Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 15
mannlíf Hjátrú og siðvenjur Það er ekki sama hvernig menn standa að veiðiskap. Varast ber að styggja guðina, heldur tryggja sér aðstoð þeirra til að hljóta góða veiði Ef að er gáð þá eimir enn í dag mikið eftir af forlagatrú fyrri alda þegar veiðar og siðvenjur veiði- manna eru annars vegar. Hér á eftir verður getið nokkurra helstu siðvenja og hjátrúar sem fylgt hafa stangaveiði að fornu og nýju. lega ánægður. Þetta stóð ekki í sambandi við einhverja mikil- mennsku heldur það að guðunum voru ætíð færður ákveðinn hluti af veiðinni í fórn. Ef menn voru að miklast var hætta á því að guð- irnir teldu sig hlunnfarna og þá var voðinn vís. Teikna bráðina Eins og sjá má af hellaristum forfeðra okkar er myndefnið oft á tíðum sótt í þau ýmsu dýr sem menn veiddu sér til matar. Þó mest beri á skógar- og sléttudýr- um er einnig víða að finna rissað- ar fiskimyndir. Menn telja víst að veiðimenn hafi haft þann sið hér áður að teikna upp fyrir sér fyrir- hugaða bráð áður en haldið var til veiða til að tryggja góða veiði. Ekki er mér kunnugt um að stangaveiðimenn eða aðrir veiði- menn noti þessa aðferð enn í dag til að magna veiðina, en það væri ekki sök að reyna. Hrækt á agnið Flestir kannast við þá venju að spýta þrisvar á agnið áður en kastað er út. Þetta er ævaforn siður sem á rót sína að rekja til þess að menn töldu ofurmátt fylgja hrákanum. Vísuðu þeir m.a. til þess að bæði menn og skepnur sleiktu sár sín og greri vel af. Önnur hrákavenja er sú að hrækja á eftir færinu þegar kastað er og margir fylgja enn fast þeirri reglu að sjá til þess að einhver hræki á eftir þeim þegar lagt er af stað í veiðiferð. Ekki miklast Veiðimenn fyrri tíma fylgdu fast þeirri reglu að miklast aldrei af góðri veiði. Sá sem veiddi vel gortaði ekki, heldur þóttist sæmi- Að missa þann stóra... Aftur á móti var ekkert athug- avert við það að menn lýstu harmi sínum yfir því að hafa misst þann stóra. Það þurftu menn oft að gera til þess að halda virðingu sinni heima fyrir ef illa gekk og þótti í lagi að ýkja þegar að þeim sögum kom, því menn þóttust vissir um að guðirnir væru fyrir húmor. Hitt var líka staðreynd sem enginn gat í móti mælt, að þeir fiskar sem bitu sig lausa hlutu að vera þeir stærstu og sterkustu. Það er líka rétt að geta þess í leiðinni að kæmu menn á annað borð tómhentir heim úr veiðiferð þá beið þeirra ekki góð vist næstu dægrin, því sama hver átti í hlut, sá sami var sjálfdæmdur til hinna óvinsælustu verka. Það er eins gott að menn hafa látið af þessum sið, vonandi... Að mœta konu Ýmislegt var það sem veiði- menn urðu að varast þegar haldið var til veiða. Það boðaði ekki góða veiði að mæta konu á leiðinni, ennþá verra var að mæta konu með heykvísl eða þremur konum saman á ferð, en sýnu verst var þó að mæta svörtum ketti og þá hjátrú þekkjum við vel enn í dag. Betra þótti hins vegar ef menn mættu á leið sinni karlmanni. Enn betra var ef sá var akandi eða ríðandi eða þá ormi, en allra best var að mæta manni ríðandi á hesti með hund í föruneyti. Eins og sjá má af þessari upptalningu er sýnu langt um liðið að menn fóru að búa sér til siík tabú, og lítil trú á slíku á þessari tækniöld, en ennþá eimir eftir af þessu eins og best þekkist af því að margur tel- ur það fyrir lélegri veiði að hafa konu um borð í fiskiskipi en slík hindurvitni fer nú sjálfsagt fljótt að lognast útaf. Óska góðrar veiði Hitt er annað sem enn er í fullu gildi að það boðaði aldrei góða veiði og boðar ekki enn í dag ef viðkomandi er óskað góðrar veiðar þá lagt er af stað. Ef ein- hver er svo illkvittinn að gera manni slíkt, þá er sem betur fer til ráð við slíku en það er að stökkva hið snarasta að viðkomandi og kyssa hann rembingskoss. Sá sem vonast hins vegar eftir góðri veiði á að óska veiðimanni alls hins versta (helst í hljóði) því það er trúa manna að fornu og nýju að góðar vættir fylgi þeim sem illa er hugsað til. (Ur ýmsum fróðlegum heimildum). -lg- Gúmmíbátar 1-2-3-4 manna Árar, handdælur, rafmagnsdælur Sundlaugar Vindsængur Stólar Sundhringir Sundboltar Visa - kreditkort Póstsendum samdægurs Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 10 Sími 14806 TOmSTUnDflHUSIÐ HF Laugauegi TM-Reufciouit $21901 m* e Tjöld • Tjolddýnur • Svefnpokor • Tjoldljós Gossuðutæki •FerðQpottQsett«Grill •Grillkol, oil. oil Fimmtudagur 21. júní 1984 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.