Þjóðviljinn - 28.06.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Qupperneq 16
FISKIMAL Sá sterki orörómur hlýtur að hafa borist til ráöherra sem annarra aö talsvert af þriggja og fjögurra nátta fiski eftir ógæftir hafa ekki komiö i land, heldur hafi slíkum fiski verið kastaö fyrir borð, svo að hann rýri ekki hinn naumt skammtaöa aflakvóta. Miðstýring íslenskra fiskiveiða stefnir öllu í voða Efsvona miðstýringaróstjórn hefði verið ígildi gegnum tíðina vœru stórir hlutar landsins komnir í eyði. Fólkið úti íhinum dreifðu byggðum býr nú viðþað að vegið er aðþvísérstaklega og afkomu þess. Hámark þeirrar miðstýringar íslenskra fiskveiða sem hófst um síðustu áramót þegar þorskafli ársins á Islandsmiðum var ákveðinn 220 þúsund tonn og þeim afla síðan deilt niður á flotann hefurnúskilað þeim afleiðingum sem allir sæmilega vitibornir menn áttu aðgetaséð. íþessu sambandi breytir það litlu þó að þessi heildarþorskafli væri síðar aukinn í 255-260 þús. tonn. Við Breiðafjörð þarsem þorskgengd var mikil, sérstaklegafyrri hluta netavertíðar, voru ýmsir bátar búnir með sinn ársafla af þorski lönguáðuren vetrarvertíð lauk, og var þá ekkert annað að gera fyrir útgerðarmenn og sjómenn en að leggja bátunum. í Grímsey þar sem íbúarnir hafa eingöngu lifað af fiskveiðum og ekki um aðra atvinnu að ræða, þar var búið að fiska upp ársafla bátanna áður en vetrarvertíð lauk. En þá voru eftirvor-, sumar- og haustvertíðirnar sem oft hafa verið gjöfular á miðum Grímseyjarbáta. Svona miðstýringaróstjórn á ekki að þolast. Ef hún hefði verið í gildi gegn um tíðina, þá væru stórir hlutar landsins komnir í eyði. Fólkið úti í hinum dreifðu byggðum við sjávarsíðuna, sem á allt sitt undir sjávarafla og nýt- ingu hans, býr nú við það að veg- ið er að því sérstaklega og af- komu þess. Heildarþorskafli á Islandsmiðum sl. 60 ár hefur alltaf rétt sig við. Fiskveiðisagan á þessari öld fræðir okkur á því að heildar- þorskafli hér á miðunum við ís- land hefur gengið í bylgjum eftir árferði sjávar. í köldum árum hefur orðið samdráttur í afla. Þegar svo sjór hefur aftur hlýnað þá hefur afli farið vaxandi, þann- ig var ársafli lengi 330-340 þús- und tonn, deilt niður á árin,á meðan sóknin var frjáls og óheft, svo framarlega að nægilega stór skipafloti væri fyrir hendi til að stunda miðin. Þegar nú er talað um alltof stóran veiðiflota taka menn ekkert mið af fiskveiðis- ögunni. Hér var lengst af veiði- floti á miðunum við landið á með- an allar erlendar þjóðir höfðu frjálsan aðgang heldur en verið hefur síðan að við íslendingar náðum því að sitja einir að mið- unum. Það hefur alltaf þurft mikla sókn til að fá mikinn þor- skafla hér á miðunum. Það hefur alltaf þurft mikla sókn til að fá mikinn þorskafla hér á miðum, og þegar sóknin er minnkuð þá minnkar að sjálfsögðu afli. Hám- arksársafli af þorski, sem ekkert mið tekur af fiskveiðisögunni, er vitleysa. Til þess að hann hefði einhverja stoð í raunveruleikan- um, þá yrði að sýna fram á hrun í stofninum af náttúruvöldum á því tímabili sem liðið er síðan við yf- irtókum miðin við landið fyrir ís- lensk skip. Þetta hefur ekki verið gert. Spillingin grefur um sig vegna ofstjórnar á fiskveiðum Halldór Ásgrímsson sagði í út- varpsviðtali nú á þessu vori, að úthlutun veiðikvóta á vetrarver- tíð hefði stuðlað að meiri hráefn- isgæðum en áður. Hinsvegar hlýtur sá sterki orð- rómur