Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 3
iTORGIÐ Prentist myndin vel má sjá ýldubletti í sjávarréttunum en lyktin finnst ekki (mynd: eik) Neytendur Úldinn fiskur Heilbrigðiseftirlitsmenn vilja upphringingar Reiður neytandi í Bústaðahverfi sýnir Þjóðviljamönnum fisk- meti sem hann hafði keypt sem nætursaltað, saltfisk og kinnar, og hafði gefist upp í fyrrakvöld við máltíðina fyrir ýldu sakir. Fisksalinn segir að þetta hljóti að vera fjarstæða, hann hafi verið með þetta undanfarið og ekki fengið kvartanir. Hinsvegar gætu auðvitað alltaf orðið mistök, gamlar kinnar orð- ið eftir í bakka með nýjum og slíkt. „Ef ég verð fyrir slíku bið ég afsökunar og læt fólkið fá annað í staðinn“. Oddur R. Hjartarson hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur- svæðis sagði að eftirlitsmenn kæmu reglulega í fiskbúðirnar og fylgdust með hreinlæti og gæð- um. Ekki befðu borist kvartanir um þessa fiskbúð áður. „Menn eiga að hringja í okkur þegar svona kemur fyrir“ sagði Oddur, „jafnvel þótt búið sé að éta mat- inn eða henda honum. Við förum þá á staðinn og ef einhverju er áfátt leggjum við að viðkomandi að bæta úr, - og lokum ella“. -m Skyldi þurfa leyfi byggingar- nefndar til aö bera fálkaorou? Það er jú útlitsbreyting. Lœkningamáttur Bláa lónsins Fórnum ekki heilsunni í laugunum Psoriasissjúklingar vilja ekki fara á sundstaði til að fá samanburð við ágœti Bláa lónsins. Skipa fólki ekki í laugarnar, segir formaður samtaka sjúklinganna. búið að reyna það í gegnum alla sína lífstíð og við höfum öll slæma reynslu af því“, sagði Valdimar Ólafsson formaður samtaka psoriasissjúklinga í samtali í gær. Valdimar sagði eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld vildu fá sam- anburð við athugun á lækninga- mætti Bláa lónsins, en vandinn væri sá að menn vildu ekki gerast fórnarlömb með því að fara í laugarnar í stað þess að nota tím- ann til að láta sér batna í lóninu. „Við leggjum áherslu á að það verði farið af stað með þessa rannsókn en við getum sennilega aldrei tryggt að nægilegur fjöldi að mati heilbrigðisyfirvalda fáist til að stunda laugarnar. Ég er ekki tilbúinn að skipa fólki að fara í laugarnar og láta sér versna. Aðsóknin að Bláa lóninu hefur verið minni undanfarin misseri en margir höfðu ætlað, og sagði Valdimar að það stafaði fyrst og fremst af miklum kostnaði við ferðir þangað. „Það er ekkert grín fyrir fólk með 15.000 kr. tekjur á mánuði að sækja þennan stað reglulega". Samtökin hafa óskað eftir styrk úr trygginga- kerfinu við að stunda böð í lón- inu, en heilbrigðisyfirvöld hafa sett sem skilyrði að fyrst verði gerð rannsókn á lækningamætti lónsins. -tg- Psoriasissjúklingar hafa ekki verið ánægðir með hvernig standa á að fyrirhugaðri könnun á lækningamætti Bláa lónsins. Gert er ráð fyrir að tveir 20 manna hópar stundi á sama tíma böð, annars vegar í Bláa lóninu og hins vegar á sundstöðum. Nægilega margir vilja fara í lónið en enginn hefur viljað fara í sund- •laugarnar. „Sannleikurinn er sá að fólk er ekki ginnkeypt fyrir því að fara á sundstaðina og vill sem allra minnst af því gera. Það er þegar Seðlabankinn Staða sjóða versnar Staða ýmisa sjóða við Seðla- bankann hefur versnað um 208 miljónir króna í ár en batnaði um 92 m.kr. á sama tíma í fyrra, segir í Hagtölum mánaðarins frá Seðl- abanka Islands. í heild jukust kröfur Seðla- bankans á opinbera aðila og sjóði um 1390 miljónir fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við 419 miljónir í fyrra. Gjaideyris- staða Seðlabankans hefur rýrnað um 1129 miljónir það sem af er þessu ári. -óg BORGARSPlTAUNN SJOKRAHOr.APOTEX Öv-ur r>k irphððin ;-.on bluðjm. h.jóðvilj.jnum 3íðurr.6l-i 5 105 REYKTAVIK Ég 6:ki eftir uð 1>jóðvil j inn birti ef tirf aramii. jti.'.n > ■■•••! ; s'krifu Einars. Birnis, heiidsala, þriðjudaginn ?6. j'öní. Ti’r-ni heildsctldíis til uð geri lyfjapuntmir Borgarspírulun': tortr ;t ar eru ót í hött. Þeir r.em ekki eru málum kunnugir h-jf-i i t'-vi' engar forsendur til aó metu hvort þær séu eölilegar eöa ekki. síðastliðnu éri var meðalnotkun af fenýtoín-itungulyfinu Epunu 250 mg 24 hettuglös á mánuði, 36 hett'uglös eru því 1 -g mániðar birgðir miðað við meðalnotkun. I.yfið fékkst ekki hjé G.ö1 " þegar á þurfti að halda sem er meginatriðið. Tilraunir heildsalans til að koma s lyfjaframleiðendur sem fyrirtæki han- trúverðugar að mínu ma'ti. Einar Birni’. persónulegan skæting. Slík ->krif eru.e sjálf. Sg hyggst ekki itanda í per'ónu Eftir ^endur að lyfjahe'ildsViinn hefur og það he'fur bitnað \ • júklingum. U'IOIU. Lyfjamálið Athugasemd Ég óska eftir að Þjóðviljinn birti eftirfarandi athugasemd vegna skrifa Einars Birnis, heild- sala, þriðjudaginn 26. júní. Til- raunir heildsalans til að gera lyfj- apantamr Borgarspítalans tor- tryggilegar eru út í hött. Þeir sem ekki eru málum kunnugir hafa auðvitað engar forsendur til að meta hvort þær séu eðlilegar eða ekki. Á síðastliðnu ári var með- alnotkun af fenýtoín-stungulyf- inu Epanutin 250 mg 24 hettuglös á mánuði, 36 hettuglös eru því 1 1/2 mánaðar birgðir miðað við meðalnptkun. Lyfið fékkst ekki hjá G. Ólafsson hf. þegar á þurfti að halda sem er meginatriðið. Tilraunir heildsalans til að koma sökinni af sér yfir á erlenda lyfjaframleiðendur sem fyrirtæki hans hefur umboð fyrir eru ekki trúverðugar að mínu mati. Einar Birnir kýs að fara með dylgjur og ________________________________L Kristján Linnet yfirlyfjafræðingur Borgarspítalans svarar grein Einars Birnis, eiganda G. Ól- afsson hf., sem birtist íÞjóð- viljanum í fyrradag. persónulegan skæting. Slík skrif eru ekki svara verð og dæma sig sjálf. Ég hyggst ekki standa í per- sónulegu hnútukasti við Einar. Eftir stendur að lyfjaheildsalinn hefur ekki staðið sig sem skyldi og það hefur bitnað á sjúk- lingum. Virðingarfyllst Kristján Linnet (sign.) yfirlyfjafræðingur Borgarspítalanum Fimmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.