Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Fálkaorðan Sýslumannsembættið sofið í áratug á landamerkjamálinu Lárus Guðmundsson Grundfirðingur skorar á Jón Sveinsson Fálkaorðuhafa að birta reikninga laxeldisstöðvarinnar, Jón átti lögheimili í rústum til skamms tíma. Forstjóri Framkvœmdastofnunar í stjórnfyrirtœkisins. 600 krónur til skiptannafyrir Grundfirðinga. Vilja þeir ekki bara fá orðu sjálfir, Grundflrðingarnir? Sýslumannsembættið hefur sof- ið á landamerkjamálinu í ára- tug, sagði Lárus Guðmundsson í T0RGIÐ Fjalakötturinn Borgarstjóri fær bréf frá Holiywood Forstöðumaður Bandarísku kvik- myndastofnunar- innar biður Kettinum griða Sama dag og niðurrif Fjala- kattarins var heimilað í borgar - ráði Reykjavíkur barst Davíð Oddssyni borgarstjóra bréf frá Robert Rosen, forstöðumanni Bandarísku kvikmyndastofnun- arinnar, þar sem hvatt er til varð- veislu Fjalakattarins. Rosen leggur áherslu á það í bréfi sínu að kvikmyndin sé al- þjóðaeign sem í ákveðnum skiln- ingi sé óháð landamærum. „Það sem við gerum hér í Los Angeles til þess að varðveita kvikmyndir kemur menningarsamfélaginu í Reykjavik til góða og það sem gerist í Reykjavík í sambandi við kvikmyndir skiptir okkur máli í Los Angeles“, segir í bréfinu. Borgaryfirvöld eru hvött til þess að endurskoða afstöðu sína í málinu í ljósi þess að hér sé um eitt af elstu varðveittu kvik- myndahúsum heims að ræða og svo segir að lokum: „Seinkun á ákvörðun um að eyðileggja húsið myndi a.m.k. gefa tíma til að hugleiða málið frekar og rannsaka hið raunveru- lega sögugildi bíóhússins. Sjálfur hef ég séð fjölmargt úr sögu kvik- myndanna hverfa í okkar eigin Hollywood í nafni framfara og þekki vel þá eftirsjá sem kemur upp þegar ákvörðun um óaftur- kallanlega eyðileggingu hefur verið tekin og þegar slík söguleg verðmæti eru farin forgörðum." -GFr Grundarfirði, en hann er einn þeirra úr veiðifélaginu sem telja sig hafa verið beitta órétti og yfir- troðslu af hálfu Jóns Sveinssonar Fálkaorðuhafa. - Við teljum okkur eiga Lárós- inn, sem mannvirkin standa á. Við erum níu systkinin sem. eigum jörðina Neðri-Lág sem er landnámsjörð en hún hefur þarna hlunninda að gæta. Lögheimili í rústum - Jón Sveinsson hefur verið skrifaður á rústirnar með lög- heimili til skamms tíma, en hann er auðvitað Reykvíkingur. Þegar Jón stofnaði fyrirtækið var kveð- ið á um það í leigusamningi, sem þeir gerðu við sjálfa sig, að ef það skilaði arði ætti að greiða Veiðifélaginu leigu. Við höfum ekki ennþá séð krónu. - Hins vegar hefur maðurinn verið óspar á yfirlýsingar um arð- semi starfseminnar í blöðum. í DV á mánudaginn lætur hann hafa eftir sér að þetta sé svo arð- vænleg starfsemi að hægt væri að leggja öllum flotanum, spara óhemju gjaldeyri og „létta af út- gerðarmönnum harmagrátin: um“. Það er ekki lítið tekið uppí sig, með tilliti til þess að maður- inn borgar litlar 600 krónur í að- VMSÍ-ályktun Grunnur samninganna brostinn Formannafundur Verkamannasam- bands íslands í Reykjavík í fyrradag samþykkti einróma þessa ályktun: 1. Formannafundur samþykkir að skora á öil féiög innan Verkamannasambands Is- lands að segja upp launaliðum gildandi kjarasamninga fyrir t.