Þjóðviljinn - 21.06.1984, Page 24

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Page 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. 21. júní 1984 136. tölublað 49. árgangur Siglingar Knörr til Islands Norskur sœgarpur er lagður af stað í hnattferð á knerri sem er nákvœm eftirlíking af kaupskipi frá víkingatímanum. Lagði af stað 17. júní og mun hafa viðkomu hér. Það var 17. júní sl. sem siglinga- maðurinn og norðurheim- skautsfarinn Ragnar Thorset lagði af stað í hnattferð sína á skipi sínu Saga Siglar, sem er ná- kvæm eftirlíking kaupskipa frá vfldngatíð. Er skipið smíðað eftir víkingaknerri sem fannst fyrir nokkrum árum á botni Hróars- keldufjarðar í Danmörku. í áætlun þessarar stórmerku ferðar er gert ráð fyrir því að sigla til Ameríku með viðkomu í Fær- eyjum, á íslandi og í Grænlandi. Þaðan er haldið til Labrador og Nýfundnalands og síðan eftir ám og vötnum til Kanada og Banda- ríkjanna allt suður til Mexíkó- flóa. Knörrinn heldur síðan í gegnum Panamaskurðinn úr á Kyrrahaf og siglt sem leið liggur til Ástralíu og þaðan upp Ind- landshaf, gegnum Súesskurð og inn á Miðjarðarhaf. Þá liggur leiðin í gegnum ár og skipaskurði Frakklands, komið við í Hollandi og Belgíu og haldið til Álasunds þar sem ferðin endar sumarið 1986. Ragnar Thorset mun m.a. ætla að sanna með þessu siglinga- afreki að hinir gömlu knerrir vík- inganna hafi verið afburða sjó- skip og góðir siglarar. Ætlunin er að taka fjórar kvikmyndir í ferð- inni auk þess sem reiknað er með að nokkrar bækur verði um hana skrifaðar. Á Saga Siglar er 8 manna áhöfn, þar af tveir drengir 9 og 11 ára. Þá var ákveðið að ein norsk kona yrði með í för. Áhöfnin er norsk utan einn Bandaríkjamað- ur og tveir Danir. Skipasmiðurinn Sigurd Björkedal í Björkedalen á Sunn- mæri lauk við smíði knerrisins á sl. ári. -J.J.E. Kúld Knörrinn Saga á reynslusiglingu skömmu áður en hann lagöi upp í ferðina til fslands og áfram um- hverfis hnöttinn. Ragnar Thorset, hinn frækni sigl- ingamaður og ferðagarpur. Uppsögn Brynjar fær greiddan frestinn „Mál þetta hefur verið leyst með samkomulagi milii Brynjars Jónssonar og Hafskips“, sagði Skúli Thoroddsen lögfræðingur, aðspurður um hvað liði máli Brynjars Jónssonar verkamanns, er fyrirvaralaust var vikið frá störfum sínum hjá Hafskip, en Brynjar hafði starfað þar í 5 ár og var trúnaðarmaður Dagsbrúnar. Að sögn Skúla Thoroddsen var Brynjari sagt upp vegna þess að hann var með bjórkassa á vinnu- svæði Hafskips og taldi Hafskip uppsögnina réttmæta og Brynjar ætti því ekki rétt á uppsagnar- fresti. Samkomulag hefur nú orð- ið milli Brynjars og Hafskips. Hafskip greiðir Brynjari sem svarar þriggja mánaða launum með eftirvinnu og orlofi. Aðspurður um, hvort þetta væri viðunandi lausn fyrir Brynj- ar, sagði Skúli Thoroddsen, að dómstólar hafi dæmt þannig í svipuðum málum, að menn eigi rétt á bótum sem svari uppsagn- arfresti. „Hins vegar hefur það aldrei gerst hér á landi, að menn hafi verið dæmdir inn í störf sín aftur“, sagði Skúli. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta mál í blöðum. Janus Guðlaugsson Vinnum ekki án marka ísland beið lægri hlut gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gœrkvöldi „Gamla lögmálið er ailtaf í fullu gildi, ef mörk eru ekki skoruð, vinnum við ekki leiki. Við fengum nokkur ágæt mark- tækifæri sem ekki voru nýtt, mark hefði lyft okkur upp og við verðskulduðum allt annað en tap í þessum leik“, sagði Janus Guð- laugsson fyrirliði íslenska land- liðsins í knattspyrnu er Þjóðvilj- inn ræddi við hann eftir 0-1 ósigur gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. „Annars er ég ánægðastur með baráttuna í liðinu, menn héldu haus og gáfust aldrei upp. Þó kom kafli í seinni hálfleik þar sem við duttum dálítið niður og þegar markið kom var ekki nægileg ein- beiting fyrir hendi“, sagði Janus, sem var besti leikmaður íslenska liðsins í gærkvöldi. Slgurður Grétarson snýr á norskan varnarmann í landsleiknum í gærkvöldi. Mynd: -eik Sjá bls. 23 Akureyri Húsmóðurstarf metið að verðleikum Bœjarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins: Píp og húmbúkk! Afundi bæjarstjórnar Akur- eyrar i fyrradag var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Bæj- arstjórn Akureyrar samþykkir að frá og með 19. júní 1984 skuli starfsreynsla húsmóður í 2 ár eða meira metin til starfsaldurshækk- unnar í allt að 4 ár við nýráðning- ar hjá Akureyrarbæ. Bæjar- stjórn felur kjaranefnd að móta nánari tillögur í þessu máli og leggja fyrir bæjarráð“. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá, en Jón Sólnes greiddi einn atkvæði á móti. Sólnes kall- aði tillöguna „eitt af píp-málefn- um Kvennaframboðsins“, húmbúkk-mál sem það kastaði fram í áróðursskyni til að vinna gegn sídvínandi fylgi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar Val- gerður Bjarnadóttir taldi hins vegar ummæli Jóns „píp sem ekki væri svaravert“. Flutningsmenn tillögunnar voru þau Valgerður Bjarnadótt- ir, Sigfríður Þorsteinsdóttir frá Kvennaframboðinu, Helgi Guð- mundsson, Alþýðubandalaginu, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Framsóknarflokki, Bergljót Rafnar, Sjálfstæðisflokki, og Jór- unn Sæmundsdóttir, Álþýðu- flokki. þ.á.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.