Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 13
LANDfÐ LANDÐ Landsbanki Islands Útibú ísafirði Póigötu 1 sími (94)3022 Afgreiðslutími mánudaga - föstudaga kl. 9.15 - 16.00 Önnumst öll innlend og erlend bankaviðskipti LANDSBANKINN Bcuiki allm londsmonna LOKSINS Caterpillar vökvagröfur á hjólum fáanlegar meö margvíslegum fylgihlutum svo sem: 45 gerðir af skóflum, vökvahamrar, rifklær, lyftikrókar, gripklær, vibra-þjöppur, segulstál o.fl. Eins og alltaf veröa allar gröfur frá Caterpillar framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti og samkvæmt ströngustu kröfum um endingu, öryggi og þægindi í stjórnun og viðhaldi. Sérstakt kynningarverð verður á fyrstu vélunum, sem seldar verða hérlendis. vinsamlega hafid samband viö söludeild okkar og fáiö upplýsingar um verö og greiöslukjör. CAT-206 11,7 tonn — CAT-212 14,0 tOIW CAT-214 15,5 tonn — CAT-224 19,0 tonn Hálfkláruðverk útumallan bæ Vatnsveitan eitt óskamála íhaldsandstœðinga í meirihluta á Isafirði en gamall skuldahali er langur. - Jafnrétti er meira en þingmannatala, segir Þuríður Pétursdóttir, og er „ekkipar hress<( yfir landsbyggðarstefnu Alþýðubandalagsins. Þuríður Pétursdóttir kenn- ari er f remst meðal jaf ningja í hópi vinstrimanna í höfuðstað Vestfjarða og er nú orðin for- ystumaður meirihlutans, for- maður bæjarráðs ísafjarðar. Hallur Páll Jónsson sem skipaði fyrsta sætið á G-lista síðast er fluttur suður og kem- ur maður í manns stað. Við- brigði? - Já. Það er önnur tilfinning að vera fastur fulltrúi í bæjarstjórn en að koma þar inn við og við, annað viðhorf að vinna í málun- um og hafa forystu á bæjarráðs- fundum en að sitja og hlusta á stöku sinnum. En þetta gerðist ekki undirbúningslaust, ég hef til dæmis verið áheyrnarfulltrúi í bæjarráði síðasta árið. Meirihlutinn: Alþýðubanda- lagsmaður, Framsóknarmaður, tveir úr Alþýðuflokki og einn af lista óháðra borgara gegn fjórum íhaldsmönnum; hvernig hefur þetta gengið? - Stórslysalaust. Það hafa ver- ið smástríð í gangi, unnist eða tapast, um það meðal annars hvemig menn horfa til félags- legrar aðstoðar við fólk, ungt fólk og gamalt og venjulegt fólk sem hreinlega getur ekki framfleytt sér á þessum launum sem nú er gefinn kostur á. Það hefur líka verið harkalegur ágreiningur um mannaráðningar. Alþýðuflokkur og óháðir borgarar geta nánast ekki hugsað sér að ráða í opinber- ar stöður menn sem hafa ein- hvern Alþýðubandalagslit. Þetta eru ekki neinar stórstyrjaldir, - hugmyndafræðilegur ágreining- ur. Stefnumál? - Það er málefnasamningur, sumt hefur tekist, annað ekki. Eitt af því sem menn ásettu sér er að flytja tæknilegan undirbúning verkefna heim í hérað. Hér er ágætt fyrirtæki, Tækniþjónusta Vestfjarða, sem við höfum reynt að nýta einsog mögulegt er. Arfurinn: vanskil og lausaskuldir - Efnahagur bæjarsjóðs var al- veg hrikalegur þegar meiri- hlutinn tók við. Síðasti meirihluti, Sjálfstæðisflokkur og óháðir, byrjaði trekk í trekk á verkum en hugsaði ekkert fyrir fjármögnun, og nú eru allskyns lausaskuldir mikill baggi á bæjarstjórninni, jafnvel