Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 8
L4NDID sig svo sjálft að það er allt annað að kenna þetta fag þegar dýrin eru hér á staðnum. Námskeið - Nú var haldið hér í vetur námskeið í loðdýrarækt. Hvernig var það sótt? - Já, það var haldið nám- skeið hér seinnipartinn í vetur og stóð það í fjóra daga. Það var vel sótt þegar þess er gætt að færð var þá mjög slæm og ferðaveður illt. Þetta var lokað námskeið, aðal- lega hugsað fyrir leiðbeinendur í loðdýrarækt. Þátttakendur voru víðsvegar af landinu. - Hvað álfturðu um árangur- inn? - Ég held að þátttakendur í námskeiðinu telji sig hafa haft af því töluvert gagn. En þetta var tilraun, sem kannski er eftir að sjá hvernig kemur út. - Finnst þér gaman að um- gangast loðdýrin? - Já, mér finnst þetta skemmtilegt starf, annars mundi ég heldur ekki vera að fást við það. Loðdýrin eru viðkvæmar skepnur, en það er hægt að venja þau við allt eins og önnur dýr. Sérstaklega eru þau viðkvæm og vandmeðfarin um gottímann. Mér finnst líka mjög gaman að kenna og maður lærir sjálfur mikið á því, segir Álfheiður frá Álfgeirsvöllum. Við látum það vera lokaorðin. -mhg Stuðlahjónín Sigurbjörg Halldórsdóttir og Bóas A. Bóasson ásamt börn- um sínum. Myndin er tekin fyrir 90 árum en á hana vantar frú Guðrúnu Brunborg. Á myndinni eru f.v. Kristrún, Valdór, Hallgrímur, Jón, Sigur- björg, Eðvald, Hildur, Pétur, Jónas, Bóas, og Gunnar sonur hans. Ættarmót Kynningarhátíð Stuðlaættar Ættmenni og venslafólk Bóasar-œttar frá Stuðlum í Reykjarfirði ákveða að hittast fyrir austan dagana 6. -8. júlí ísumardaganaó. til 8. júlíhafa ættmenni og venslafólk Bóasar- ættina frá Stuðlum í Reyðarfirði ákveðið að hittast á nokkurskon- ar kynningarhátíð fyrir austan. Það mun vera yfir eittþúsund af- komendur frá þeim Stuðlahjórf-' um svo ættarmótið getur orðið fjölmennt þó börn þeirra séu nú öil látin. Dagskrá ættarmótsins er í aðal- atriðum ákveðin er hér skal greina: Á föstudag koma móts- gestir að Hallormsstað og munu flestir þeirra tjalda á afmörkuðu svæði í hinni vinsælu Atlavík. Nokkrir geta fengið pláss á Eddu- Hóteli staðarins en um það þarf mótsnefnd að fá að vita nú þegar. Að kvöldi er ætlast til að sem flestir mæti í setustofu hótelsins til skrafs og kynningar. Á laugardag 7. júlí verður aðal hátíðin. Gert er ráð fyrir að gestir mæti í og við Búðareyrarkirkju kl. 10.30 f.h. og sóknarpresturinn Davíð Baldursson flytji þar helgi- stund. Að þeirri athöfn lokinni verður haldið inná ættarsetrið Stuðla sem nú er í eigu Fjólu Gunnars- dóttur - Bóassonar. Þar er gert ráð fyrir að matast úti ef veður leyfir. Grill-aðstaða verður á staðnum en annars snæðir hver af sínu nesti. Þá verður staðurinn skoðaður og það fagra umhverfi sem hann hefur uppá að bjóða. Farið verður í leiki, rabbað saman og gengið um áður en Guðrún Brunborg. Hana þekkja margir fyrr hennar merku störf í þágu tslenskra námsmanna. M.a. eru íslensku stúdentagarðarnir í Osló fyrst og fremst hennar verk en þeir voru byggðir fyrir söfnun- arfé er hún aflaði með kvikmynda- sýningum hér á landi og að nokkru leyti í Noregi. haldið verður til Egilsstaða en ætlunin er að hafa hátíðarkvöld- verð í Valaskjálf fyrir þá sem þess óska. Barnfóstra verður til að líta eftir krökkum á tjaldstaðnum í Atlavík. Reiknað er með að á mótinu verði 5 eða 600 manns en ætlunin er á næstunni að gefa út nýja ætt- bók en í nú eru 10 ár síðan Inger Helena Bóasson gaf út bókina „Ættin mín - Stuðlar í Reyðar- firði“. -GFr Nýr aðstoðar- forstjóri Þorsteinn Tómasson, plöntu- erfðafræðingur, hefur nú verið ráðinn aðstoðarforstjóri Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins frá 1. jan. sl. að telja. Gildir ráðn- ing Þorsteins til tveggja ára. Foreldrar Þorsteins eru frú Kerstin Tryggvason og Tómas heitinn Tryggvason, jarðfræðing- ur. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965, B.Sc. Agr. Hon.