Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 19
VIÐHORF
Þetta land átt þú
- þetta land á þig
Eftir Jón Jónsson jarðfrœðing
Það er alveg ljóst að náttúru-
vernd-umhverfisvernd nær þá
fyrst fullkomlega tilgangi sínum
þegar hver einstaklingur hefur
lært og tamið sér að bera óskerta
virðingu fyrir sínu umhverfi,
hvort heldur það er hin lifandi
eða hitt sem við nefnum dauða
náttúru. Umhverfi okkar til-
heyra, auk þess sem við köllum
rétt og slétt nátúru, einnig verk
og verksummerki þeirra kyn-
slóða, sem byggt hafa þetta land á
undan okkur. Rústir bæja og
selja, sem jafnvel sagan sjálf hef-
ur gleymt, tilheyra þessu og okk-
ur er skylt að sjá til þessa að því
verði ekki spillt. í þessu sam-
bandi er nútíma tækni afl, sem er
vandmeðfarið, því á skömmum
tíma er hægt að vinna óbætanlegt
tjón á fornum mannvirkjum og
sérstæðum myndunum í náttúr-
unnar ríki. Eignarrétti er tryggð-
ur sterkur grunnur í íslenskum
lögum, en handhafi slíks réttar
má ekki gleyma að á honum hvílir
siðferðileg ábyrgð, og frá slíkri
ábyrgð er engin undankoma. Þau
lög sem ekki grundvallast í þrosk-
aðri réttlætismeðvitund eru mis-
heppnuð og dæma sig sjálf fyrr
eða síðar.
Náttúruverndarlög okkar eru í
ýmsum greinum óljós, og ná-
kvæmar skilgreiningar vantar
víða, en þau eru frumsmíð að
mestu, og því eðlilegt að ýmislegt
þurfi að lagfæra.
Hvergi á þessu landi hefur jafn
hrópandi „vandalismi" átt sér
stað sem á Reykjanesskaga. Oft-
ast nær held ég að þetta sé í
hreinu hugsunarleysi gert. Ég hef
átt tal við all nokkra verktaka,
sem unnið hafa að rauðamalar-
námi eða öðru grjótnámi á þessu
svæði, og þeir hafa nær und-
antekningarlaust viðurkennt og
harmað hvað mjög þessar að-
gerðir spilla útliti landsins og ófá-
ir hafa lofað að lagfæra „sárin“.
Of fáir hafa hins vegar komið því
í framkvæmd. Sums staðar hefur
verið svo langt gengið að ómögu-
legt er að lagfæra. Með því versta
er, að skildar hafa verið eftir
ónýtar vélar eða vélahlutir í yfir-
gefnum námum og jafnvel hefur
þangað verið ekið alls konar rusli
framhjá þeim stað, sem ætlaður
hefur verið fyrir slíkt. Því skal
ekki neitað að til eru þeir sem svo
mjúkum höndum hafa farið um
landið að athygli vekur. Þeir eru
bara of fáir. Engum efa er þó
bundið að mönnum er óðum far-
ið að skiljast að þetta tilheyrir
okkar menningarmálum. En
mikið starf er ennþá eftir að
vinna á þessu sviði.Oft er það svo
að menn vita ekki hvað þeir eru
að gera. Lengi hefur það verið
vani víðs vegar um land að kasta
alls konar rusli í hveri og eins í
gjár og gjótur í hraunum. Nú orð-
ið mun þessu hætt hvað hverina
varðar, eftir að öllum varð ljóst
hvílík verðmæti þeir eru, en sú
var tíð að talið var til annmarka ef
á jörð voru hverir. Hvað varðar
gjár, sprungur, niðurföll og
gervigígi í hraunum þá virðast
slíkar myndanir vera meðal
helstu kjörstaða fyrir rusl af öllu
tagi. Þar heldur ósóminn áfram.
Ekki er þá að því hugað að frá
þessu rusli geta hættuleg efni
komist niður í grunnvatn sem
undir hraununum er og með því í
vatnsból. Þannig getur þá farið
að hlutaðeigandi hitti sjálfan sig
fýrir.
Sjaldan hef ég orðið svo
„sleginn" sem í minni fornu
heimabyggð fyrir nokkurm
árum. Eg fór þar um með út-
lendan vin minn og vildi sýna
honum sérkennilegan gervigíg.
