Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 19. júlí 1984 160. tölublað 49. árgangur DJOÐVIUINN Einstœðir foreldrar Þriðjungur heldur ekki sjálfstætt heimili Langflestir einstæðra foreldra setja öruggt húsnœði á oddinn í baráttunni fyrir bœttum kjörum. Athyglisvert er að 35% ein- stæðra foreldra sem tóku þátt í könnun á kjörum og stöðu ein- staeðra foreldra halda ekki sjálf- stætt heimili með börnum sínum vegna þess að fjárhagsaðstæður leyfa það ekki. I könnuninni kem- ur fram að yfirgnæfandi hluti ein- stæðra foreldra setur öruggt húsnæði á oddinn í baráttunni fyrir bættum kjörum. í könnuninni kemur fram að einungis um 50% búa í eigin húsnæði á meðan níu af hverjum tíu foreldrum í sambúð búa í eigin húsnæði. Hinn helmingur ein- stæðu foreldranna býr í leiguhús- næði eða heima hjá foreldrum sínum. Af þeim sem leigja eru einung- is 3% sem hafa samning til meira en eins árs. 47% hafa engan leigusamning, 28% ótímabund- inn, 11% til minna en eins árs, og 11% til eins árs. Meðalfermetrafjöldi á íbúa einstæðra foreldra er 34,3 og er það langt undir meðaltali í Reykjavík þar sem til jafnaðar eru 47 fermetrar á hvern íbúa. Meðaltal landsins er 42 fermetrar en benda má þá á að í Jafnréttiskönnuninni í Reykjavík voru fermetrarnir 31 hjá einstæð- um foreldrum. í könnuninni á stöðu einstæðra foreldra eru glefsur úr viðtölum við nokkra þeirra og birtum við hér tvö viðtöl: Móðir á þrítugsaldri með eitt barn „Fyrstu árín sem einstœtt for- eldrí bjó ég í foreldrahúsum. Hafði þar frítt fœði og barna- pössun. Síðan flutti ég að heiman. Þá byrjaði baslið, ég hafði lág laun og var í eilífu húsnœðishraki. Ég og barnið mitt höfum þurft að flytja 10 sinnum á síðustu 10 árum. Nú hef ég getað keypt mér íbúð með hjálp foreldra minna og við ættum því að losna við fleiri flutninga á næstunni. “ Tveggja barna móðir á fertugsaldri „Eftir að ég varð einstœtt for- eldri varð ég að auka mjög vinnu utan heimilis. Varð síðan að horfa íhverja krónu og velta henni milli handanna. (Bjó lengst af í leigu- húsnæði). Það er hart að einstætt foreldri sem vill vera eittmeð barn sitt eða börn skuli ekki geta það. Við hreinlega neyðumst til að leita að öðru lífsformi t.d. með sambúð. Einn einstaklingur með meðaltekjur getur ekki framfleytt fleirum en sjálfum sér og stundum vart það. “ H.S. Kalott Finnar bestir ísland vann kvennakeppnina Finnar stóðu uppi sem sigur- vegarar í Kalott-keppninni í frjálsum íþróttum sem Iauk á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þeir hlutu 378 stig samtals, ísland varð í öðru sæti með 332 stig, Sví- þjóð fékk 293,5 stig og Noregur 244,5 stig. ísland vann kvennakeppnina með 161 stigi gegn 142 hjá Finn- um en finnsku karlmennirnir höfðu yfirburði, fengu 236 stig gegn 179 hjá þeim sænsku og 171 hjá þeim íslensku. -Frosti/VS Sjá bls. 23. Þraukum meðan hægt er Togaraflotinn hefur verið í ágœtis þorski undanfarið en það breytir litlu um hinn mikla rekstrarvanda Pegar fiskast eins og nú þá eru menn nokkuð brattir en þegar þeir eiga ekki fyrir útborgun þá hníga |>eir saman og það er alltaf annað slagið, sagði Valdimar Bragason framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Dalvíkur h/f. Togar- ar félagsins Björgúlfur og Björg- vin hafa aflað ágætlega á Vest- ijarðarmiðum undanfarnar vik- ur og landaði annar þeirra t.d. 154 lestum af þorski á mánudag eftir vikuúthald. