Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Neytendur Fyrstu kvartanir Neytendasamtökin og Félag íslenskra ferða- skrifstofa hafa skipað nefnd er skera mun úr á- greiningsmálum. Nokkrar kvartanir liggja fyrir á sömu ferðinni og viðkomandi ferðaskrifstofu hefur þegar verið sent bréf þess efnis. Þetta kom fram í samtali við Guðstein Guð- mundsson hjá Neytendasamtök - unum. Það eru nokkrar kvartanir sem hafa borist út af sömu ferðinni sagði Guðsteinn svo og kvartanir frá því í vetur, en þær eru of gaml- ar svo ekkert er hægt að gera. Það sem hér er um að ræða er ný þjónusta við neytendur. í vet- ur var sett á laggirnar kvörtunar- nefnd ferðaskrifstofa og Neytendasamtakanna. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 11. júlí s.l. Tilgangur með nefndinni er að skera úr ágreiningsmálum milli félagsmanna NS og ferðaskrif- stofa FÍF. Til þess að mál verði tekin fyrir þarf að leggja fram skriflega kvörtun til NS innan mánaðar frá lokum ferðar. Skrifstofa NS leitar sátta milli aðila. Náist sættir ekki getur kær- andinn óskað úrskurðar nefndar- innar gegn greiðslu 500 króna kvörtunargjalds. Nefndin skal úrskurða í málinu innan 30 daga frá því það barst henni í hendur. Ef aðilar una ekki úrskurði nefndarinnar, geta fé- lagsmenn NS í öllum tilfellum skotið málinu til dómstóla. Ferðaskrifstofur geta, ef úr- skurðurinn hefur í för með sér veruleg fjárhagsleg útgjöld eða fordæmisgildi, tilkynnt nefndinni og viðkomandi aðila að bætur verði ekki greiddar nema að undangengnum dómi. Kvörtunarnefndina skipa Ólafur Ólafsson, f.h. samgöngu- ráðuneytisins, Ingólfur Hjartar- son, f.h. FÍF og Jón Magnússon f.h. NS. Formaður nefndarinnar er Ólafur Ólafsson. HS Ottesen níræður Á morgun, föstudaginn 20. júlí verður Þorlákur G. Ottesen fyrrum verkstjóri við Reykjavík- urhöfn níræður. Af því tilefni heldur Hestamannafélagið Fákur honum heiðurssamsæti í fé- lagsheimili Fáks á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. Þjóðviljinn ósk- ar Þorláki til hamingju með dag- inn og þakkar samfylgdina. að er víða á íslandi sem hægt er að finna illfæra þjóðvegi um mitt sumar, en líklega er ekki nema einn slíkur á suðvestur horni landsins og sá er varla fólks- bflafær. Hér er um að ræða Sel- vogsveginn frá sýslumótum við Herdísarvíkurhraun og austur undir Hlíðarvatn. „Já, það er rétt hjá þér, hann er í meira lagi skrautlegur þessi veg- ur. Það er ekki gott að*verða spurður um hann“, sagði Steingrímur Ingvarsson umdæm- isstjóri Vegagerðar ríkisins á Sel- fossi en undir hana heyrir um- ræddur þjóðvegakafli. „Þessum vegi hefur eins og ást- andið ber með sér ekki verið sinnt sem skyldi. Ástæðan fyrir því er sú að við höfum allt of lítið viðhaldsfé. Staðsetningar sinnar vegna hefur þessi vegur orðið út- undan." „Þessi vegur er búinn að vera uppi á borðinu hjá manni í mörg ár, maður veit svo sem af þessu. En þegar þarf að skera niður þá vill hann fara út af borðinu. Eg get engu lofað hvað verður næstu árin.“ -lg- Stjórnmál Þorsteinn les aldrei Helgarpóstinn Eg les aldrei Helgarpóstinn og get því ekkert tjáð mig um um- mæli sendiherrans, sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á ummælum bandariska sendiherrans um ein- staka stjórnmálaflokka og per- sónur í íslenskum stjórnmálum. - Hins vegar veit ég ekki betur en vel hafi farið á með ýmsum forkólfum Alþýðubandalagsins og bandaríska sendiherranum, sagði Þorsteinn Pálsson. -óg _T0RGIÐ_ Ökumönnum sem fara eftir þjóðveginum gegnum Herdísarvíkurhraun mæta ýmsar erfiðar hindranir þar sem svokallað vegastæði er. Mynd-Hörður G. Vegleysur Mjög skrautlegur Þjóðvegurinn í gegnum Herdísarvíkurhraun að Hlíðarvatni varla fólksbílafœr. Avallt útundan í viðhaldi vegagerðarinnar. , Getur verið að Þjóðviljinn sé far- inn að gera frétt úr mýflugu? Mývatn Stafar aflabresturinn af fækkun þeymýs? Meðan bleikja þverr í Mývatni er vargflugan í Laxá á uppleið og þar með urriðinn sem étur lirfur hennar. Eg tel að aðalfæða ungviðis bleikjunnar að vori og vetri sé svokallað þeymý, sem lifir ofan á leirnum á botni Mývatns. Ég er þeirrar