Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 9
...ef ekki væru afæturnar Djúpið fullt affiski, segir Kristján á Steinunni Við erum nýbyrjaðir sjálfir, vorum á törn útvið ísinn, það er mikill rekís, en stór fiskur. Krist- ján Sigurðsson talar, þeir eru í Bolungarvíkurhöfn á Steinunni, tveggja tonna bát, Kristján og sonur hans Guðbjörn. - Djúpið er fullt af fiski, hér beint framan- af víkinni alla leið inná Álftafjörð pg útað Aðalvík líka. Alstaðar fiskur, vænn þorskur, þeir hafa sumir farið uppí sextán tonn yfir mánuðinn á smábátunum. Besta sumar sem komið er í afla og góð- ar horfur. - Þeir þurfa ekki að kvarta þessvegna á þessum stóru skipum, - ef ekki væri svona mikið af afætum, gætu annars bjargað sér einsog smákallarnir. - Þetta er fimmtándi bátur- inn sem ég á og hef aldrei þurft sjóði. Fékk einusinni lán úr Fisk- veiðisjóði, það var 1960, og þá. þurfti hreppsábyrgð fyrir því, síð- an hef ég ekki tekið lán fyrir bát. Fimmtán bátar og sjö böm. - Þeir á skipunum ættu að fækka afætunum og halda svo áfram að fiska. myndir Atli texti -m - Óðinn Valsson tók hattinn ofan að beiðni Ijósmyndarans, - þetta eru fisk- borgarar á leið í frystingu og Óðinn auðvitað kallaður borgarstjórinn. Hann er í Ármúlaskóla á vetrum og er hress með sumarvinnuna: 33 þúsund á mánuði með því að vera í löndun líka, - nokkuð gott. Fjær er Inga Lára Sigurjónsdóttir úr Reykjavík. Fiskur Jöfn og góð vinna Góð jarðtenging, segir farandframkvœmdastjóri frystihússins í Hnífsdal Frystihúsið í Hnífsdal er ekki í Hnífsdal heldur utaní Eyrarhlíð innanvið Völlurnar og kirkjugarðinn á leiðinni milli Hnífsdals og (safjarðar. Af veginum sést aðallega strompur og fánastöng, en þegar rennt er í hlað er heldur reisulegra um að litast. Þegar Þjóðviljamenn flugu vestur var þeim samferða reykvískur þingmaður og nú skal efnt það loforð sem gefið var á flugvellinum syðra, viðhittum Friðrik Sophusson farand- framkvæmdastjóra alsælan og biðjum hann leiða okkur um húsið. Bryggjan við frystihússnesið er ekki mikil fyrir höfn að sjá, enda er landað úr togara fyrirtækisins á ísafirði og þar er frystigeymsla. En togarinn, Páll Pálsson, er stopp í bili, og húsið gengur núna á góðri samvinnu fiskvinnslu- stöðvanna við Djúp sem miðla fískinum milli sín og tekst þannig að nýta kvótana og halda uppi jafnri og góðri vinnu. - Ffér eru fáir atvinnuleysisdagar, segir Friðrik, og hefur kvatt að Svein Guðbjartsson sér til halds og trausts, - hann er hér allt í öllu. Þeir félagar eru spurðir um kvótann og hljóðið er heldur vont. Aðlögunartíminn er lítill og menn verða að átta sig á því að aflinn verður ekki sóttur nema þegar hann gefst, - „þetta er von- andi bæði fyrsta og síðasta árið sem kvótakerfið gildir“, segir Friðrik og telur að menn verði að skoða hug sinn vandlega. Við göngum í ferðafötunum í vinnusali og er sagt að húsið sé stærra en það sýnist, sífellt verið að breyta og byggja við frá því nokkrir bændur og útvegsmenn settu hér upp íshús fyrir fjórum áratugum. Nýjasta nýtt er auðvit- að tölvuvogakerfi frá Pólnum á ísafirði, komið í flökunina og í pökkunarsalinn: allar tölur á skerm hjá verkstjóra. Á launa- skrá eru nú um hundrað manns og ekki margt aðkomumanna, aðallega skólafólk. Tvær eða þrjár stúlkur frá Englandi og Danmörku og aðeins einn and- fætlingur, - það er að verða liðin tíð að ástralskt og nýsjálenskt kvenfólk lífgi uppá frystihúsin á Vestfjörðum. Astæðan minnk- andi vinna, og verri laun auðvit- að. Pétur Þorvaldsson flakar grálúðu, Sveinn Guðbjartsson og Friðrik Sophus- son horfa á. „Pétur flakar svo vel að það er hægt að lesa Moggann gegnum beinin", segir Sveinn. Fimmtudagur 19. júlí 1984ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.