Við krakkar nefndum hann
Undirgöng. Hann var á svæði þar
sem við stunduðum berjatínslu.
Ég hugði gott til að sýna þetta,
því ég vissi að slíkt hafði vinur
minn aldrei séð. En hvað hafði
skeð? Búið var að nánast fylla
gamla Undirgöng, sem vel var 5-6
m djúpur og með sérkennilegan
gróður í sínum hrjúfu kletta-
veggjum, með allskonar rusli,
plasti, netadræsum, gömlum
hjólbörðum, spýtnabraki og
járnarusli. Þetta var ömurlegt.
Vatnsból eru við rönd þessa
hrauns og ekki mjög fjarri. Hvað
getur ekki skeð? Mjög vantar á
að malar- og grjótnámur séu yfir-
leitt heppilega staðsettar. Lítið
eða ekkert hefur verið reynt að
hafa þær afsíðis svo að ekki blasi
þær við frá fjölförnum vegum.
Það er gripið, sem hendi er næst
og þar sem gróðinn er „laustek-
inn“. Engum dettur í hug að
banna jarðefnanám þar sem þess
er þörf, en á meðan hlutað-
eigandi ekki hefur öðlast þann,
þroska að finna til ábyrgðar
gagnvart umhverfinu, þá verður
að setja lög og reglur. Ákvæði
verða að vera skýr og ótvíræð.
Þau þarf að kynna almenningi og
svo þarf að sjá til að eftir þeim sé
farið, því lög sem brotin eru óá-
talið hafamisst marks.En eins og
sagt var í upphafi þessa máls nær
umhverfisvernd tilgangi sínum þá
fyrst þegar hver einstaklingur
hefur lært að temja sér virðingu
fyrir sínu umhverfi. Skylda okkar
við landið og okkur sjálf er fjöl-
þætt. Þú sem átt land mundu líka
að „þetta land á þig“.
Jón Jónsson jarðtræðingur ritar
þessa grein í röð greina um nátt-
úruverndarmál, sem Ferðamála-
ráð stendur fyrir.
Hvergi á þessu landi hefur jafn hrópandi „vandal-
ismi“ átt sér stað sem á Reykjanesskaga.
Oftast nœr held ég að þetta sé í hreinu hugsunar-
leysi gert. Ég hef átt tal við allnokkra
verktaka sem unnið hafa að grjótnámi
og þeir hafa harmað þessar aðgerðir.
FRÁ LESENDUM
Tvenns konar
sparnaður
Þann 27. júní sl. birtist í Morg-
unblaðinu athyglisverð grein eftir
Gunnar Guðmundsson heilsu-
gæslulækni um heilbrigðismál.
Höfundur kemur þar víða við og
drepur á allmarga af veikustu
punktunum í heilbrigðiskerfmu á
Islandi og víðar.
Gunnar bendir ma. á að vax-
andi kostnaður við heilbrigðis-
þjónustuna sé að verða æ meira
áhyggjuefni heilbrigðisyfirvalda
víða um heim. Hann bendir enn-
fremur á, að þessi nánast stjórn-
lausa útþensla heilbrigðiskerfis-,
ins eigi rætur sínar að rekja til
þess, að óeðlilega mikil áhersla
'hafi verið lögð á hinar fjárfreku
lausnir í heilbrigðismálum, þ.e.
sjúkrahús og sérfræðiþjónustu,
en hins vegar hafi heilsugæslan
verið svelt fjárhagslega. A tíma-
bilinu 1979-1981 hafi kostnaðar-
þátttaka heimilislækninga í
Reykjavík lækkað úr 5% í 1.8%
af heildarkostnaði við heilbrigð-
ismál. Það er þó vitað, að þjón-
usta heimilislæknakerfisins er
ódýrasta þjónustan í kerfinu og
jafnframt oft sú aðgengilegasta
og notadrýgsta, ef rétt er á mál-
um haldið.
Þessar staðreyndir og margt
fleira í áðurnefndri grein er mjög
athyglisvert í ljós þeirra atburða,
sem hafa verið að gerast í þessum
málum á ísiandi síðustu mánuði.