að hafa borist til ráðherr- ans sem annarra, að talsvert af þriggja og fjögurra nátta neta- fiski eftir ógæftir hafi ekki komið í land, heldur hafi slíkum fiski verið kastað fyrir borð,'svo hann rýrði ekki hinn naumt skammt- aða aflakvóta. Að sjálfsögðu líta sjómenn á þetta, sé það gert, sem nauðvörn gegn ofstjórn fisk- veiða. Það er hinsvegar sannað að lélegasta humrinum var kast- að fyrr borð "nú á byrjun humar- vertíðar, til þess að hann skerti ekki veiðikvótann. Þetta var hinsvegar lagað með því, að sjáv- arútvegsráðuneytið tilkynnti að 3ja flokks humar yrði ekki reiknaður með í kvótanum. Þá er það vitað að sala og brask með óveiddan fisk í sjónum hefur átt sér stað útfrá kvótaskiptingu til bátanna. í því sambandi er tal- að um að hvert kíló af syndandi fiski í sjónum hafi verið selt á 2 krónur eða 2000 krónur tonnið. Hér er um áður óþekkta spillingu að ræða í íslensku þjóðlífi, sem á upptök sín í ofstjórn fiskveiðanna frá hendi hins opinbera valds. Að tala um of stóran fiskveiði- flota á íslandsmiðum nú er barnaskapur. Hinsvegar getur þurft að breyta núverandi flota þannig að hluta, að hann verði hagkvæmari í rekstri. Það er t.d. ekki hagkvæmt að gera út stærstu skuttogarana á ísfiskveiðar fyrir frystihús. En það gæti verið hag- kvæmt að breyta þeim í verk- smiðjuskip, sem ynnu aflann um borð. Svo lengi sem við verðum að lifa á fiskveiðum þá verðum við að eiga vel útbúinn veiðiflota sem er í stöðugri endurnýjun samkvæmt kröfum tímans, sem við lifum á. Þessi veiðifloti þarf að vera af margbreytilegum skip- astærðum. Við þurfum og verð- um að hagnýta alla fiskistofna á landgrunninu og til þess þarf stór- an veiðiflota. Það er talað um mikið bók- haldslegt tap á íslenskum sjávar- útvegi og svo hefur lengst af verið gegnum árin, nema þá helst á tíma tveggja heimsstyrjalda á þessari öld. Og þó verður ekki um það deilt, að það er þessi sami sjávarútvegur, sem byggði grunninn undir höfuðborginni og byggði alla bæi og þorp við sjáv- arsíðuna á sl. hundrað árum hringinn í kringum landið. Og hefur um langt skeið staðið undir efnahag og menningu í þessu landi að meginhluta. Um hitt er hægt að deila, hvort afrakstri þessa mikla íslenska atvinnuveg- ar hafi alltaf verið nógu skynsam- lega varið. Síðan miðstýring stjórnvalda á fiskveiðum tók gildi og kvóta- skiptingu hefur verið komið á afla á milli veiðiskipa, þá hefur hlutur bæði sjómanna og útgerð- ar farið versnandi. Áður stóðu aflaútgerðirnar uppúr sökum þess mikla fiskimagns sem þær komu með að landi. En nú hefur það gerst að aflamöguleikar þeirra og þar með afkomumögu- leikar hafa verið stórlega skertir, með tilskipunum ofan frá. Þetta hefur líka valdið stórminnkandi heildarafla og á stærri hlut að þeim samdrætti sem orðið hefur heldur en margan grunar að ór- annsökuðu máli. Olíuverð til fiskiskipa hefur líka verið mikið hærra hér á landi heldur en í nág- rannalöndum okkar, þar sem mikill magnafsláttur á olíu til fiskiskipa hefur verið gefinn. Þá hafa vextir af útgerðarlánum ver- ið hærri hér heldur en keppinaut- ar okkar hafa þurft að greiða og þannig mætti lengi telja. Síðast en ekki síst þá hefur útgerðin hvort sem hún hefur verið rekin með tapi eða hagnaði, verið skattlögð í margskonar vafasama sjóði, sem síðan hafa rýrnað og brunnið upp í verðbólgu síðustu ára. Nú er mæhrinn hinsvegar fullur að áliti Austfirðinga, sem