Þjóðviljinn - 21.06.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Síða 10
mannlíf Ljúffengar ÍAMLOKUR 46999 tilvaldar í nestispakkann Nú er rétti tíminn til að kaupa hina frábæru kanóa og 9—10 feta vatnabáta frá okkur sem njóta allir síaukinna vinsælda hjá ungum sem öldnum. Einnig framleiðum við 5 tonna fiskibáta sem reynst hafa mjög vel við íslenskar aðstæður. Hringið í síma okkar, 77588, og þið fáið nánari upplýsingar. J)lastgerðin s. f. |q. Smtjvnql 6 2. i m j líhh.Lp J9 Laus staða lyfjafræðings Viö Lyfjaeftirlit ríkisins er laust hálft starf lyfj- afræðings. Er gert ráð fyrir að hann starfi jafnframt í hálfri stöðu hjá lyfjaverðlagsnefnd. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir um ofangreinda stöðu sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 19. júlí nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. júní 1984 VEIÐIMENN Út er komið Vötn og ueiði, 5. árgangur. Getið er vatna á Suður- og Vesturlandi frá Rangárþingi til Snæfellsness, legu þeirra, stærðar, hæðar yfir sjávarmáli, mesta dýpis, fisktegunda, sölustaða veiðileyfa, vega- og vegalengda, aðstöðu við vötn- in o.f. Ritiðfæst ásamtfyrri árgöngum í bókabúð- um og á skrifstofum Landssambands veiðifélaga, Bolholti 6, sími 15528. Sent í póstkröfu hvert á land sem er. Bræðurnir Arnar Helgason (t.h.) og Gísli. Systir þeirra er Guðrún þingmaður Aiþýðubandalagsins en hvort hún er eins flínk að hnýta fiugur og Arnar er talið óvíst, enda pilturinn veiðikló og fluguhnýtir með afbrigðum. Myndina tók Sigurður V. Skarphéðinsson í veiðiferð í Hlíðarvatn fyrr á sumrinu. Hlíðarvatn er stútfullt af bleikju og þar má oft slíta upp dágóða veiði gera nema nota bara gömlu að- ferðina og prófa allt heila gallerí- ið sem er í fluguboxinu, þangað til maður finnur einhverja sem dugar. Því hann tekur helvískur ef honum er boðin rétt fluga, það hef ég margreynt.“ Og Arnar segir frá því, að oftar en einu sinni hafi hann þannig hitt á flugu sem náði að kosta slatta af vænum fiskum lífið á nokkrum mínútum, „þeir taka þá stundum nokkrir í röð á skömmum tíma og svo er það búið“. Púpur og kornáta „Mér hefur gengið best með svartar púpur, svona númer 12 til 14 og uppí 16. Þá eru þær bara orðnar svo helvíti smáar að menn verða að vera fráneygir til að geta hnýtt. Og stöku sinnum hef ég fengið nokkra í röð á æpandi græna púpu. Það mun vera eftir- líking af kornátu sem stundum er í vatninu og fiskurinn étur“. Að sögn Arnars byrjar veiðin á vorin og síðan er veitt til sept- emberloka. Fyrriparturinn, maí og júní, er oft góður, síðan á miðsumarið til að detta út að sögn hans, en september getur orðið góður þegar hrygningar- göngurnar eru komnar af stað í vatninu. Þá er hins vegar oft happdrætti með veðrið", segir Amar. Þess má að lokum geta að Hlíð- arvatn hefur rennsli til sjávar gegnum Vogsósa, það er mjög grunnt vatn, mesta dýpi er til dæmis ekki nema 5 metrar. Krís- uvíkurvegur liggur norðan við vatnið og eftir honum eru 60 kfl- veiðifélagi Hafnarfjarðar, en oft ómetrar frá Reykjavík í Selvog er erfitt að fá þau þar sem vatnið en 75 km ef Þrengslin eru farin. er í höndum tveggja veiðifélaga. Veiðileyfi eru seld hjá Stang- -OS Slgurður V. Skarphéðinsson með sæmilega bleikju úr Hlíðarvatní. Sú lét líflft fyrr á þessu sumri. Ljósm. Arnar Helgason. Nýtt tímarit S --------- A veiðum Ólafur Jóhannesson ritstjóri hlns nýja tímarlts um veiðar. Nýtt tímarit um veiðiskap er nú að hefja göngu sína. Tímaritið ber heitið „Á veiðum“ og er það gefið út af útgáfufyrirtækinu Frjálsu framtaki hf. í samvinnu við tvö áhugamannafélög um veiðiskap: Ármenn og Skot- veiðifélag íslands. Ritstjóri tíma- ritsins er Ólafur Jóhannsson sem m.a. ritaði um stangveiði í Morg- unblaðið um nokkurra ára skeið. Tímaritið „Á veiðum" mun fjalla almennt um veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði en í fyrsta tölublaðinu sem koma mun út um miðian júní verður þó einkum fjallað um stangveiði, enda er nú „vertíð" stangveiði- manna að hefjast. Lögð verður áhersla á fjölbreytt efni í blaðinu, bæði til fróðleiks og skemmtunar og tímaritið verður mjög mynd- skreytt m.a. með litmyndum. Tímaritið „Á veiðum“ verður um 100 blaðsíður að stærð og verður fyrsta tölublaðinu dreift til flest allra veiðimanna sem fé- lagsbundnir eru í einhverjum fé- lögum stang- eða skotveiði- manna, en talið er að fjöldi þeirra sé nú um 5000. Tímaritið verður einnig selt í lausasölu. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.