Gunnar Helgi bendir réttilega
á, að eina rökrétta ráðstöfunin til
að hamla gegn óhóflegri útþenslu
heilbrigðiskerfisins sé að leggja
miklu meiri áherslu á heilsugæsl-
una, þ.e. heimilislækningar,
heilsuvernd og aðra þá þætti, sem
unnið er að á heilsuverndarstöðv-
um.
Á það hefur margsinnis verið
bent, í umræðum meðal lækna og
annarra heilbrigðisstarfsmanna,
að heilsugæslukerfið geti leyst 80
- 90% þeirra heilbrigðisvanda-
mála, sem upp koma, og að
lausnir heilsugæsiukerfisins eru,
eins og áður segir, ódýrari og
hagkvæmari en lausnir hinna dýr-
ari þátta kerfisins.
Núverandi stjórnvöld hafa tal-
að meira um sparnað í heilbrigð-
ismálum en áður hefur heyrst. Þá
hafa heilbrigðisyfirvöld haft í
frammi meiri sparnaðartilburði
en áður hafa sést á íslandi. En
þessir sparnaðartilburðir hafa
ekki verið með þeim hætti að
færa þyngdarpunkt þjónustunnar
yfir til heilsugæslukerfisins, eins
og öll rök hníga þó að. í þess stað
hefur sú leið verið farin, að gera
hlut heilsugæslunnar sem minnst-
an, stöðva þar alla uppbyggfngu,
en spara hins vegar með þeim
hætti, að ganga að sjúklingum,
þegar þeir leita eftir þjónustu
heilbrigðiskerfisins, og þjarma
að þeim með fjárkröfum, sem eru
þær hæstu, sem þekkst hafa sl.
40 ár.
Munurinn á þessum tveim
sparnaðaraðferðum er m.a. sá,
að í fyrra tilvikinu, þ.e. með
áherslubreytingum innan heil-
brigðiskerfisins, er verið að spara
þjóðhagslega séð. Það er verið að
stuðla að því að heilbrigðiskerfið
í heild þurfi minna til sín. í seinna
tilvikinu er þjóðhagslegur sparn-
aður enginn, nema ef fólk þarf að
spara við sig læknisþjónustu
vegna fátækar. Hins vegar er ver-
ið að íþyngja veiku fólki með
auknum álögum. Það samsvarar
aukinni skattabyrði, sem í þessu
tilfelli er mjög ranglát.
í fyrra tilvikinu er verið að leita
vitrænna lausna á vandanum og
reynt að beita við það þekkingu á
heilbrigðismálum. í seinna tilvik-
inu er nánast um blinda ofbeldis-
aðgerð að ræða, þar sem
stjórnvöld ýta til hliðar öllu, sem
kallast þekking á vandamálinu,
svo og öllum siðgæðis- og mann-
úðarsjónarmiðum, en láta í þess
stað kné fylgja kviði í viðskiptum
við sjúklinga.
Guðm. Helgi Þórðarson
læknir.
Það er fjórði júlí
Steingrímur
Mikil var reisti þín ráðherra
er þú kneyfaðir ölið.
Kannastu við Ijóð sem byrjar
svona: Ó Guð vors lands....
Röndótt eru klæði þín
og stirndur er himinn þinn.
Kannastu við Ijóð sem byrjar
svona: Eldgamla ísafold...
í grœnu grasinu ganga útlendir
á blóðugum skóm. Eru þetta félagar þínir?
Hví beygir þú bak þitt eftir myntinni
(IN GOD WE TRUST)
sem fellur úr vösum þeirra?
Eitt sinn gekk þar íslenskur bóndi
að verki með Ijá sinn.
Hann sveiflaði Ijánum og sló grasið sitt
á skítugum skóm. Það var heiðarlegur skítur.
Himinn hans var heiðskír og blár.
\Hann átti engan fána og hann átti heldur
ekkert öl.
ísland þúsund ár, rjátlar við stirndan flöt.
Til hvers var að sauma fána
úr bláma fjallanna, úr hvítu jöklanna
og úr roða sólseturs, blóðs og elds?
Röndótt eru föt fangans og stirndur er
himinn myrkraverkanna.
Það er ódýrt að senda lítinn Blazer
með Rainbow Hope.
Það má áreiðanlega útvega einbýli á
Long Island fyrir
Former prime minister.
P.S. Ætlar Berti ekki á Rivieruna?
Ásgeir Beinteinsson
Flmmtudagur 19. iútf 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19