Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 5
Vefurinn sleginn. Helmuth Groíss, verkstjóri í Vefnaðardeild, stendur hjá nýja vefstólnum. Ljósmyndir: Atli.
Alafoss
Vélakostur endurnýjaður
Prjár vélar komnar, sú fjórða á leiðinni
- Jú, viö erum að endurnýja
hér dálítið af vélum hjá okkur.
Það veitir nú svo sem ekkert
orðið af því. Sumar vélarnar
eru orðnar 20 ára gamlar.
Þær eru búnar að „gera það
gott“ en eðlilega farnar að
ganga nokkuð úr sér. Og
svona rekstur gengur ekki
nema að maður hafi alltaf
sem bestar vélar og
fullkomnastar. Ju, jú, ykkur er
velkomið að líta á þetta. Þið
hafið bara samband við skrif-
stofuna þegar þið komið hing-
að uppeftir. Þar fáið þið þær
leiðbeiningar, sem þið þurfið
á að halda.
Eitthvað á þessa leið munu orð
hafa fallið hjá Pétri Eiríkssyni,
forstjóra á Álafossi, þegar við
hringdum í hann hérna um morg-
uninn og spurðum hvort við
mættum koma og líta á nýju vél-
arnar, sem Álafoss var að fá nú
fyrir skömmu.
Gengið um garða
á Alafossi
Á Álafossi eru víðáttumiklar
byggingar og ég bar sannast að
segja nokkurn kvíðboga fyrir því
að það mundi vefjast fyrir okkur
Atla ljósmyndara að finna skrif-
stofuna .í þessari húsaþyrpingu.
Það tókst þó vonum fyrr. Var
okkur tekið þar vinsamlega og
fenginn leíðsögumaðúr, ung,
rösk og falleg stúlka, Pórunn
Daðadóttir að nafni. Leiddi hún
okkur fyrst fyrir nýja vefstólinn,
síðan prjónavélina og loks tvinn-
ingarvélina. Prjónavélin og vef-
stóllinn eru þegar tekin til starfa
og eru það verkleg vinnubrögð.
Verið er að ganga frá uppsetn-
ingu tvinningarvélarinnar. Eru
vélarnar settar upp (eða niður) af
tveimur Belgíumönnum, ásamt
íslendingum, sem jafnframt er
kennd meðferð þeirra.
Afkastameiri
og fullkomnari
Allsstaðar var fólk önnum kaf-
ið við vinnu en ekki voru tiltök að
tala við nokkurn mann í þeim ær-
andi hávaða, sem þarna var, enda
allir með öflugar eyrnahlífar
nema við Pjóðviljamenn. Það er
víst sama þótt við verðum
heyrnarlausir.
Er Atli hafði ljósmyndað
nægju sína skilaði Þórunn okkur
aftur í skrifstofuna til þeirra
nafna Guðjóns Kristinssonar og
Guðjóns Hjartarsonar. Við
óskuðum þeim til hamingju með
nýju vélarnar og spurðum hvort
þær væru allar frá sama landinu.
Nei, svo reyndist ekki vera.
Vefstóllinn er svissneskur, prjón-
avélin þýsk og tvinningarvélin
belgísk.
- Við hittum þarna tvo Belgíu-
menn. Hafa þeir unnið að því að
koma vélunum fyrir?
- Já, þeir hafa gert það jafn-
framt því sem þeir kenna okkar
mönnum meðferð vélanna.
- Pað þarf auðvitað ekki að
því að spyrja að þessar nýju vélar
munu taka þeim eldri mikið
fram?
- Já, það gera þær óneitan-
lega. Það er nokkuð ör þróun í
þessum vélbúnaði eins og öðru,
samkeppnin í framleiðslunni er
hörð og það veltur á miklu að
hafa jafnan sem bestar vélar.
Þessar nýju vélar eru bæði
fullkomnari og afkastameiri en
þær, sem fyrir voru, auk þess sem
þær auka möguleika á fjöl-
breyttari framleiðslu.
- En er þetta ekki mikil fjár-
festing?
- Jú, hún er það náttúrlega.
Heildarverð þessara véla er um 7
milj. kr. En í það þýðir ekki að
horfa ef maður á að standa sig.
- Hyggið þið á frekari véla-
kaup á næstunni?
- Já, við höfum fest kaup á
þýskri „effekta“-tvinningarvél og
er hún nú á leiðinni. Við gerum
okkur vonir um að hún verði sett
hér upp um næstu mánaðamót.
Hún vinnur band með hnökrum
og lykkjum og á þannig að auka á
fjölbreytni framieiðslunnar. Slík
vél mun ekki áður hafa verið til
hér á landi.
Nýtt lagerhús
- Við sáum hér fyrir utan heil-
mikið jarðrask, vinnuvélar og
mælingamenn að störfum, eruð
þið í byggingahugleiðingum?
- Reyndar. Hugmyndin er að
koma hér upp lagerhúsnæði á
1800 ferm. fleti. Það er orðið
mjög aðkallandi. Og þó að það sé
nú ekki lengra á veg komið en þið
hafið séð, þá gerum við okkur
vonir um að það verði orðið fok-
helt í septemberlok í haust.
- Og hvernig gengur svo rekst-
urinn?
- Hann hefur gengið vel það
sem af er þessu ári, einkum þó
hvað snertir fatnaðinn. Það má
einnig segja að afkoma hafi verið
alveg sæmileg í fyrra. Annars
gætum við heldur ekki staðið í
þessum fjárfestingum núna.
Og þarna fæðir þýska prjónavélin hverja flíkina af sér á fætur annarri. Leiðsögumaður okkar Atla, hún Þórunn
Daðadóttir, prýðir myndina. Hún vinnur annars að skipulagningu framleiðslunnar.
Fimmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Umsjón: Magnús H. Gislason