vanskil á vöxtum og af- borgunum, - og hálfkláruð verk hér útum allan bæ. Við settum okkur því það mark að koma bænum undan þessu fjárhags- helsi og ljúka þeim verkefnum sem byrjað var á. Hér hefur þannig verið í bygg- ingu dagheimili og leikskóli frá 1978 og ekkert hreyft við verkinu í þrjú til fjögur ár. Nú á að reyna að ljúka þessu fyrir næsta sumar. íþróttavallarhúsið er hálfklárað, neðri hæðin er notuð, búnings- herbergi og böð, en efri hæðin alveg ófrágengin, þar á að vera félagsaðstaða fyrir íþrótta- hreyfinguna. Malarvöllurinn nýi innan grasvallarins, - það á að reyna að ljúka honum í sumar, mikil örtröð á völlunum og við- kvæmt grasið á grasvellinum. Sumar skuldir bæjarins eru frá malbikunarframkvæmdum hér áður fyrr, og enn á eftir að mal- bika tvær götur uppí Eyrarhlíð og örlítið útí Hnífsdal. Þetta er skylduverkefni, það er ekki hægt að ætlast til að einn og einn bæjarbúi lifi við ryk og drullu meðan annarra götur eru malbik- aðar. Vatn - Eitt af óskamálum okkar, þegar þessu er lokið, er að koma vatnsveitunni hér í skikkanlegt horf. Það er eingöngu notað yfir- borðsvatn og hefur verið dæmt óhæft til neyslu og jafnvel til böðunar. Það vantar líka vatn, stundum tæmist vatnstankurinn hér uppí hlíðinni um fjögurleytið á daginn og nokkrum sinnum undanfarið hefur þurft að loka rækjuverksmiðjunum sem nota geysilega mikið af vatni. Ýmsar hugmyndir eru uppi til að bæta úr þessu. Þær þarf allar að athuga og jafnvel að bora eftir vatni hér á nokkrum stöðum. Finnið þið fyrir samdrætti í atvinnulífi? - Nei. Ekki að öðru leyti en því að ríkisstjórnin hefur skert kjörin smástríð í gangi ... óaiandi og óferjandi ... ekki par hress Þau bestu á landinu „Þetta eru þau bestu á landinu“ sagði hinn kunni sund- maður Hugi Harðarson sem nú þjálfar sundmenn í Bolungarvík. Þar er traust sundlíf og um sextíu krakkar æfa hjá sunddeild UMFB, í fjórum hópum. Á myndinni er keppnisflokkurinn að í hinni myndarlegu sundlaug í Bolungarvík. Tólf til sautján ára og stefndu að titlum á landsmóti UMFÍ um síðustu helgi. Næsta verkefni er ísladsmót yngri flokk- anna nú um helgina. Hugi er frá Selfossi og telur Bolvíkingana betri en Selfyssinga í yngri flokkunum. „En þau fara sextán ára úr bænum í skóla annað, það er það versta“. hér einsog annarsstaðar. En hér er ekkert atvinnuleysi og raunar nóg vinna, menn geta unnið eftir- vinnu og næturvinnu einsog þá lystir. Launin eru orðin óskapleg. Tæplega sjötíu krónur á tímann í fiskverkun í frystihúsinu. Kon- urnar á lágmarkstaxta með því að leggja á sig aukalega í bónusnum. Sem er umdeilanlegur og oft svik- inn. Þetta eru engar tekjur að lifa af, allra síst hér þarsem orku- kostnaðurinn er mikill. Orkan er ekki bara dýr heldur þurfum við að kynda betur en víðast. Það þykir mörgum hér undarlegt að iðnaðarráðherra og ríkisstjórn skuli ekki enn hafa tekist að semja um hærra orku- verð til álversins eftir allar yfirlýs- ingarnar um að Hjörleif vantaði bara viljann. Kommagrýla Alþýðubandalagið á ísafirði? - Hér er góður hópur flokks- manna, en það er