Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 21
U-SIÐAN Vinnuskóla Reykjavíkur má telja meö stærri fyrir- tækjum því um 1200 ung- lingarvoru innritaðirí skólann í vor. Þeir starfa í liðlegaöO hópumí38 bækistöðvum í borginni og næsta nágrenni hennar. Tilgangur skólans er að skapa hollt og uppbyg gj- andi sumarstarf fyrir æskufólk í borginni og reynt er að láta það kynn- ast sem fjölbreyttastri vinnu. Helsta verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur er um- hirða opinna svæða og snyrting við íþróttavelli, skóla og borgar- stofnanir. Fjölmennir flokkar starfa við trjárækt og stígagerð við Rauðavatn, Elliðavatn og Heiðmörk. Golfvöllur GR og skeiðvöllur Fáks njóta einnig starfa Vinnuskólanema. f sumar hefur verið lögð aukin áhersla á nýbyggingarverkefni svo sem gerð leiksvæða í Selás- hverfí, gangstíga við Áskirkju og frágang hlj óðmanar við Kringlu- mýrarbraut. 2 hópar sinna ein- ungis snyrtingu og umhirðu í görðum ellilífeyrisþega, og allmargir unglingar úr V.R. að- stoða á leik- og gæsluvöllum, í skólagörðum og á starfsvöllum. Nemendum sem lokið hafa 7. bekk er ætlað að vinna í 4 stundir á dag en nemendur 8. bekkjar 8 stundir. Laun þeirra eru ákveðin í borgarráði. í öllu skólastarfi er félags- og tómstundastarf nauðsynlegur þáttur. í sumar verður samvinna milli Vinnuskóla og Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur um skipulagn- ingu þess. Hinir ýmsu vinnuhóp- ar hafa efnt til grill- eða köku- veislu, siglinga í Nauthólsvík, skoðunar Sædýrasafnsins, sund- ferðar eða leikja og íþrótta. í hverfum borgarinnar hefur verið efnt til íþróttamóts og hverfishá- tíðar með knattspymu, hlaupi, Lokkandi aldurinn mættur á svæðið. Ljósm. Loftur Vinnuskólahátíð stökkum, brennó, reiptogi, starfsíþróttum, hjólbömþrautum og ýmsum leikjum öðum. Á þriðjudaginn skipulögðu Vinnuskóli Reykjavíkur og Æskulýðsráð hátíð á Melavelli. Þar fóru fram úrslitaleikir í hand- og fótbolta, hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Þátttakendur voru sig- urvegarar í hverfískeppnum sem fram fóru fyrr í sumar. Auk þess leiddu saman hesta sína ýmsir hópar í fíflasporti, s.s. reiptogi og pokahlaupi. Nemendur vinnuskólans hafa unnið að því að smíða mini-golf og voru fyrstu þrjár brautirnar vígðar á Melavellinum á þriðju- dag. Eftir hátíðina var nemend- um boðið í Háskólabíó til að sjá þar teiknipoppmyndina „Rock and Roll“. í hörðum úrslitaleikjum urðu eftirtaidir sigurvegarar: 100 m hlaup drengja: Vignir Björnsson - 13.10 mín., Sigmar Björnsson 12.2 mín., Magnús Ragnarsson 13.3 mín. 100 m hlaup stúlkna: Hafdís Sigurðar- dóttir 13.8 mín., Ásdís Grétars- dóttir 14.0 mín., Jóhanna Gunn- arsdóttir 14.6 mín. Langstökk drengja: Finnur Oddsson 4.96 m, Magnús Jóns- son 4.63 m, Ragnar Árnason 4.60 m. Langstökk stúlkna: Kristín Pétursdóttir 4.08 m, Guðrún Valsdóttir 3.99 m og Jóna B Helgadóttir 3.97 m. Kúluvarp drengja: Gísli R. Gíslason 13.5 m, Andrés H. Hreinsson 11.7 m, Hrafn Ágústs- son 10.8 m. Kúluvarp stúlkna: Ingibjörg Pétursdóttir 8.65 m, Eyrún Björnsdóttir 7.3 m og Guðrún Una Valsdóttir 7.2 m.. f handknattleik stúlkna sigraði Breiðholtsskóli Miklatún með þremur mörkum gegn tveimur og í fótbolta drengja sigraði Heið- mörk Vesturbæ í vítaspyrnu- keppni. I reiptoginu urðu úrslit þau að Breiðholt dró Vesturbæ að sér og pokahlaupið sigraði Heið- mörk örugglega. SS Ekki dugar minna en báðar hendumar ef halda á fast í sína. Ljósm. Loftur Pok, pok, pok, - pok...Ljósm. Loftur Flmmtudagur 19. |úif 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.