Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Boðskapur sem hittir í mark Forystumenn Alþýðubandalagsins hafa að undanförnu lagt áherslu á samstöðu vinstri- manna og verkalýðssinna gegn ríkisstjórn mark- aðsaflanna. Áskoranir þeirra byggjast á afstöðu síðasta landsfundar Alþýðubandalagsins og þeirri félagslegu nauðsyn, að ríkisstjórn stór- auðvaldsins fari frá. Sveitarstjórnarkosningarnar 1982 bentu til þess að ískaldur hægri vindurinn væri að leggjast að á íslandi eins og sums staðar annars staðar. Svarið við því hlaut og varð að vera samstaða allra vinstri manna og verkalýðs- sinna; þeirra sem aðhyllast mannúðarstefnu og leggja áherslu á varðveislu sjálfstæðis þjóðarinn- ar, en hafna markaðskreddum og árásum á þjóð- frelsið. Núverandi ríkisstjórn hefur með blygðun- arlausri stefnu sinni, flýtt fyrir kröfum um sam- stöðu vinstri manna - og gerir bókstaflega kröfu til nánara samstarfs félagshyggjufólks. Þessi málflutningur Alþýðubandalagsins hefur vakið mikla athygli og nær bersýnilega til fólks úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum - auk þess sem fjöldi samvinnumanna sem hingað til hefur stutt Framsóknarflokkinn leggur eyrun við boð- skap samstöðunnar. Það er enda eðlilegt, því samvinnumenn hafa ævinlega tekið manngildisstefnu fram yfir auðfíknina sem Steingrímur Hermannsson og forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú kosið að binda trúss sitt við. Nú er svo komið að fáir merkja Hvar eru þeir? Athygli vekur að fáir forystumanna Framsóknar- flokksins utan ráðherrastóla eru reiðubúnir að mæla ríkisstjórninni bót. Meira að segja Þórarinn Þórarins- son þarf að skrifa gegn betri vitund og skortir allan sannfæringarþrótt í vörnum sínum fyrir stjórnina. Sú var áður önnur tíðin. Hvað hefur Eysteinn Jónsson sagt til stuðnings stjórninni, eftir að honum var vikið úr forystustofnunum flokksins á síðasta miðstjórnar- fundi? Hvar eru greinar Ingvars Gíslasonar og Stefáns Valgeirssonar til varnar ríkisstjórninni? Svo virðist sem enginn utan Steingríms forsætisráðherra og auðmannaklíkunnar í SÍS og flokknum sé reiðubúinn til að standa með þessari ríkisstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. nokkurn mun á Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum, þeir framkvæma sömu stefnu. NT, sem nokkrirauðmenn í Framsóknarflokkn- um eiga, á afskaplega erfitt þessa dagana með það að horfa uppá samvinnumenn og fjölda Framsóknarmanna snúa sér frá hinum gamla flokki. Samvinnumennirnir skilja nauðsyn sam- stöðu vinstri manna gegn markaðsöflunum - þeir geta ekki stutt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. NT bregst þannig við að birta óhróður um forystumenn Alþýðubandalags- ins og skrifa skens um samstöðuhugmyndina. Þannig segir frá því í NT í gær, að formaður Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans séu komnir á pólitískan berjamó. Einhvern tíma hefði gamli Tíminn verið búinn að fá fregnir utan af landsbyggðinni um að það er útlit fyrir mikla berjasprettu í ár. í Ijósi aðfarar ríkisstjórnar Framsóknarflokks- ins að landsbyggðinni, að launafólki og bændum, er víst að Framsóknarflokkurinn má óttast um sitt gamla fylgi. Boðskapur forystumanna Alþýðu- bandalagsins og annarra stjórnarandstöðuflokka um víðtæka samvinnu og samstarf gegn ríkis- stjórninni hittir greinilega beint í mark. Ég, ég, ég Nú í vetur efndu nemendur í Hamrahlíð til umræðufundar þar sem meðal annars var rætt um unglinga ársins 1984 og framtíð þeirra og þeir með ýmsum hætti bornir saman við þá kynslóð sem kennd er við 1968. En það er orð- in töluverð tíska, að útmála með sem herfilegustum hætti barna- skap og gjaidþrot þeirrar kyn- slóðar - og sumir nota tækifærið til að bera hana saman við skóla- kynslóð okkar daga, sem sé raun- sæ og marksækin og hlusti ekki á neina vitleysu. Sextán ára dönsk stúlka, sem tók þátt í ritgerðarsamkeppni um unga fólkið og framtíðina í sínu landi, er ekki á sama máli. Stúlk- an, sem heitir Camilla Scavenius, segir meðal annars á þessa leið: „ÉG-ið er komið í þungamiðju og er það líklega niðurstaða af kreppu okkar níunda áratugar. Nú er allt annað uppi en í sam- stöðuhyggju sjöunda áratugsins, nú er um það að ræða fyrir hvern og einn að pota sjálfum sér áfram til að sýna og sanna að hann eða hún muni lifa af. Þetta sjálfhverfa hugarfar birtist meðal annars í líkamsdýrkun okkar áratugar með mikilli aðsókn að vöðvaupp- byggingarstassjónum og háfjall- asólum. Dario Fo komst einu sinni svo að orði: „Við vitum vel að við erum á kafi í skít upp í háls og það er þessvegna að við göngum hnakkakertir“. 