Þjóðviljinn - 29.08.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Side 4
LEIÐARI Er Alusuisse að Fyrir nokkrum vikum var vakin athygli á því í Þjóðviljanum að yfirlýsingar samn- ingamanna ríkisstjórnarinnar í viðræðun- um við Alusuisse gæfu til kynna að auðhringurinn væri að ná sigurstöðu í mál- inu. Síðustu daga hefur á nýjan leik komið fram vitnisburður sem bendir í sömu átt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samninga- nefndinni lætur að því liggja að samningur um 14 millidala raforkuverð væri góður kostur og iðnaðarráðherra virðist hafa gef- ið fulltrúum sínum umboð til að stinga svik- amálunum undir stól. Þegar þátttakendur í viðræðunum við Alusuisse segja að þeim fari senn að Ijúka með sameiginlegri niðurstöðu er rétt að rifja upp efnisgrundvöll þeirrar kröfugerðar sem tekur mið af hagsmunum íslendinga. Framleiðslukostnaður á rafmagni frá nýjum virkjunum Landsvirkjunar er á bilinu 18-20 millidalir. Ef íslendingar eiga ekki að borga með rafmagninu til Alusuisse er það lágmarkskrafa að þessi upphæð fáist í nýjum samningi. Helst þyrfti að knýja Alus- isse til að borga meira en 20 millidali svo að íslendingar gætu hagnast á því að virkja og selja orkuna. Allir samningar und- ir 18 millidölum eru mikill ósigur fyrir okkur. Þeir hefðu í för með sér að álverið yrði áfram baggi á þjóðinni. Gegnum gífurlega hátt raforkuverð til almennings og ís- lenskra fyrirtækja yrði þjóðin að borga vexti og afborganir af þeim erlendu lánum sem tekin voru til að virkja. Með réttu ætti söluverðið til Alusuisse að standa undir þessum erlendu lánum. Krafa íslendinga um 18-20 millidali hef- ur styrkst við nýlega þróun í viðskiptamál- um Grikklands og Ghana við erlend álver. Gerðardómur í Sviss, heimalandi Alusu- isse, hefur úrskurðað að Grikkir skuli fá 20.5 millidali fyrir raforkuna sem þeir selja frönskum auðhring. í Ghana hefur tekist við mjög erfiðar aðstæður að ná samningi um 17.5 millidali. Það segir mikla sögu að samningamenn ríkisstjórnarinnar hafa verið tregir til að nýta sér þessi fordæmi. Málstaður (slendinga í deilunum við Al- usuisse sækir einnig styrk í meðalorku- verð til álvera í Norður-Ameríku þar sem stærsti álmarkaður heims mótar allar að- stæður. Samkeppnishæft orkuverð í nýj- um samningi við Alusuisse gæti sam- kvæmt þeim samanburði aldrei orðið undir 20 millidölum. Sama gildir ef tekið er mið af sigra? orkusölusamningum milli óskyldra fyrir- tækja annars staðar í heiminum. í athyglisverðri grein sem Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar skrifaði í DV í síðustu viku bendir hann á þennan samanburð og leiðir einnig sterk rök að því að miðað við eðli- lega kostnaðarskiptingu ætti Alusuisse að greiða um 20 millidali fyrir orkuna. Finn- bogi vitnar auk þess til skýrslu sérfræð- inga Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins sem kom út á vegum iðnaðarráðuneytisins 1982. Sam- kvæmt niðurstöðum þessarar skýrslu ætti raforkuverðið að hækka í 17-22 millidaii á núgildandi verðlagi. Það er því sama hvar litið er á efnisrök málsins; viðmiðun við 20 millidali blasir alls staðar við, ef tekið er tillit til sanngirnissjónarmiða og eðlilegra hagsmuna Islendinga. Reyndar er rétt að rifja upp að bæði iðnaðarráðherra og for- sætisráðherra hafa lýst því yfir að þeir teldu 18 millidali algert lágmark. Þegar samningamenn ríkisstjórnarinnar ganga á næstunni til lokafunda með Alus- uisse er nauðsynlegt að þeir rifji upp þess- ar staðreyndir um hagsmuni íslands. KUPPT 0G SK0RIÐ Maðurinn með hattinn fyrir vestan Maðurinn með hattinn er aftur kominn vestur. Að þessu sinni fór hann ekki alla leið til Los Angeles, heldur staðnæmdist vestur í Bolungarvík, þar sem fasteignaverð fer hækkandi vegna áforma um byggingu rad- arstöðvar fyrir bandaríska her- inn. í fyrra afsögðu Framsóknar- menn slíka radarstöð á kjördæm- isþingi en nú var Steingrímur kominn heim með línuna lengra að vestan. Hins vegar skilaði hann auðu í umræðum um at- vinnumálin á Vestfjörðum. Steingrímur virtist vera í góðu sambandi í Los Angeles, en vest- ur á fjörðum segja menn þetta um þingmanninn: „Það mætti helst halda að hann væri alger- lega kominn úr sambandi við það mannlíf og atvinnulíf sem hér er lifað.