skoðunar að fækkun bleikjunnar, sem hófst 1978, stafi af viðkomubresti hjá þeymýinu sem þar með leiddi til þess að bleikjuungviðið var svipt lífs- björginni og hreinlega komst ekki upp. Hins vcgar er rétt að taka fram að þetta er einungis tilgáta. Svo mælir Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur, en hann starf- ar hjá Líffræðistofnun Háskólans sem hefur umsjón með rannsókn- um sem hafa verið gerðar við Mý- vatn og Laxá í Þingeyjarsýslu. Þjóðviljinn fór því á stúfana og innti hann nánar eftir orsökum bleikjuþurrðar í Mývatni sem blaðið greindi frá í gær. Þverrandi veiði „Árið 1977 veiddust um 40 þúsund bleikjur í Mývatni og árin á undan hafði veiðin verið á milli 40 og 50 þúsund. En þetta ár urð- um við varir við að hornsflastofninn í vatninu hrundi og jafnframt var lítið um tveggja ára fisk, þ.e. ungviði bleikjunn- ar. Nýliðun stofnsins 1978 var því í lágmarki og þetta kom svo fram í þverrandi veiði, þannig veiddust ekki nema rúmar 20 þúsund bleikjur 1978 og árin á eftir um 10 til 15 þúsund, og í fyrra og í ár er veiðin einfaldlega sáralítil. Þetta bendir til þess að æti smáfisks, hafi verið af skornum skammti og ég er þeirrar skoðun- ar að það hafi verið viðkomu- brestur hjá þeymýinu sem olli. En lirfur þeymýsins eru höfuð- fæða smáfisksins að vetri og vori, þær liggja ofan á leirnum á botni Mývatns og eru því auðveldar viðfangs. Lirfur annarra mý- flugna, toppflugunnar svoköll- uðuogrykmýs, eru að vísu líka til staðar en þær grafa sig í leðjuna og ungviði bleikjunnar nær þeim líklegast ekki. Þess má geta að á þessum árum mældum við ein- mitt nokkra aukningu á topp- flugu og rykmýi, þannig að skortur á þeim var ekki orsök fækkunarinnar hjá bleikjunni og hornsflinu. „Viðkoma stærri flugnanna, toppflugunnar og rykmýsins, brást svo í fyrra og það hefur að öllum líkindum átt þátt í því að veiðin á bleikjunni virðist hafa hrunið í sumar. Stærri fiskurinn nærist á lirfum þessara tegunda yfir vetur og vor og kann því að hafa liðið fæðuskort á síðasta vetri. Viðkomubrestur hjá þess- um tegundum hefur líka alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir endur sem á þeim lifa. Þann- ig féllu andarungar unnvörpum í fyrra með þeim afleiðingum að kafendur til dæmis eru nú að lík- indum helmingi færri á vatninu en í fyrra. Hins vegar er homsflastofninn í vexti í ár sem bendir til að fæða fyrir smáfisk hafi verið með betra móti í vatn- inu í vetur. Urriðinn í Laxá á uppleið Gísli Már hefur séð um um- fangsmiklar rannsóknir á lífríki Laxár, sem fellur úr Mývatni. í Laxá lifa lirfur vargflugunnar en svo er bitmýið kallað nyrðra. Botn árinnar er hraunborinn, lirfan krækir afturendanum í hraunið og stendur svo upprétt út í vatnið og veiðir dauða og lifandi þömnga sem reka niður ána. Að sögn Gísla er gífurleg framleiðni af bitmýslirfum í ánni, á hvern fermetra árbotnsins eru fram- leidd eitt til eitt og hálft kfló! „Þetta er ein mesta framleiðsla sem þekkist í heiminum" sagði Gísli Márog kvað lirfur bitmýsins vera uppistöðuna í fæðu urriða af öllum stærðum, og auk þess hús- andar og straumandar. „Þörungarekið í ánni minnkaði verulega frá 1977 og þarmeð féll fæða bitmýslirfanna líka og þeim1 snarfækkaði. Við það varð svo ör fækkun í urriðastofninum, hús- öndin flutti sig líka uppá Mývatn og straumandarungum sem kom- ust á legg fækkaði mjög“. Og Gísli flettir upp í merkilegri skýrslu sem kom út í apríl um rannsóknir við Mývatn. Þar sésti að veiðin á urriðanum féll á þess- um tíma úr 3000 fiskum árið 1977 niður í 1000 fiska 1980. Sömu- leiðis féll framleiðsla árinnar á straumandarungum úr 120 niður í 20 til 30 á sama tíma. „Nú er hins vegar bjartara framundan" sagði Gísli. „Þör- ungaframleiðslan óx í fyrra og er komin í svipað horf og hún var 1977. Ungviði urriðans náði sér líklega vel á strik í fyrra og eftir svona þrjú ár má gera ráð fyrir að þess fari að gæta í afla. Þetta hef- ur reyndar strax leitt til þess að urriðinn sem nú veiðist er feitur og bændur almennt ánægðir með hann“. a... Flmmtudagur 19. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.