ágúst n.k., þannig að jjeir verði lausir 1. september n.k. 2. Kröfugerð a) Lægsti taxti verði kr. 14.000,- á mánuði. b) Taxtakerfi VMSÍ verði endurskoðað þar sem fullt tillit verði tekið til vinnuálags og starfsaldurs. c) Reikrritölur fylgi töxtum. 3. Verkamannasambandið mun í komandi kjarasamningum taka fullt tillit til raunhæfra verðlækkana sem kjarabót. Greinargerð: Óviðunandi verður að teljast að samningsbundnir taxtar séu allt niður í röskar 10.500 kr. á mánuði, þegar dagvinnutekjutrygging er 12.913 krónur. Þetta veldur þvflíkri röskun á t.d. yfirvinnuálagi, að álag í eftir- vinnu í 10. flokki er aðeins um 20% miðað við dagvinnu, í stað 40% sem gert er ráð fyrir í samningum. Alvarleg hætta er á að slíkt ástand verði varanlegt ef ekki eru gerðar gagnráðstafanir. Nægir þar að benda á reynsluna af samningunum 1968, en þá var eingöngu samið um hækkun og vísitöluálag á dagvinnu. Þetta átti að verða tímabundið samkomulag. Yfir- vinnuálag fór þá úr 60% niður í 40% og næturvinnuálag úr 100% niður í 80%. Þetta hlutfall hefur haldist síð- an og ekki tekist að breyta því, þótt upphaflega hafi það aðeins átt að gilda í eitt ár. Óeðlilegt hlýtur einnig að teljast, að taxtar fyrir bónus og önnur kaup- aukakerfi sem miðaðir voru við gild- andi dagvinnukaup, skuli nú miðaðir við taxta sem liggur langt fyrir neðan gildandi tekjutryggingu. Ástand þetta hefur raskað mjög tekjum fólks sem vinnur við iauna- hvetjandi kerfi, t.d. fiskvinnslufólks, þar sem bónusvinna er miðuð við 9. taxta eftir 1 ár. Sá taxti er 62.22 kr. á tímann en dagvinnutekjutryggingin er 74,50. stöðugjald á ári fyrir laxeldisstöð- ina. Eg vil jafnframt skora á Jón Sveinsson að birta opinberlega reikninga fyrirtækisins svo þjóðin geti sannfærst um arðsemi þess. Lögreglumál Fyrir utan landamerkjamálið hafa menn staðið í ýmsu þófi við Jón Sveinsson. Þannig var send kæra, árið 1974 minnir mig, vegna meintrar skotárásar við vatnið, en sýslmannsembættið stakk því undir stól; í sýslu- mannstíð Friðjóns Þórðarsonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. Engar vitnaleiðslur urðu af því máli. Byggðasjóður hjálpar til - Mér vitanlega hefur enginn séð ársreikninga fyrirtækisins. Hins vegar er Kristinn Ziemsen forstjóri Framkvæmdastofnunar og fyrrum forstöðumaður lána- deildar í stjórn fyrirtækisins. Því hefur verið úthlutað fjármagni úr Byggðasjóði. Ekki nema von að Jón þykist geta leyst útgerðar- menn af hólmi. Þegar hann er svo sæmdur Fálkaorðunni, þá er nú mælirinn fullur. Við sitjum ekki þegjandi undir þessu lengur, sagði Lárus Guðmundsson að lokum. -óg Fró formannafundinum: Halldór Björnsson og Guömundur Halivarðsson frá Dagsbrún og Kristján Ásgeirsson fró Húsavík. (Mynd-Atli). Þá hefur þetta leitt til þess að aldurs- hækkanir hafa í raun fallið niður, þar sem enginn af töxtum VMSÍ nær dag- vinnutekjutryggingu. Þannig eru byrjendur í starfi og fólk sem unnið hefur 10 ár á sama kaupi, þótt