Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 17
FRÉTTASKÝRING -skoriöá báða bóga Sjálfstœðisfólk talar um „nýjastefnuu í menntamálum íkjölfar ráðherradóms Ragnhildar Helgadóttur. En séu verk hennar skoðuð kem ur í Ijós aðþeimmálýsameð tveimur orðum: niðurskurður og afturför Liðsoddar Sjálfstæðisflokks- ins klifa á því um þessar mundir að með Ragnhildi Helgadóttur hafi ný stefna í menntamálum verið leidd til hásætis. Það er rétt. Hins vegar er það mikil rang- færsla að staðhæfa aö hin nýja ragnhildarlína beri með sér hressileika, nýbreytni eða „frísk- an andblæ" einsog formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það á dögunum. Staðreyndin er einfaldlega sú, að það sem okkur hefur fram til þessa birst af hinni nýju stefnu er þess eðlis að segja má að hún kristallist í einu orði: afturför. í rauninni er sama hvar borið er niður - merkin eftir kuta Ragnhildar eru hvarvetna. Auðvelt er að benda á gott dæmi um hvernig tillitsleysi ráðherrans kann að leika suma smáfugla menntakerfisins með því að taka dreifbýlisskóla: Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um að menntamálaráðu- neytið hyggist minnka þátttöku sína í kostnaði við skólahald og velta því yfir á sveitarfélög. Orð- rómurinn var nægilega sterkur til að Kennaraþingið sem haldið var fyrir nokkrum vikum sá ástæðu til að samþykkja harðorða ályktun gegn slíkum breytingum. I við- tölum við fulltrúa á þinginu sem voru utan af landi kom í ljós að þær breytingar sem höfðu verið reifaðar, eða voru fram komnar á einhverjum stigum menntamála- ráðuneytisins sem tillögur, voru meðal annars þessar: 1. Kostnað við gæslu á heima- vistum verði velt yfir á sveitarfé- lögin. Dreifbýlisskólum ógnað 2. Sveitarfélögin myndu einnig taka á sig kostnað af skólabryt- um. 3. Heimanakstur í sveitum yrði að fullu á kostnað sveitarfélaga. 4. Jafnframt kom fram sú hug- mynd í hinni alræmdu skýrslu, sem gerð var á vegum menntamálaráðuneytisins um Námsgagnastofnun, að kostnað- ur við námsbækur og námsgögn verði í auknum mæli færður yfir á sveitarfélögin. Aukið misrétti Ekki hefur enn verið tekin fullnaðarákvörðun um þessar breytingar, en þess má geta að í fróðlegu viðtali DV við Ragn- hildi Helgadóttur í síðustu viku neitar hún því ekki að hún fyrir- hugi að færa skólakostnað í auknum mæli yfir á sveitarfélög. Ljóst er að allar breytingar í þessa veru myndu koma þungt niður á skólum í smærri sveitarfé- lögum. Skólamenn sem Þjóðvilj- inn ræddi málið við voru flestir þeirrar skoðunar að lítil sveitarfélög gætu einfaldlega ekki staðið undir nýjum fjár- kvöðum og afleiðingin yrði sú, að dregið yrði úr skólahaldi í dreifbýli - og þarmeð aukið enn á misréttið milli nemenda í dreifbýli og þéttbýli. Endurmenntunar- námskeiðum fækkað Meðferðin á endurmenntunar- námskeiðum Kennaraháskólans er gott dæmi um hinn „ferska andblæ" sem Morgunblaðinu verður svo skeggrætt um að fylgi í kjölfar ragnhildarlínunnar. Endurmenntunarnámskeiðin hafa verið haldin um margra ára skeið að sumarlagi og notið mik- illa vinsælda hjá kennurum, sem nota þau til að kynnast nýjungum í kennsluháttum og komast inn í leyndardóma nýrra fræða. Að sögn Rósu Bjarkar Þor- bjarnardóttur, endurmenntunar- stjóra Kennaraháskólans, voru 25 námskeið haldin í fyrra. Á þessu ári verða hins vegar ekki haldin nema 18 námskeið þareð menntamálaráðuneytið skar nið- ur fjárveitingu til þeirra. Sem dæmi um vinsældir nám- skeiðanna má nefna að svo mikill fjöldi fólks sótti í