Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 2
FRETTIR
631 miljón króna skuld
Erlendar skuldir gjaldeyrisviðskiptabankanna umfram innistceður
erlendis skipta hundruðum miljóna — komnar á refsivexti
Lausafjárstaða innlánsstofnana
hefur versnað um 461 miljón
króna frá áramótum til mafloka,
samkvæmt heimildum Seðla-
banka íslands. I leiðara Hagtalna
mánaðarins segir m.a. að rýrn-
unin komi öll fram í verri stöðu
við erlenda banka og námuer-
lendar skuldir umfram innistæð-
ur erlendis í maflok 631 miljón
króna.
„Vegna slæmrar lausafjár-
stöðu kemur oft fyrir að yfirdrátt-
arskuld á refsivöxtum myndist á
viðskiptareikningum innláns-
stofnana í Seðlabankanum."
Refsivextir eru nú 34,5% á fyrsta
þrepi en fara síðan vaxandi uppí
47.6% á fimmta þrepi. Sé skuldin
orðin meiri en fimm þrep, þykir
það benda til að viðkomandi inn-
lánsstofnun sé í hættu stödd, t.d.
vegna meiri útlána en hún ræður
við, segir í áliti Seðlabankans.
Nokkrar innlánsstofnanir hafa
boðist til að greiða háa vexti af
lánum frá öðrum innlánsstofnun-
um, til að draga úr þörfinni fyrir
yfirdráttarlán. Seðlabankinn
segir áð í flestum tilfellum séu
vextir af slíkum lánum um 27% á
ári. Segir í Hagtölum mánaðarins
að þetta sé annar vísir að milli-
bankamarkaði. „Hinn fyrri skaut
rótum er Seðlabankinn heimilaði
innlánsstofnunum að framselja
öðrum stofnunum víxilkvóta í
Seðlabankanum gegn þóknun
sem þær semja sjálfar um“.
-óg
Sendiherra V-Þýskalands sæmdi fyrir skömmu Hannes Hafstein framkvæmdastjóra SVFÍ heiðursmerki v-þýska
ríkisins fyrir f rækilega stjórnun björgunaraðgerða er þýska skipið Kampen sökk út af Islandi í fyrrahaust. Einnig
voru fimm íslenskir skipstjórar og einn loftskeytamaður heiðraðir auk sjö manna þyrluáhafnar frá bandaríska
hernum.
Póstur og sími
Fletta þykkum bókum
Þrír yfirmenn stofnunarinnar á 6 vikna ráðstefnu í Hambórg
Þrír yfirmenn Pósts og síma
sitja nú alþjóðaþing póst-
manna í Hamborg. Þingið hófst í
byrjun þessarar viku og stendur í
heilar 6 vikur. íslensku fulltrú-
arnir eru þeir Jón Skúlason póst-
og símamálastjóri, Rafn Júl-
íusson póstmálafulltrúi og Bragi
Kristjánsson framkvæmdastjóri.
„Þetta eru miklir samningar og
þykkar bækur sem menn þurfa að
ræða og fara yfir“, sagði Þorgeir
Þorgeirsson framkvæmdastjóri
Pósts og síma þegar Þjóðviljinn
innti hann í gær eftir því hvað lægi
fyrir þessu 6 vikna langa póst-
þingi.
Þetta er 19. alþjóðlega póst-
þingið og sækja það nokkuð
hundruð fulltrúa víðast hvar af úr
heiminum. Þing þessi eru haldin
á 5 ára fresti, og standa þau yfir-
Ieitt í 5-6 vikur hverju sinni.
Á þingum þessum er rætt um
póstflutninga milli landa og farið
yfir alþjóðasamninga og reglu-
gerðir þar að lútandi sem er tíma-
frek vinna að sögn Þorgeirs Þor-
geirssonar.
-»g-
Laugar
Stjörnukonsert 1. júlí
Hinn 1. júlí næstkomandi mun
Héraðssamband Suður-
Þingeyinga efna til veglegrar
söngskemmtunar í íþróttahöll-
inni að Laugum í Reykjadal. Þar
koma fram óperusöngvararnir
Garðar Cortes, Olöf Kolbrún
Harðardóttir, Kristinn Sig-
mundsson og Anna Júlíana
Sveinsdóttir. Undirleikari verður
aðalstjórnandi Islensku óperunn-
ar Marc Tardue og kynnir Jón
Stefánsson. Efnisskráin er fjöl-
breytt og mun listafólkið fiytja Is-
lenska og erlenda tónlist, ein-
söngslög, óperuaríur, dúetta og
kvartetta. Skemmtunin hefst kl.
16.00 og stendur í þrjár klukku-
stundir.
Af annarri starfsemi H.S.Þ. er
það helst að frétta að Héraðsmót
í frjálsum íþróttum var haldið á
Húsavíkurvelli 15. og 16. júní.
Þátttaka var góð, 120 skráningar.
