Þjóðviljinn - 21.06.1984, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Qupperneq 14
mannlíf Fyrirdráttur í Héraðsvötnum Miklar göngur af sjóbirting og Ijósnál fylgdu áður ísaleysingum á Héraðsvötnum og með fyrirdrætti veiddust stundum mörg hundruð fiskar á dag, sumir 15 til 16 punda slápar. En núeru þessirveiðihættir aflagðir í Skagafirði Skórnir þola salt og bleytu, vegna sérstakrar meðhöndlunar leðursins. Ánanaustum Sími 28855 Ýmist höfðu menn þann hátt á aö draga fyrir á tveimur bátum eins og hér sést eöa úr einum bát og af landi eins og frá greinir í viðtalinu. um og mun vera sjóbleikja, og svo sjóbirtingurinn sem er urriði genginn úr sjó. Urriðinn var ævinlega yfirgnæfandi í aflanum. Eitt vorið fengum við á einum degi í fyrirdrætti um 170 silunga af ölium stærðum. Daginn eftir fluttum við okkur lengra fram í hérað og þar fengum við í einum drætti um 200 silunga. í öðrum drætti sama dag fengum við 137 silunga, og alla stóra, frá þetta fjórum og uppí tólf pund. Það kom fyrir að við fengum upp í 15 til 16 punda fiska en það var óal- gengt að fá slíka slápa. Þessi fiskur sem við fengum var að langmestu leyti nýrunninn sjó- birtingur, spegilgljáandi og alveg spikfeitur“. Viðburður að fá lax „í þessum afla var það við- burður að fá lax. Sennilega hefur hann gengið ennþá hraðar yfir, því hann fór þarna um, einsog má sjá af því að það veiddist töluvert af laxi fram í héraðinu. Það var merkilegt að yfir sumarið, eða raunar frá því mán- aðamótin apríl/maí virtist mjög lítill fiskur vera í Héraðsvötnun- um á svæðinu kringum Eyhildar- holt. Menn voru samt með lagnet til að fá smá bragð. Það var þó ekki nema reytingur sem fékkst. Ég man eftir að við vorum með 4 til 5 lagnet í Eyhildarholti yfir vorið og sumarið og vitjuðum um kvölds og morgna. Ætli við höf- um þá ekki verið með um 10 til 12 silunga á sólarhringinn, stundum minna en sjaldan meira. Og fyrir- drátturinn á þessum tíma gaf al- veg sáralítinn afla. Svo kom aftur önnur ganga á haustin og stundum var þá farið í fyrirdrátt, en með miklu minni árangri en á vorin. Menn töldu að fiskurinn væri þá á leið til sjávar og hann var ekki alveg eins vel útlítandi“. Reykt og saltað „En í kringum 1940 dró úr þessari veiði og síðar þvarr afli enn meir. Ætli það hafi ekki verið ofveiði. Fyrir utan fyrirdráttinn á bæjunurri þá drógu Sauðkræking- ar fyrir við Borgarsandinn og sópuðu silunginum upp. En nú er þetta ekki lengur leyfilegt, síðan að veiðifélag var stofnað um vatnasvæði Héraðsvatna. Eiginlega ekki neitt úr aflanum var selt. Það var margt í heimili, stundum 20 til 30 manns yfir háannatímann, sem þýddi að maður gat sparað sér fiskkaup. Að öðru leyti var aflinn saltaður og stærstu fiskarnir voru reyktir og þóttu mikið hnossgæti". -ÖS Sjóbirtingurinn er af enskum lávöröum kallaður konungur fisk- anna. Þeir taka hann framyfir lax- inn og telja þá íþrótt besta að draga sjóbirting á stöng. Um þennan ágæta fisk hafa verið skrifaðar merkar bækur erlendis, en hér á landi er tiltölulega lítið um hann vitað, rannsóknarátak hefur fyrst og fremst beinst að laxinum, enda hann nytjafiskur meiri. Ljósnál og stórir slápar „Þetta voru tvær tegundir sem við veiddum af silungi, Ijósnáiin sem við köllum svo í Skagafirðin- Svo virðist sem sjóbirtingurinn hafi áður fyrr verið töluvert al- gengari í íslenskum ám en um þessar mundir, megi marka frá- sagnir bænda og veiðimanna. Á sumum stöðum var hann veiddur bæði í lagnet og fyrirdráttur var líka notaður þegar sjóbirtinga- göngur fóru um. I Skagafirði var þannig dregið fyrir göngurnar sem fóru um HéraíJSvötnin þegar ísa leysti, og aftur á haustin þegar sjóbirtingurinn hélt á ný til sjávar að lokinni æxlun í ferskvatninu. Magnús H. Gíslason frá Frostastöðum í Skagafirði sem lesendum Þjóðviljans er að góðu kunnur stundaði fyrirdrátt í Hér- aðsvötnum áður fyrri og féllst fúslega á að gefa stutta lýsingu á þeim veiðiskap. Hér gera menn aö og hafa nóg viö eftir fyrirdrátt. Það var ekki amalegt aö geta dregið þá biörg í bú sem silungurinn er. Silungurinn fylgdi ísaleysingum „Ég ólst upp í Eyhildarholti sem er í rauninni þrjár eyjar í Héraðsvötnum. Frá því ég man eftir mér var dregið fyrir sjóbirt- ing bæði þar og á bæjunum í kring. Það var notuð varpa, eitthvað 18 til 20 faðmar á lengd og um tveggja faðma djúp. Yfir- leitt voru þrír menn við fyrir- dráttinn, einn réri smákænu og annar sat í skut og gaf vörpuna út og gætti þess að hún flæktist ekki. Þriðji maðurinn var svo í landi og hélt í svokallað landreipi. Veiðin byrjaði ævinlega um leið og ísa leysti, því það brást varla að þá komu göngur. Það gerði stundum fyrirdráttinn erf- iðari, að þá sátu oft ísjakar eftir á eyrunum, en þar drógum við vörpuna gjarnan á land. Veiðin stóð yfirleitt ekki meira en í viku, því silungurinn virtist renna framá mölina inní héraði, og ekki standa við útá sandinum hjá okk- ur nema stutta stund. Og þetta var oftast ekki nema ein mikil ganga, þó kom fyrir að þær voru tvær“. Efnið og munstriö í sólanum eru bylting í framleiðslu á sígl- ingaskóm. BROGA skór fyrir siglingamenn Verö: 1.360 kr. Stærðir: 38—45 Litir: hvítt blátt brúnt 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.