sum þeirra að nauðsynlegt reyndist að vísa sumum frá. Á næsta ári fyrirhug- aði KHÍ að fjölga námskeiðunum upp í 35, en það er að sjálfsögðu í mikilli óvissu nú, sökum hinnar nýju ragnhildarlínu. Tónlist - forréttindi hinna ríku? Ríki hefur fram til þessa séð um að greiða helminginn af launakostnaði við tónlistar- skólana í landinu, en hinn helm- ingurinn hefur komið úr vösum sveitarfélaganna og kennslu- gjalda. Nú eru uppi hugmyndir um að ríkið kippi að sér hendinni og hætti að greiða sinn helming. Þessar hugmyndir eru komnar á svo alvarlegt stig, að fyrir skömmu sá borgarhagfræðingur, Eggert Jónsson, sig tilneyddan til að fara á milli tónlistarskólanna í Reykjavík til að lýsa því yfir að Reykjavíkurborg teldi sig ekki hafa heimild til að auka greiðslur sínar umfram helmingshlutann. En sú upphæð nemur nú 15.2' miljónum króna fyrir Reykjavík. Þetta þýðir einfaldlega að tón- listarskólar í Reykjavík myndu þurfa að finna einhvers staðar annars staðar sömu upphæð. f viðtölum við tvo starfsmenn slíkra skóla í Reykjavík kom fram að þetta yrði ekki unnt að gera nema með tvennu móti: - stórhækka skólagjöld, -draga saman seglin í skólahaldi. Báðir eru kostirnir slæmir og myndu að sjálfsögðu fyrst og fremst bitna á bömum hinna efnaminni. Yrðu þessar hug- myndir að veruleika er jafnframt talið að þær myndu marka grafar- stæðið fyrir marga smærri tón- listarskóla útum land. í þessu tilefni má minna á að næsta ár, 1985, mun verða ár tónlistarinnar í Evrópu. Sjúkur lánasjóður Ragnhildarlínan birtist þó að líkindum einna gleggst í því hvernig hún hefur í ráðherratíð sinni komið árum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna fyrir borð. Til dæmis er nú sýnt, að miðað við þær fjárveitingar sem menntamálaráðuneytið hefur tryggt Lánasjóðnum verður ekki unnt að veita nema 60 prósent af reiknaðri fjárþörf námsmanna í lán. Þetta hefur stjórn sjóðsins tilkynnt Ragnhildi. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hins vegar oftar en einu sinni lýst stuðningi sínum við að lán séu veitt 100 prósent, á þeim grundvelli að með því sé verið að stuðla að jafnrétti til náms. Ragnhildur á því undir högg að sækja í flokknum fyrir vikið, og vill auk heldur ógjarnan hljóta þau eftirmæli að hafa í ráð- herratíð sinni lagt Lánasjóð ís- lenskra námsmanna í rúst. Þess vegna íhugar hún nú að breyta reglum sjóðsins á þann veg að taka fyrir lán til ýmissa hópa sem nú njóta aðstoðar hans, og nota féð sem sparast til að hækka lánsprósentuna hjá hinum. Þjóðviljinn hefur þannig heim- ildir fyrir því að um þessar mund- ir séu einkum tvö atriði sem hún og ráðgjafar hennar velti fyrir sér. Þau eru: 1. Útiloka fyrsta árs nema í há- skólum frá lánum, en þeir hafa til þess fengið víxillán, sem síðan hafa breyst í föst námslán þegar sýnt er að þeir stunda nám sitt með eðlilegum hætti. 2. Skera niður lán til skóla- gjalda námsmanna erlendis, einkum þeirra sem nema við skóla eða í löndum þar sem skóla- gjöld eru há. Að sjálfsögðu er ljóst að náms- menn munu hvorugum kostinum una, enda munu báðir stuðla að auknu misrétti milli barna frá efnaheimilum og hinna. Hvert sem litið er blasir við hið sama í menntakerfinu: niður- skurður. Lánasjóður, skóla- rannsóknadeild, endurmenntun kennara, Námsgagnastofnun, tónlistarfræðsla - dæmin tala skýru máli. Og engum ætti lengur að blandast hugur um hver er hin nýja ragnhildarlína í menntamál- um. Flmmtudagur 21. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.