24 rásir Camilla skrifar mikið um tölvudýrkunina og hæpnar hliðar þess „upplýsingaþjóðfélags" sem allir spá að sé að hvolfast yfir seka sem saklausa: „Þegar á næsta ári verða tutt- ugu og fjórar erlendar sjónvarps- rásir á sveimi yfir Danmörku. Frá þeim mun einkum fara íþrótta- efni, hasarmyndir, afþreying önnur og auglýsingar og maður verður að vona að þær auknu frístundir sem tækniþjóðfélagið hefur í för með sér, verði notaðar til einhvers annars en eilífðar- sjónvarpsgláps. Mér sýnist það liggja ljóst fyrir, að það verður að skipta vinnunni - eða vinnuskortinum - á milli allra. Annars getur maður gert ráð fyrir því, að í framtíðinni þró- ist tæknikrataþjóðfélag undir ströngu eftirliti og í því starfandi yfirstétt og atvinnulaus öreiga- stétt (en það mundi leiða til nýs KLIPPT OG SKORIÐ skilnings á sjálfu hugtakinu starf). Það er hugsanlegur mögu- leiki að aukinn frítími gefi okkur fleiri möguleika á því að vera veitendur og þiggjendur í mann- legum samskiptum. En í reynd verðum við líklega höll undir það að láta fjölmiðla, einkum sjón- varpið, fýlla út í tímann“. Tíminn og vinnan Það er reyndar eftirtektarvert, að sextán ára unglingur hefur ekki hugann mest við væntanlegt ævistarf, heldur fyrst og tremst það, hvort takast muni að glæða frístundir eða tímann utan launa- vinnu lífi, gera „eigin tíma“ að einhverju öðru og meira en tíma- drápi. Þetta minnir á niðurstöður bókar eftir André Gorz, sem var til umfjöllunar í blaðinu hér um helgina, en þar er því spáð, að launavinnan muni ekki framar verða þungamiðja eða veiga- mesta atriði í lífi manna, en at- hyglin beinast þeim mun meira ,að „eigin tíma“, og hvað úr hon- um verður. Það má í þessu sam- hengi benda á nýlega athugun sænska: launafólk í því landi var spurt að því hvort það vildi held- ur, hærri laun eða styttri vinnu- tíma. Nú búa Svíar yfirhöfuð við styttri vinnutíma en við íslend- ingar, en engu að síður urðu nið- urstöður þær, að 60% af þeim sem nú eru í fullu starfi við sænsk fyrirtæki og stofnanir kjósa held- ur styttri vinnuviku en kauphækkanir. Þegar tekið er til- lit til þess, að við höfum um hríð búið í velferðarþjóðfélögum við það ríkjandi viðhorf að maðurinn sé - í eigin augum og annarra — fyrst og síðast það sem hann getur keypt fyrir tekjur sínar, þá er hér bersýnilega um að ræða meiri- háttar tilfærslur í mati á því hvað máli skiptir. Hér má við bæta, að fimmti hver maður, sem spurður var, gat sætt sig við að saman færi styttri vinnutími og þá minni tekj- ur. Þess má og geta, að Svíar hafa ekki sérstöðu í þessum efnum, svipaðra hneigða gætir í Þýska- landi og Frakklandi, svo dæmi séu nefnd. Mamma og ég En snúum okkur aftur að ung- lingnum danska, henni Camillu. Hún kemst svo að orðum um framtíðina, sem er eitthvað ann- að en hún áður var: „Framtíðin hefur aldrei verið jafn rík að möguleikum, hugsun- in um Ragnarök hefur heldur aldrei verið jafn útbreidd. Skiln- ingur minn á framtíðinni er ein- hvernveginn á þessa leið, og hann smitar frá sér til skilnings míns á nútímanum. Ég veit miklu minna um framtíðina en móðir mín gerði á mínum aldri. Og ég kann vel við þá spennu og það frelsi sem tengist óþekktu lífi, sem enn er ekki í föstum skorðum - en á hinn bóginn þá er mér ómögulegt að finna öryggi“... ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufóiag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttaatjórar: Óskar Guömundsson. Valþór Hlöðversson. BiaAamann: Áffheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, HalkJóra Sigurdórs- dóttir, Jóna Pátedóttir, Lúðvfk Geirsson, Magnús H. Gíslpson, Möröur Ámason, Súsanna Svavarsdóttir.Víðir Sigurðsson (íþróttir),össurSkarp- hóöinsson - Uðwnyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Pröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarltalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrifstofuatjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir. Auglýslngastjóri: Óiafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guömundsdóttir, Ragnheiöur Óladóttir, Anna Guöjónsdóttir. Afgralöaiustjórl: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Slmavarsla: Asdis Kristinsdóttir. Sigrföur Kristiánsdóttir. Húsmóöir: Ðergljót Guöjónsdóttir. Bflstjórl: Ólöf Siguröardóttir. Innhalmtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Utkeyrsla. afgrelðala, auglýsingar, rltatjórn: Siöumúla 6, Reykjavik, sfml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Pjóövlljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö f lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverö: 25 kr. Askrlftarverö á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mi&vlkudagur 18. Júlf 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.