarskránni og þar með lýð- veldisstofnuninni. Við vildum, að lýðveldisstofnunina bæri að með öðrum hætti, þ.e. að stofn- dagur yrði ekki ákveðinn fyrr en viðræður hefðu farið fram við Dani. Við héldum fund um þetta skömmu fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna þar sem ekki var sam- þykkt nein áskorun heldur menn látnir meta þetta sjálfir hver fyrir sig. Enda var þetta mál, sem búið var að leiða til lykta.“ „Tel okkur hafa gert rétt“ „Ég tel, að við hefðum átt að fara leið lögskilnaðarmanna í þessu máli“, sagði Ólafur Björns- son. „Ástandið í Danmörku var þannig á þessum tíma, að vita- skuld olli þessi framkoma þeim beiskju. Og eins og ég sagði hér áður þótti mér og fleirum leiðin- legt til þess að vita, að hernám Nasista í Danmörku var notað á þennan hátt. Þótt eftir okkar ráðum hefði verið farið, hefði það aðeins þýtt að málum hefði verið frestað um eitt til tvö ár og varla skiptu þau ár höfuðmáli. Málið snerist hreint ekki um hvort hér skyldi stofnað lýðveldi eða ekki - held- ur hvenær og með hvaða hætti. Afstaða mín var siðferðileg, og hið sama hygg ég að megi segja um flesta aðra lögskilnaðar- menn.“ „Var heima á íýðveldisstofnuninni" Ég spurði Ólaf Björnsson að því, hvort hann hefði verið á Þingvöllum hinn 17. júní 1944 þegar lýðveldið var stofnað. „Nei“, sagð Ólafur og brosti. „Ég sat heima hjá Vilmundi Jónssyni þennan dag og við spjölluðum saman. Vilmundur var ákafur lögskilnaðarrrraður og orðaði áskorun 60-menninganna, þótt hann síðan ritaði ekki nafn sitt undir. Kannski hélt hann að sín áritun myndi skaða Alþýðu- flokkinn. En hann skrifaði undir áskorun 270-menninganna. Það var hið besta veður hér í bænum þennan dag.“ Gurún Aradóttir, kona Ólafs, var hins vegar á Þingvöllum þennan dag - söng í Þjóðkórnum á Þingvöllum. „Þetta er eitthvert versta veður, sem ég hefi verið úti í“,sagði hún um lýðveldisdaginn. „Það gekk á með krapahríð og það var hræðilega kalt. Samt var þetta ógleymanleg stund.“ ast Helgin 16.-17. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Váxtabrevtinffar hjá lönlánasjóöi Frá og meö 15. júní 1984 kemur til framkvæmda vaxtahækk.un á útlánum IÐNLÁNASJÓÐS og eru vextir sem hér segir: Byggingalán 6,0% p.a. Vélalán 5,5% p.a. Frá og með sama degi veröur samsvarandi hækkun á útistandandi lánum, þar sem ákvæöi skuldabréfa heimila slíkt. Auk vaxta eru útlán sjóösins bundin lánskjaravísitölu eins og verið hefur. Reykjavík, 13. júní 1984 IÐNIÁNASJÓÐUR CSlP vestur-þýsku björgunarbátarnir eru í samræmi við ströngustu kröfur íslendinga. Hringlaga inngangsop og fleiri endurbætur. Bátur til sýnis hjá okkur. H*I npl I y Hverfisgötu6, Reykjavík nAljan b. biAloAnn F sím.; 20000 NYTT! SVALA 0G TRAPPA- HANDRIÐ > ýp TRÉ I i -4 x -s;' Komum og mælum Gerum verðtilboð Pat. pend. 2831 Ármúla 20 Reykjavík Símar 84630 og 84635

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.