-prófi frá háskólanum í Aberdeen í Skotlandi árið 1970 og var skip- aður sérfræðingur við Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins 1971. Þorsteinn hefur einkum fengist við erfðarannsóknir á grösum og korni og kynbætt nýja stofna og afbrigði, en jafnframt unnið að fræræktarmálum. Samhliða því hefur hann stundað nám í plöntu- erfðafræði við erfðarannsóknar- stofnun landbúnaðarháskólans í Uppsölum í Svíþjóð og unnið að verkefnum í tengslum við þá stofnun. - mhg. Þorsteinn Tómasson. Húsavík Prjónastofan Prýði hf. Rekstrarhagnaður 2,5 milj. kr. Prjónastofan Prýði hf. á Húsa- vík seldi vörur fyrir 9,7 milj. kr. á sl. ári. Rekstrarhagnaður varð 2,5 milj. en að frádregnum sköttum og ýmsum kostnaðarlið- um varð hagnaðurinn 1,9 milj. kr. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi fyrirtækisins. Eigið fé Prýði hf. er nú um 5 milj. kr. Fyrirtækið greiddi starfsfólki 30% bónus tvisvar á árinu og svo hefur einnig verið gert undanfarin ár. Auk þess greiðir það hluthöfum 10% arð. Langtímaskuldir eru engar. Framtíðarhorfur eru góðar því ekki hafa áður legið fyrir jafn miklar pantanir á framleiðslu- vörum Prýði hf. Það hefur mjög auðveldað reksturinn að fjár- magnskostnaður hefur verið Iít- ill, húsnæði t.d. mjög ódýrt, en það hefur nú verið keypt. Enn stuðlar það að góðum rekstri að Prýði hefur miklu prýðifólki á að skipa. - mhg. Vestmannaeyjar: Stýrimanna- skólanum slitið 23 nemendur stunduðu þar nám Tuttugu og þrír nemendur stunduðu nám við Stýrimanna- skólann í Vestmannaeyjum sl. vetur, 12 á fyrsta stigi og 11 á öðru stigi. Hæstu einkunn á fyrsta stigi hlaut Roland Bucholtz frá Grindavík, 9,13. ÞáÓlafurÞ. Ól- afsson frá Vestmannaeyjum, 8,63, og þriðji varð Olgeir Sig- urðsson frá Húsavík með 8,53. Á öðru stigi varð Sigurgeir Péturs- son frá Vopnafirði hæstur með 9,40. Annar Sigurgeir Jónsson, Vestmannaeyjum, 9,10, en hann kenndi jafnframt við skólann. Þriðji varð Einar Sigfússon Vestmannaeyjum, 8,88. Verð- laun Sigurðar Einarssonar hlaut Sigurgeir Pétursson. Hann hlaut einnig verðlaun Oddgeirshóla- hjóna ásamt Sigurbirni Xrnasyni. Við skólaslitin minntist skóla- stjórinn, Friðrik Ásmundsson, tveggja fyrrverandi nemenda skólans, sem látist höfðu á árinu, svo og hins einstæða afreks Guð- laugs Friðþórssonar, er Hellisey fórst. Friðrik skólastjóri hvatti nemendur til þess að sýna ávallt ýtrustu gætni í sjóferðum, fylgj- ast vel með öllum öryggistækjum og gæta þess jafnan, að skip þeirra væri sem allra best útbúið. Skólastjóri afhenti, fyrir hönd skólans, Markúsi B. Þorgeirs- syni, björgunarnetahönnuði, ál- etraða mynd sem viðurkenningu fyrir störf hans að björgunar- málum sjómanna. Að ‘skólaslitum loknum sáu Eykyndilskonur um kaffiveiting- ar. - mhg. Húsavík Iðnþróunarfélag stofnað Stofnfélagar eru einstaklingar fyrirtœki og félagasamtök Aður hefur verið frá því skýrt hér í blaðinu að til tals hefði kom- ið að stofna iðnþróunarfélag á Húsavík. Af því hefur nú orðið. Um tilgang félagsins segir svo í lögum þess að það vilji „...efla samheldni meðal þeirra, sem áhuga hafa á atvinnumálum á Húsavík. Að styðja framtak ein- staklinga og fyrirtækja, sem efla vilja atvinnu á Húsavík. Að vera leitandi og hvetjandi varðandi ný atvinnutækifæri og nýiðnað“. Félagið mun leitast við að ná þessum markmiðum með því m.a. „...að aðstoða þau fyrir- tæki, sem fyrir eru með endur- skipulagningu og hagræðingu og ennfremur með því að eiga og miðla til félagsmanna upplýsing- um um atvinnumál og iðnað eftir því sem tök eru á og vera tengilið- ur við stofnanir og sjóði“. Stofnfélagar eru 31, einstak- lingar, fyrirtæki og félagasamtök. Stofnfélagaskrá verður opin til aðalfundar í okt. nk. Aðildarfé- lög leggja til rekstrarfé og fer upphæðin eftir tölu starfsmanna, en fer stiglækkandi eftir því sem starfsmenn eru fleiri. Stjórn Iðnþróunarfélags Húsa- víkur skipa: Guðjón Halldórs- son, formaður, Helgi Vigfússon, Jón Þorgrímsson, Tryggvi Finns- son og Þórður Haraldsson. í varastjóm eru: Árni Björn Þor- valdsson, Haukur Ákason og Hreiðar Karlsson. -mhg 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.