“ Radarstöð ekki herstöð? íhugun Steingríms á kjördæm- isþinginu var bæði klaufaleg og gróf. Hann byrjaði á því að kveða uppúr með það að radarstöð væri ekki herstöð. Síðan lagði hann til að tillögu um mótmæli gegn stað- setningu radarstöðvar á Vest- fjörðum yrði breytt á þann veg að í staðinn væri mótmælt að her- stöð yrði sett niður þar í fjórð- ungnum. Fullyrðingin um að ra- darstöð sé ekki herstöð er vægast sagt barnaleg. Hún virðist byggja á þeirri skoðun að ekkert sé her- stöð nema þar sem er bækistöð hersveita. Vestfirðingar ættu samkvæmt því að frábiðja sér veru bandarískra hermanna í Stigahlíðinni, en taka fagnandi hernaðarmannvirkjum hvers konar. Spurningin er þó hvort Steingrímur hefði ekki átt að snúa dæminu við ef honum væri annt um „varnir" Vestfirðinga. Þannig háttar til að hinar nýju radarstöðvar sem planta á út um landið eru hlekkur í svonefndri DEW-keðju radarstöðva, sem eiga að vara Bandaríkjamenn við árásum mannaðra sprengjuvéla á Bandaríkin í tæka tíð. Þetta kerfi kemur „vörnum íslands" lítið við og lýtur hvorki að því að verja fólk né landsvæði hér á landi. Vestfirðingar væru því að taka þátt í því að skýla fólki og fénaði í Bandaríkjunum með því að stilla sjálfum sér upp sem skotmarki á berangri. Ef Bandaríkjamenn og Steingrímur vildu verja Vestfirðinga sérstaklega væri þeim nær að senda landgönguliða úr svo sem eins og einni banda- rískri flotadeild til setu á Vest- fjörðum. Nærvera „strákanna okkar“ eins og Bandaríkjaforset- ar segja stundum myndi fæla So- vétmenn frá árásum á Vestfirðina, og Sovétríkjunum stæði svo lítil ógn af sjóliðum á Vestfjörðum sem ekki væru út- búnir hátæknibúnaði að ekki þætti ástæða til þess að eyða púðri á þá. Hinsvegar er sama hvaða mynd er dregin upp af hugsanlegum stríðsátökum í framtíðinni að því leyti að fyrstu skotmörkin yrðu „augu og eyru“ stórveldanna. Steingrímur á móti því sem hann leyfir Steingrímur Hermannsson segist vera á „móti auknum hern- aðarumsvifum". Hinsvegar sé hér varnarlið og það verði að vera sem best búið til hlutverks sfns hverju sinni, gát sé í eftirlitinu til norðurs og þessvegna sé eðlilegt að skoða það vel að setja upp radarstöð á Vestfjörðum. Ekki sé hægt að kalla það herstöð, Póstur og sími eigi að reka hana, íslend- ingar að vinna þar, flugmála- stjórn að njóta þjónustunnar og landhelgisgæslan líka. Steingrímur segist vera búinn að skoða málið vel. Þá hlýtur hann að vita það að þessir radarar koma ekki nema að mjög tak- mörkuðu gagni fyrir almenna flugumferð, enda fyrst og fremst ætlaðir til aðvörunar í hernaði. Þá er ekki vitað til þess að slíkir loftvarnarradarar séu nokkurs- staðar í heiminum þannig útbúnir að þeir geti þjónað skipaumferð eins og utanríkisráðherra hefur látið í veðri vaka í sinni skýrslu til Alþingis í apríl. Forsætis- og utanríkisráðherra vilja fyrir allan mun þvæla ís- lenskum stofnunum inn í þetta radarmál fyrir austan og vestan til þess að koma þessu áhugamáli Bandaríkjanna í höfn. En á þeirra tungu er að sjálfsögðu ekki um aukin hernaðarumsvif að ræða, enda er Steingrímur beinlínis á móti þeim. Hér vakna þó ýmsar spurningar. Hingað eru komnar tvær ratsjárflugvélar af gerðinni AWACS en þær þjóna einmitt svipuðu hlutverki og DEW-radararnir auk annars sem eru færar um. Upplýst hefur ver- ið að bæta eigi tveimur slíkum vélum við innan skamms. Þá skyldi maður ætla að öll „radar- vandamál" væru úr sögunni. Nei, ekki aldeilis - það þarf líka að bæta við radarstöðvum. Hvers- vegna? Og eru það ekki aukin hernað- arumsvif þegar verið er að reisa olíugeyma í Helguvík sem m.a. eiga að innihalda birgðir fyrir sprengjuvélar sem notaðar yrðu til árása á Sovétríkin? Eru það ekki aukin hernaðarumsvif þegar til stendur að auka fjölda orrustu- véla á Keflavíkurflugvelli um 50% ? Skilgreining mannsins með hattinn á auknum hernaðarum- svifum er líklega álíka bernsk og munurinn sem hann sér á rad- arstöð og herstöð. -ekh iRósturvegna radarstöðva! Tveir gengu af fundi *■ UI.Amnl VIO su'y' h,cyunfa»IKHJ »m Jl\l h.-fvtoð Su btcvtmgaiil- íl'^ samþvUt og þa voru ^-'lcfUOfl^S orðnir llutning'mviir ...„„OmxluKuU,^ r.idai'toð. Þ' Tirtdu lctún™l,mgilSlc,nsr»“[i“ Kmn,v„Sl)™£r‘1S ckb'iK wSta*l» H £ K að tillogu en ckki vildu þcir ckki máWmcðtcrðma ingvmanna af fundi lil a þctta scm ólýðrarðiv Vcstfirði til Þcv> -- hcr er vcnð að 'Ctj’a upp '*‘^ v-m tr ko'tuð al Bandarikiamonnum oe'á að vcrða par.ur al njosn^ kcrfi Bandarikjanna og '"> a ierf, mvndi auka l.kur a þ'« •»« ýrðum íórnarlomb vtyrjold " Forvetivráðherra hlustar hrúnabungur» umrxður- DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- héðinsson. LjÓ8myndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utllt og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrit»- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreið8lustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.