al- mennir samningar geri ráð fyrir að eftir 6 ár sé aldurshækkun 12,5%, miðað við byrjendataxta. Samingar ASÍ og VSÍ 21. febrúar sl. miðuðust við að kaupmáttur 4. ársfjórðungs 1983 héldist óskertur út samningstímabilið. Ríkisstjórnin tók í raun ábyrgð á samningunum með þátttöku í samningsgerðinni. Nú liggur fyrir að kaupmáttur er í dag minni en gert var ráð fyrir 21. febrúar sl. Þá er ekki reiknað með neinum óvæntum aðgerðum eða hækkunum, svo sem olíuverðshækkunum eða öðrum slíkum, sem þó liggja í loftinu. Ef verkalýðsfélögin ætla að sækja eitthvað af þeim kjaraskerðingum sem áttu sér stað á síðasta ári, og endurheimta þannig eitthvað af fyrra kaupmætti, til að ná kaupmætti þarf 8,3% kauphækkun til að ná 3. ársfj. 2. ársfj. þarf 17,6% hækkun og til að ná kaupmætti 1. ársfj. 1983 þarf 26,7% kauphækkun. Og til að ná meðaltalskaupmætti ársins þarf 15,1% kauphækkun 1. september nk. Fyrirsjáanlegt er að grunnur þeirra samnmga sem gerðir voru 21. febrúar sl. hefur brostið og kaupmáttarskerð- mgin heldur áfram verði ekkert að gert. f framangreindum tölum er ekki gert ráð fyrir þeirri skerðingu sem orðið hefur á yfirvinnu. Einnig er óhjákvæmilegt að endur- skoðun fan fram á launaflokkakerf- um VMSf í komandi kjarasamning- um. Fjalakötturinn: Þorkell vill selja öll húsin Samtökin Níu líf telja að viðrœðum við Þorkel Valdimarsson sé ekki lokið. Hann hefur lýst yfir þeim vilja sínum að selja allar eignir sínar í Grjótaþorpi saman. Síðan Samtökin Níu líf voru stofnuð 1. apríl sl. hafa farið fram viðræðum við Þorkel Valdi- marsson, eiganda Fjalakattarins, og einnig hafa farið fram við- ræður við borgarstjóra um fram- tíð hússins. I fréttatilkynningu frá samtökunum í gær segir að þau telji þessum viðræum ekki lokið en Þorkell hefur lýst því yfir að ekki komi annað tU umræðu en að selja allar eignir hans og systkina hans í Grjótaþorpinu saman í einum pakka. í gær var byrjað að hreinsa drasl út úr Fjalakettinum en ekki mun enn nein ákvörðun liggja fyrir un nið- urrif hússins að því er Hörður Runólfsson verkstjóri sagði í gær. „Það er annar samningur“, sagði hann. Þá kom Umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar saman í gær en Hulda Valtýsdóttir, formaður þess, hefur fylgst náið með þess- um umræðum. Ráðið samþykkti að ef til þess kæmi að húsið yrði rifið yrði það þannig gert að hægt yrði að byggja það upp aftur. í fréttatilkynningu frá Níu lífum segir að það hafi skýrt kom- ið fram í viðræðum við Þorkel að ákvörðun um niðurrif hússins hefði ekki verið tekin og til þess kæmi ekki á næstu mánuðum. Það hefur því verið álit stjórnar- innar að viðræðum við Þorkel væri ekki lokið. Stjóm Samtakanna Níu líf harmar mjög ef til niðurrifs þessa menningarsögulega einstaka húss kæmi. Stjórnin hvetur borg- arbúa til að fylgjast með þróun málsins og vonar að þannig verði staðið að málum að Kettinum auðnist nýtt líf. Þess skal að lokum getið að Þorkell Valdimarsson framlengdi nýlega leigusamninga í framhús- inu um 6 mánuði. -GFr 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.