Þjóðviljinn - 28.06.1984, Qupperneq 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
28. júní 1984 141. tölublað 49. örgangur
DJÚÐVIUINN
Sóknarkonur
Hagræðing
íí
á Borgarspítalanum
Vinnuálag aukið en kaupið minnkað.
Vinnuálag við þessa breytingu
hefur aukist gífurlega mikið
og launin lækkað stórlega, í
sumum tilvikum um mörg þús-
und krónur á mánuði. Það er al-
veg Ijóst að borgaryfirvöld eru að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur. Þetta sagði ræstingar-
kona á Borgarspítalanum þegar
Þjóðviljinn innti hana í gær eftir
áliti hennar á breytingum sem
verið er að gera „í hagræðingar-
skyni“ á spítalanum.
Konan baðst eindregið undan
nafnbirtingu af þeirri ástæðu að
ræstingarkonurnar væru hræddar
við að tjá sig um málið því „brott-
rekstur er vofan sem hangir yfir
manni“.
Breytingarnar hafa valdið því
að 17.5 stöðugildi hafa lagst niður
sem endurspeglar að sjálfsögðu
hversu aukið álag kemur á þær
konur sem eftir eru. Þjóðviljinn
veit dæmi þess að rosknar konur
hættu störfum sínum sökum þess
að þær hreinlega orkuðu ekki
hinu aukna álagi.
Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
viljans stafar hinn mikli tekju-
missir sumra kvennanna af því að
breytingarnar valda því að allar
konurnar missa sem svarar hálfr-
ar stundar vinnu á degi hverjum,
missa vaktaálag sem er stór hluti
af launum þeirra og jafnframt
verða sumar að minnka störf sín
úr heilu starfi niður í 75 prósent
starf.
Þess má geta að borgaryfirvöld
halda því fram að Sókn hafi verið
með í ráðum um breytingarnar,
en Hjördís Antonsdóttir hjá Sókn
sagði afar lítið samráð haf a verið
haft við félagið.
Undirbúningur að „hagræð-
ingunni" hófst með leynd fyrir
áramót og var trúnaður um málið
uns Guðrún Jónsdóttir borgar-
fulltrúi rauf hann á fundi borgar-
stjórnar fyrir skömmu.
-ÖS
Luxemburg
íslendingar
spiluðu á
aðaltorginu
Það var líf og fjör á aðaltorginu
Place d’Armes á þjóðhátíðardag
Luxemburgar s.l. laugardag, en
þá sáu íslendingar um aðal-
skemmtunina og léku klukku-
tíma sýningu á íslensku, en
dreifðu úrdrætti á þýsku og
frönsku. Það var leikrit Péturs
Gunnarssonar, Krókmakarabær,
sem leikklúbburinn Spuni setti
upp s.l. vetur, sem leikinn var nú
úti í fyrsta sinn og voru áhorfend-
ur bæði íslendingar búsettir í
Luxemburg og „luxarar". Strax
eftir sýninguna hélt hópurinn af
stað til Parísar þar sem leikið var
framan við Pompideu-safnið á
sunnudag. Nánar verður sagt frá
þessu íslenska útileikhúsi og
ferðalagi þess í blaðinu eftir
helgi. Myndin sýnir nokkra af
leikurunum í hlutverkum sínum í
Krókmakarabæ og hluta af áhorf-
endaskaranum. Ljósm. Þ.S.
Spegilsmálið
Ulfar
dæmdur
sekur
Ulfar Þormóðsson útgefandi
Spegilsins var í fyrradag
dæmdur í 16000 króna sekt eða 20
daga varðhald fyrir að smána
grundvallar trúarkenningar
þjóðkirkjunnar.
Auk sektagreiðslna er staðfest-
ur dómur undirréttar um upp-
töku á vissum hlutum Spegilsins
og Samvisku þjóðarinnar. Helstu
sakir útgefandans að mati Hæst-
aréttardómaranna var fyrrgreint
brot á almennu hegningarlögun-
um sem lúta að trúarkenningum
kirkjunnar en auk þess var hann
dæmdur fyrir brot á lögum um
klám. Var hann af undirrétti tal-
inn hafa brotið þá lagagrein með
þrenns konar hætti en Hæstirétt-
ur sýknaði hann af einni ákær-
unni.
