Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 11
mannlíf Nesti í veiðiferðina Þegar veiðiferðin er skipulögð er nestispakkinn sannarlega ekki þýðingarminnstur. Þeim mun þýðingarmeiri er nestispakkinn sem göngurnar eru meiri. Ef hins vegar er hægt að geyma matinn í húsi eða tjaldi, skiptir ekki eins miklu að hann sé léttur og ekkert ónauðsynlegt í honum, en ef ganga á t.d. frá bíl eða húsi lang- ar leiðir og snæða úti í náttúrunni er rétt að huga vel að því hvað sett er í malinn. Á veiði- og gönguferðum um ísland er heitt kaffi eða annar drykkur á brúsa flestum nauðsyn- legur. Heitt kakó er orkumeira, en heit súpa þó líklega allrabest. Ef ekki er unnt að hafa með sér eitthvað heitt, er samt sem áður ástæða til að hafa með sér orku- mikinn og fyrirferðarlítinn mat eins og t.d. suðusúkkulaði eða rúsínur sem hægt er að maula á göngunni. Harðfiskurinn er líka ævinlega vinsæll, svo og ávextir eins og bananar eða epli, sem hægt er að borða á göngu. Það eru þó flestir sem kjósa að hafa gott og næringarríkt nesti, sem hægt er aðsnæða írólegheit- um þegar menn taka sér hvíld á göngunni, fremur en að vera stanslaust að narta í eitthvað. Með heitri súpu (sem sett er í hitabrúsa) er ágætt að hafa smurt brauð, kalt kjöt, ávexti og græn- meti. Best er að hafa matinn til- búinn, brauðið smurt með áleggi á, svo að ekki þurfi að eyða tíma í að skera niður matinn, né heldur að hafa meðferðis áhöld til þess. Eftirfarandi er tilvalið í nestis- pakkann: Harðsoðin egg: Þau eru sett í álpappír eftir að skurnin hefur verið tekin af þeim og síðan stýfð úr hnefa. Tómatar, paprika og agúrka: Borðað eins og það kemur fyrir heilt, eða sneitt niður á brauð. Kaldur kjúklingur: Kjúk- Iingur, sem hefur verið grillaður eða steiktur er hlutaður og settur á álpappír. Borðaður með græn- metinu og kotasælusósu, sem gerð er úr kotasælu, sítrónusafa, tómatkrafti og söxuðum lauk. Hafið litla teskeið með til að borða sósuna úr. Þykkar sósur (t.d. frönsk sósa) er sóðalegri og ekki eins fastar í sér og kotasælan og því síður hentugar þegar ganga þarf með nestið á sér, þótt þær séu geymdar í lokuðum ílátum. Kalt hangikjöt, sviðasulta, skinka eða annað beinlaust kjöt er einnig ljúffengt og má t.d. rúlla skinku eða hangikjöti utan um aspas, næla saman með tann- stöngli og raða í plastbakka með loki. Lifrar- eða kindakæfa í dós getur verið ágæt, en betra er þó að smyrja henni á brauðið áður en lagt er af stað til að losna við umstangið. Ef þið hins vegar þurfið að smyrja á staðnum er best að hafa lítinn, beittan hníf, frekar en plasthnífapör, sem hvort eð er er ekki hægt að fleygja út í náttúruna. Góður hnífur flýtir fyrir þegar sneiða þarf mat við lélegar aðstæður. Á eftir er svo gott að fá sér ostbita og epli, banana eða vín- ber. Hér að framan hefur eingöngu verið rætt um kaldan mat og fljótandi heitan á hitabrúsa. Hafi veiðimaðurinn eða ferðalangur- inn möguleika á að kveikja sér eld í sprekum, gerbreytast mögu- leikarnir í mataræðinu. Þá er hægt að hita upp dósamat, tilbú- inn mat í álformi eða grilla sér pylsur. Og ef það er verið að veiða fisk, er ekkert vandamál að skella honum á eldinn. Hafið álpappír meðferðis til að pakka fiskinum í áður en hann er settur yfir eldinn, þá brennur hann ekki. Það er betra að hafa ekki mikið af óþarfa meðferðis þegar farið er í gönguferðir. Reynið að hafa aðeins þau matvæli sem nýtast til fulls, t.d. aðeins beinlaust kjöt og léttar og þægilegar umbúðir. Góður orkugjafi til að maula í gönguferðum er t.d. rúsínur og suðusúkkulaði. Gleymið ekki að ganga vel frá öllum matarleifum og umbúðum og munið að plast- umbúðir eyðast ekki úti í náttúrunni. Vinningar í Happaregni Dregið hefur verið um aðal- vinninga í „Happarcgni“, happa- drætti Slysavarnafélags íslands, þ.e. um 10 bifreiðar af gerðinni Fiat Uno 45/S og 22 myndbands- tæki af Nordmende gerð. Féllu vinningar á eftirtalin númcr: Fiat Uno 45/S: 42284 - 48468 - 48530 - 65232 - 72685 - 99739 - 112209 - 133207 - 134227 - 146946. Nordmende myndbandstæki: 1588 - 7610 - 8174 - 10219 - 17734 - 20599 - 26773 - 43449 - 43630 - 43694 - 50796 - 52612 - 72913 - 84616 - 94407 - 103904 - 104888 - 117692 - 140680 - 147150 - 148157 - 151966. Áöur hafa verið birt vinnings- númer fyrir 1000 vinninga, sem dregnir voru út 1. og 8. júní. Fimmtudagur 21. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Síríus þótt annað bregóist jmQ & Mrn Hreint súkkuladi fyrirsælkera

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.