stór hópur utanvið sem við ræðum við og reynum að ná til, einlægir her- stöðvaandstæðingar, jafnréttis- fólk og fleiri sem ekki kæra sig um að vera flokksbundnir. Það er undir högg að sækja á ísafirði. Ef til vill arfur frá krata- tíð hér áður, kratarnir hötuðu komma meira en íhaldið og pest- ina. Áróður íhaldsins og Morg- unblaðsins síðustu áratugi hefur verið sterkur líka. Kommagrýlan lifir hér góðu lífi hjá mörgum, og við erum óalandi og óferjandi í sumra augum. Reykjavík, ó Reykjavík... - Við erum annars ekkert par hress með Alþýðubandalagið. Það er margt smátt sem hefur hlaðist upp, og mér finnst einsog þetta kristallist í umræðu um kosningalög. Þetta eru tveir pól- ar, suðvesturhornið og lands- byggðin; það eru ólík sjónarmið, ólíkir hagsmunir, annar lífsstíll jafnvel og eftilvill aðrar hugsjón- ir, - og þetta kemur vel fram í kringum þessar stjómarskrár- breytingar. Við landsbyggðar- menn í flokknum samþykktum að breyta þessu til að rétta hlut suðvesturhornsins og ná jafn- vægi. En það sem við samþykkt- um var fastbundið og ákveðið fyrirkomulag um kosningareglur og högun þingsæta. Alþýðubandalag landsbyggðarinnar Mér finnst núna að það sé verið að koma aftan að okkur, - nú á allt í einu að fara að breyta þessu aftur. Það sem við samþykktum á að vera orðið úrelt, mér sýnast forystusauðirnir fyrir sunnan vera á því. Það er kannski ekki langt í að menn segi bara takk fyrir og bless. Verður þá stofnað Alþýðu- bandalag landsbyggðarinnar? - Ég skal ekkert segja um það. En það má ekki gleyma jafnréttishugsjóninni. Allt í lagi að jafna kosningarétt, en guð hjálpi mönnum ef þeir halda að jafnrétti sé fólgið í kosn- ingum á fjögurra ára fresti. Jafnrétti er annað og meira. Það felst til dæmis í jöfnum rétti til náms og í því að menn hafi svipað fyrir sig að leggja. Að hafa jafna möguleika á að koma yfir sig þaki... Hafi menn ekki jafnan rétt til þessara hluta, - þá er ekkert jafnrétti. PANORAMA - ÞÉTTILISTINN PANORAMA- PÉTTILISTINN er framleiddur úr P.V.C. plasti og þolir alla veöráttu. Hann heldur upphaf- legri mýkt sinni í frosti og harðnar ekki. PANORAMA-ÞÉTTILISTINN er inngreyptur og þéttir vel gegn hitatapi. FYRIR HJARAGLUGQA r í hjaraglugga er notaöur listi með boginn legg. Hann er greyptur í innhlið grindar á þrjá vegu en í karmhlið grindar lamamegin. Einnig er hægt að nota lista með beinan legg í hjaraglugga og fer það eftir gerð gluggans hvaða listi er notað- ur. Þéttilistinn er ýmist inngreyptur í grind eða karm eftir því sem við á. FYRIR HURÐIR í hurðir er notaður listi með beinan legg. Hann er inngreyptur í karminn á alla vegu og leggst innri hlið hurðar að listanum á þrjá vegu en lamamegin leggst kantur hurðarinnar að honum. Gluggasmiðjan hefur ávallt fyrirliggjandi flestar gerðir PANORAMA-þéttilistans svo og fræsitennur og tengi- stykki á fræsara til þess verks. Gluggasmiðlan GISSUR SÍMONARSON SÍÐUMÚLA 20 REYKJAVÍK SÍMI 38220 '12 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Rmmtudagur 19. júl( 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.