Þórður Björnsson sótti málið
en Sigurmar K. Albertsson varði.
Verkfallið í Eyjum
Mætum skilningi bæjarbúa
Meirihluti bœjarstjórnar þráast við að ganga að kröfum verklýðsfélagsins.
Ekkið boðað til nýrra viðrœðna.
Við mætum hvarvetna skilningi
bæjarbúa, svo það eru fleiri
en við sem eru hissa á við-
brögðum meirihluta bæjarstjórn-
ar við kröfum okkar, sagði Oskar
Kjartansson einn samninga-
nefndarmanna verkafólksins í
vinnudeilunni í Eyjum.
Óskar upplýsti, að 15. júní
hefði launafólkið farið í tveggja
tíma setuverkfall til að þrýsta á
um kröfurnar. Arnar Sigmunds-
son formaðurbæjarráðsogsamn-
inganefndar bæjarins kvaðst
halda að um „misskilning" væri
að ræða. Óskar lagði ríka áherslu
á að sumarvinnufólkið sem héldi
uppi stóru framkvæmdunum á
sumrin, færi illa utúr dæminu
samkvæmt tilboði bæjarins um
starfsaldurshækkanir. Þetta eru
sanngjarnar kröfur sem bæjar-
stjórnin getur varla annað en
samþykkt, sagði Óskar Kjartans-
son.
Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Vest-
mannaeyjum kvaðst taka fylli-
lega undir kröfur verklýðsfélags-
ins og benti á að ef tilboði yfir-
valdanna yrði tekið, þýddi það
17% eftirvinnuálag ofan á lág-
markslaunin. Það væri ekki rétt-
lætanlegt. Lágmarkslaunin sjálf
væru nógu lág fyrir og það væri
ekki nema eðlilegt, að launafólk
vildi fá greidda 40% eftirvinnu og
80% næturvinnuálag ofan á þau.
Ég tek heilshugar undir sann-
girniskröfur verklýðsfélagsins,
sagði Sveinn Tómasson.
Síðast þegar fréttist í gær hafði
ekki verið boðað til nýrra við-
ræðna og situr því allt við það
sama: verkfall.
ró/óg
OL fatlaðra
Haukur fékk 2 brons
Tryggði sér verðlaun í 200 og 400 metra hlaupum
Haukur Gunnarsson hlaut í
fyrradag tvenn bronsverð-
laun á Olympíuleikum fatlaðra
sem nú standa yfir í New York.
Hann náði einnig þriðja besta
tíma í milliriðli í 100 m hlaupi og
keppir þar til úrslita á morgun.
Haukur, sem er aðeins 17 ára
gamall og keppir í CP-flokki,
hafði í nógu að snúast í fyrradag,
keppti fimm sinnum. Fyrst í úr-
slitum 200 m hlaupsins þar sem
hann varð þriðji á 27,66 sek.
Daninn Thomsen sigraði á 27,14
en alls voru 32 keppendur í
hlaupinu.
Þá fór hann í undanrásir 400 m
hlaupsins og tryggði sér úrslita-
sæti með fimmta sæti. Síðan
keppti hann í milliriðli í 100 m
hlaupi og fékk tímann 13,82 sem
var sá þriðji besti. Haukur brá sér
svo í kúluvarp og varð áttundi af
18 keppendum, kastaði 9,44
metra. Loks kont rúsínana í pyls-
uendanum, Haukur varð þriðji í
úrslitum 400 m hlaupsins og fékk
tímann 1:02,32 mín. sem er undir
gamla heimsmetinu sem féll í
þessu hlaupi. Júgóslavinn Ckoc-
nut sigraði á 1:01,31 mín.
ísland hefur nú alls hlotið níu
verðlaun á mótinu, sjö brons og
tvö silfur, og er mjög framarlega í
flokki, en alls sendu 54 þjóðir
keppendur á leikana. -VS