Sjónvarp
Danska myndin í júlí
Utvarpsráð hefur nú ákveðið
að taka til sýninga dönsku
myndina sem sagt var frá í Þjóð-
viljanum í síðustu viku og fjallar
um Iýðveldisstofnun á Islandi,
aðdraganda hennar og viðbrögð
Dana. Er nú beðið eftir sýningar-
eintaki frá danska sjónvarpinu en
Guðmundur Ingi Kristjánsson
dagskrárfulltrúi á fræðsludeild
bjóst við að myndin yrði send út í
júlímánuði. -m
Þá hefur þegar farið fram Víða-
vangshlaup H.S.Þ. Þarna er um
að ræða þriggja hlaupa keppni í
sjö aldursflokkum karla og
kvenna sem er jafnframt stiga-
keppni milli einstakra félaga
sambandsins. Hlaupvegalengdir
eru miðaðar við aidur og kyn
þátttakenda og eru frá 800 til
3000 metrar. Fyrsta hlaupið fór
fram í Mývatnssveit, annað að
Laugum og hið þriðja að Stóru-
Tjörnum. Mikill áhugi er á
hlaupinu og þátttaka sívaxandi,
sem sjá má af því að í fyrsta
hlaupinu í fyrra voru þátttakend-
ur 50 en 157 í síðasta hlaupinu í
ár. Að þessu sinni varð íþróttafé-
lagið Völsungur stigahæst félag-
anna.
Undirbúningur fyrir Landsmót
Ungmennafélaganna sem haldið
verður í Keflavík og Njarðvík
13.-15. júlí er í fullum gangi og
stefnt er að þátttöku í sem flest-
um greinum á mótinu.
Sjálfsbjargarþing
Fatlaðir snúi
bökum saman
Lífeyris- og tryggingarmál efst á baugi
Lífeyris- og tryggingamál voru
einna fyrirferðarmest á þessu
þingi, en nú er gengin í gildi reglu-
gerð um verndaða vinnustaði sem
gerir fötluðum kleift að vera
fullgildir meðlimir verkalýðsfé-
laga og öðlast þannig lífeyrisrétt-
indi. Af öðrum málum sem ein-
kenndu þingið vil ég sérstaklega
nefna þá áherslu sem menn lögðu
á að fatlaðir sneru bökum saman
og ynnu saman að
hagsmunamálum sínum. Það má
segja að þetta sé nýr tónn, því til
þessa hefur lítið samstarf verið
t.d. við vangefna. Ég var mjög
ánægður með þennan nýja tón og
tel að allt samstarf sé til bóta, þótt
fötlunin sé mismunandi“.
Þetta eru orð Valdimars Pét-
urssonar, framkvæmdastjóra
Sjálfsbjargar á Akureyri, en
hann var einn fulltrúa á þingi
Sjálfsbjargar sem haldið var nú í
júní og þá jafnframt haldið upp á
25 ára afmæli sambandsins.
Nú eru 14 félög sem eiga aðild
að Sjálfsbjörg og er félagið á Nes-
kaupstað yngst. Fjöldamörg mál
voru tekin fyrir á þinginu svo sem
atvinnumál, endurhæfingarmál,
ferlimál og lífeyrismál eins og fyrr
er getið, en einnig voru gerðar
ályktanir um námskeið fyrir að-
standendur fatlaðra barna, nám-
skeið í táknmáli og kynfræðslu-
námskeið svo eitthvað sé nefnt.
Valdimar sagði ennfremur í við-
tali við blaðið að mikill kraftur
væri í Sjálfsbjargarfólki á Akur-
eyri, en þar eru félagar 220 tals-
ins. Endurhæfingarstöðin gengur
mjög vel, en til að nýta húsnæðið
sem best er einnig opið fyrir al-
menning í líkamsrækt á kvöldin
og starfa nú um 30 manns við
stöðina.
þs
Eigendur Veggfóðrarans - Málnlngar & Járnvara, Einar Þorvarðarson og
Ingibjörg Sigvaldadóttir, í nýja verslunarhúsnæðinu í Síðumúla 4.
Verslun
Málning og Járn-
vörur sameinast
Margir hafa eflaust tekið eftir
því að tvær rótgrónar bygg-
ingavöruverslanir í miðborginni,
Veggfóðrarinn h.f. og Máning &
Járnvörur h.f. hafa verið samein-
aðar. Eftir sameininguna fluttu
þær í nýtt og glæsilegt húsnæði í
Síðumúla 4. Eigendur hinna sam-
einuðu verslana eru Einar Þor-
varðarson veggfóðrara- og dúk-
lagningameistari og fjölskylda
hans, en þau hafa um árabil átt og
rekið versluna Veggfóðrarann á
Hverfisgötu 34.
Flestir starfsmennirnir frá
Hverfisgötunni og Laugavegin-
um starfa áfram í versluninni í
Síðumúla. Sérstaklega skal getið
tveggja heiðursmanna úr versl-
unarstéttinni, þeirra Guðlaugs
Stefánssonar, sem starfað hefur í
25 ár hjá Veggfóðraranum, og
Vigfúsar Helgasonar, sem starf-
að hefur óslitið í 50 ár í Málningu
& Járnvörum. Mun óhætt að full-
yrða að óvíða búi starfsmenn
byggingavöruverslunar yfir eins
mikilli þekkingu og reynslu og
einmitt starfsmenn Veggfóðrar-
ans - Málningar & Járnvara.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1984