Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 21
U-SIÐAN ■ H iMfí' ' f m „Rudeboys" frá Kópavogi, Lúlli, Finnur, Baldur, Týri og Þráinn (Páfinn). Finnur í „Rudeboys“ frá Kópavogi lýsir unglinga- hljómsveita- bransanum svo lélegt að koma á hljómleika, þegar pönkið var sem vinsælast var alltaf troðfullt á öllum hljóm- leikum, nú mega hljómsveitir þakka ef það er klappað. Fólk situr bara og glápir, tekur engan þátt í þessu. Mig langar að koma því á framfæri að það voru ekki Utangarðsmenn sem brutu ísinn í tónlist hér á íslandi heldur Fræbbblarnir. Þetta hefur verið útbreiddur misskilningur. Eruð þið þá ekki með pönk- músik? Nei, við erum rokkhljómsveit. Við Týri söngvari semjum alla textana og ég hef samið öll lögin. Textarnir eru yfirleitt allir á ensku, þó eru þeir stundum brotnir upp með íslenskum setn- ingum eða orðum. Hvað er svo framundan? Við erum að æfa nýtt hljóm- leikaprógramm og langar að koma fram einhvers staðar í Reykjavík. Stundum fáum við al- veg nóg af þessu og förum eitthvert út úr bænum, fórum síð- Meira gaman að spila úti á landi Hvar aefið þið? Við æfum í Digranesskóla. Það er alveg æðislega góð aðstaða þar, öruggiega sú besta sem völ er á hér í Kópavogi. Það er mjög þægilegt að geta skilið hljóðfærin eftir þar milli æfinga, en þurfa ekki að þvælast með þau út um allt. Við getum líka æft hvenær sem er sólarhringsins, þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að Skóladagheimili skemmtir sér 3 Krakkarnir á skóladagheimili Austurbæjarskóla í Reykjavík slettu hressilega úr klaufunum fyrir skömmu og fögnuðu skóla- lokum og vorinu með foreldrum og kennurum. Þar var að sjálfsögðu glatt á hjalla og gott meðlæti borið fram með kaffinu, sem foreldrar og starfsfólk sáu um að töfra fram. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu voru gerð skil, en sjálfsagt hafa leifarnar verið litlar. Krakkarnir höfðu æft ýmis skemmtiatriði og þar á meðal var tískusýning, „Bakkabræður" og leikrit. Hlutu þau gott lof fýrir. En rúsínan var þó eftir. Þegar skemmtiatriðin á dagskránni voru uppurin voru allir foreldrar skikkaðir upp á svið og fengu þeir 10 mínútur til að æfa og sviðsetja leikritið „Mjallhvít og dvergarnir sjö“. Það varð að vonum mikill handagangur í öskjunni en tókst þó vonum framar og hlutu for- eldrar mikið klapp. Foreldrar og starfsfólk lögðu tll bakkelslö og eins og sjá má á myndinni hlaut það góðar viðtökur! Fimmtudagur 21. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 halda vöku fyrir fólki, eða eiga von á kvörtunum. Hvar hafið þið komið fram? Mest í félagsmiðstöðinni Agn- arögn í Kópavogi. Einu sinni æfð- um við líka dansprógramm og spiluðum fyrir dansi á Flúðum. Það er ekki hægt að líkja því sam- an hvað er miklu skemmtilegra að spila fyrir fólk úti á landi. Þarna á Flúðum byrjuðum við með okkar dansprógramm, tókum síðan sveitaballalög svona eins og Kokkinn og Garúnu. Fólk tók undir, söng og dansaði og stappaði, það var ofsalega gam- an. Það er bara svo erfitt að finna staði til að spila á, maður veit ekkert hvert maður á að snúa sér. Svo er þetta líka mjög illa borg- að, bara fyrir kostnaði og sendi- bíl. Við höfum verið að koma upp músikprógrammi sem allir geta dansað við, en ein- hvernveginn eru kröfurnar allt í einu orðnar svo miklar. Það er ekki langt síðan fólk gat látið bjóða sér áð dansa eftir „Sjálfs- fróun“ en nú eru allt í einu gerðar ofsa kröfur. Hvað með hljómleika? Það er nú sama sagan þar, eng- inn peningur. En við gerum samt mest af því nú orðið. Fólk er bara ast í Heiðmörk. Tökum með okk- ur hljóðfæri, dettum í það og syngjum af lífs og sálar kröftum. Bara einhvers staðar þar sem við sjáum ekki borgina. Okkur langar líka mikið til að taka eitt lag á vfdeóspólu og fá birt í sjónvarpinu, þú veist með allskonar skemmtilegum leikat- riðum sem eiga við músikina, þetta gæti orðið voða gaman. En þetta sjónvarp er svo hundleiðin- legt, ekkert hægt að gera. Það er bara fyrir gamalmenni. Annars stofnuðum við klúbb í kringum hljómsveitina, þú veist svona „fan“-klúbb, en urðum svo að reka gjaldkerann, því hann dró sér fé og keypti tvo kassa af Svala, hugsaðu þér, Svala. Ann- ars er góður „húmor“ í hljóm- sveitinni. Nú látum við okkur dreyma um að fara í tjaldútilegu til Húsavíkur og spila úti. Gerir þú eitthvað annað en að spila í hljómsveit? Já, ég var í skóla í vetur en hætti því svo og er nú að vinna við að moka skftog tínasveppi. Hinir hljómsveitarmeðlimirnir eru allir í skóla. Ég ætla hinsvegar að reyna að komast eitthvert út til að læra svepparækt. Helst til Kan- adá. ss. Vinsældalistinn 3 RáS II vikuna 15.-21. júní 1984 1. (1) Wakemeupbeforeyougogo.Wham 2. (3) The Reflex............Duran Duran 3. (2)Footloose............KennyLoggins 4. (-) Time after time......CyndiLauper 5. (9) I feel like Buddy Holly.Alvin Stardust 6. (4) Holding out for a hero.BonnieTyler 7. (7) Break dance party...Break Machine 8. (6) I want to break free........Queen 9. (5) Let’s hear it for the boy . DenieceWilliams 10. (-) Self control........Laura Branigan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.