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og það breytist ekkert þótt góðir túrar komi innan um, en menn verða kannski vonbetri. „Ég get ekki sagt að við séum bjartsýnir en við þraukum meðan mögulegt er. Við lítum á flotann sem hráefnisöflunartæki sem ekki er hægt að miða við arðsemi Þorvaldur Þórsson á verðlaunapalli í 110 m grindahlaupi karla. Hann tekur hér í hönd Svíans Hans Anderssons sem varð þriðji. Gísli Sigurðsson hafnaði í öðru sæti í hlaupinu. Mynd: Loftur. Útgerðin á hverjum tíma. Menn verða að sætta sig við sveiflur í þessum rekstri en treysta því um leið að hægt sé að stunda þessa hráefnis- öflun án þess að þurfa að fara út í einhverjar þvingunaraðgerðir eins og stöðvun flotans. En það er ljóst að þegar þetta er rekið með 10-15% halla þá verður nátt- úrulega einhvern tímann að grípa til aðgerða“, sagði Valdimar. Frakkland Mitterrand skiptir um stjórn Laurent Fabius leggur fram ráðherralistann í dag. Hvað gerir Kommúnistaflokkurinn? Seint í fyrrakvöld var tilkynnt í Frakklandi að Pierre Mauroy hefði sagt af sér forsætisráð- herraembætti og Frakklandsfor- seti skipað í hans stað Laurent Fabius, sem er 37 ára og yngsti forsætisráðherra í sögu frönsku lýðveldanna flmm. Forsætisráðherraskiptin komu mjög á óvart nú, rétt eftir að Mitterand hafði boðað til þjóðar- atkvæðagreiðslu í haust vegna deilna um skólamál, - nokkra hríð hefur afsagnar Mauroy verið beðið, en þegar ljóst var að hann var ekki látinn fjúka eftir ósigur vinstrimanna í kosningum til EBE-þingsins var talið að stjóm hans sæti frammá haustið. Fabius var iðnaðarráðherra í stjórn Mauroy og stjórnaði sem slíkur málefnum stálverksmiðj- anna í Lorrain (Lothringen), sem nú er verið að leggja niður og breyta. Hann er talinn góður tæknimaður við stjórnun, gáfað- ur og nútímalegur, - og einlægur stuðningsmaður Mitterrands. Laurent Fabius leggur í dag fram ráðherralista sinn og er þess beðið með eftirvæntingu hvort ráðherrar úr Kommúnistaflokki verða þar innanborðs. Aðalritari flokksins flaug í gær til Parísar úr hálfnuðu sumarfríi í Rúmeníu og sat allan daginn á miðstjórnar- fundi. emj/m Fáskrúðsfjörður 26 stiga hiti í gær Allt orðið svart afberjum rúmum mánuði fyrr en í venjulegu ári Einmuna veðurblíða var víða á Austfjörðum í gær og komst hit- inn í 26 stig á Fáskrúðsfírði og víðar. „Þetta er ótrúleg veðurblíða og hér ganga menn um meira og minna strípaðir“, sagði viðmæl- andi blaðsins á Fáskrúðsfirði í gær. Menn höfðu ýmsu að sinna þar í bæ í gær og stór hópur bæjar- búa fór upp í fjall í berjamó. Já, berjamó um miðjan júlí. „Það er allt svart af krækiberj- um hérna og menn muna ekki eftir öðru eins á þessum árstíma. Það er óhemju mikið af berjum í ár og þau eru alveg rúmum mán- uði fyrr til en venjulega enda hef- ur veðráttan í vor og sumar verið alveg einstök“. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.