vilja sigla flotanum að landi og leggja honum verði rekstrar- grundvöllur skipanna ekki bætt- ur. Ekki er það ótrúlegt að það hafi flýtt fyrir ákvörðunum Austfirðinga þegar Seðlabankinn með samþykki ríkisstjórnarinnar gaf út þá ákvörðun að endurkaup afurðalána yrðu lækkuð um 5%. Á sama tíma yrði bindiskylda við- skiptabanka aukin, svo þaðan væri ekki liðveislu að fá fyrir lán- aþurfandi sjávarútveg. Eftir mikla mótspyrnu frá sam- tökum í sjávarútvegi ákvað Seðl- abankinn að lækka lánin í áföng- um. Annars virðist það vera skrítin hagfræði, ef það er gott ráð, að draga úr afurðalánum til þess atvinnuvegar sem stendur undir aðal gjaldeyrisöflun lands- ins með útflutningi á sama tíma og tekin eru erlend lán vegna þess að gjaldeyri vantar. Minni af- urðalán draga að sjálfsögðu úr út- flutningi. En það er ekki það sem okkur vantar nú, heldur aukinn útflutningur, meiri gjaldeyris- tekjur. íslenska þjóðfélagið stendur á brauðfótum, fyrst og fremst vegna þess, að þjónustustörfin hafa verið aukin hraðar en undir- staða þeirra. Við viljum ekki missa þessi þjónustustörf vegna þess að þau eru sjálfsögð og nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi. En þau krefjast þess að bætt verði tafarlaust úr þeirri vanrækslu sem viðgengist hefur að byggja hér upp arðvænlegar undirstöðua- tvinnugreinar í nógu miklum mæli, og nógu fljótt. Fiskeldi er ein þessara atyinnugreina Fiskeldi ásamt léttum iðnaði eru þær atvinnugreinar sem nú kalla á íslensk úrræði í atvinnu- og efnahagsmálum landsins, en þola enga bið. Fiskeldi, eða eldi á laxi og öðrum dýrum fiskum, get- ur á fáum árum, ef aðstaða okkar er notuð, tvöfaldað útflutnings- verðmæti fiskafurða héðan og aukið velsæld í landinu. Þessi atvinnugrein fellur sérstaklega vel að okkar sjávarútvegi, því fóðrið í eldið á að koma þaðan. I gegnum slíkt fóður sem unnið er úr verðlitlum sjávarafurðum er hægt að margfalda verðgildið með því að breyta þeim í lax og aðrar dýrar fisktegundir, sem eru eftirsóttar á heimsmarkaði. Ef íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn skilja þetta ekki þá hefur þá dagað uppi. Frændur okkar Norðmenn hafa skilið þetta og eru vel á veg komnir að byggja upp þróttmikið laxeldi hjá sér, sem verður margfaldað á næstu árum. Norsk Hydro, eitt af stóriðju- félögum Noregs, er nú ekki á hlaupum eftir tækifærum í stór- iðju, heldur sér það hina miklu möguleika í laxeldinu. Nú nýlega lét það útibú sitt í Bretlandi kaupa mjög öflugar laxeldis- stöðvar í Skotlandi. Þá eru Fær- eyingar vel á veg komnir með lax og silungseldi hjá sér, sem þeir reikna með að tvöfaldi útflutn- ingsverðmæti fiskafurða eyjanna að fáum árum liðnum. En ennþá sofa þó íslenskir stjórnmálamenn og fjármagns- stofnanir á verðinum og dreymir allskonar málmbræðslur í landinu sem atvinnuúrræði. Úr- ræði sem aðrar þjóðir vilja nú gjarnan losna við úr sínum Iöndum sökum óhollustu og of lítillrar arðsemi. En þrátt fyrir allt þetta þá er nú vaknaður mik- ill áhugi hér á landi fyrir laxeldi og framleiðslufélög hafa verið stofnuð víðsvegar til þess að hrinda málum af stað. En meðan ríkisstjórn og Al- þingi gera ekkert til að útvega fjármagn í slíkan atvinnuveg, þá verkar það sem hemill á fram- kvæmdir einstaklinga og fram- leiðslufélaga og seinkar því sem nú er nauðsyn að gangi fljótt. 12. júní 1984. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.