Þjóðviljinn - 29.08.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Page 5
Hin þj óð I ega/a I þj óð I ega œvintýraeyja Fram til 2. september stendur yfir í Gallerí Langbrók, sýning á verkum finnska grafíklista- mannsins Outi Heiskanen. Þetta er önnur sýning Outi hér á landi. Áður sýndi hún í Norræna húsinu grafíkmyndir og þá eins og nú bindur hún sig við ætingu, þ.e. þá tegund grafíklistar þar sem sýra er notuð til að éta kopar eða sink. Að þessu sinni sýnir Outi Heisk- anen 33 slíkar grafíkmyndir. Engum hefur dulist að undan- farin ár hefur verið allnokkur kyrkingur í grafíklistinni hér heima og á Norðurlöndum. Hef- ur þetta birst í ofuráherslum á tæknihlið prentgerðarinnar með- an inntak sjálfrar sköpunarinnar hefur rýrnað og stirðnað. Að vísu er mér ekki fullkunnugt um það hvernig frændþjóðir okkar hafa brugðist við vandanum, né hvort þeir hafa fundið nýjar útgöngu- leiðir úr honum. En hér heima hefur lítið nýtt gerst í málunum utan það sem nokkrir ungir mál- arar hafa sýnt undanfarið og ein- kennst hefur af töluverðum ferskleik og einföldun. Sýnist mér það vera spor í rétta átt og e.t.v. möguleg lausn á þessari kreppu. Það getur verið að sól Outi Heiskanen skíni skærar fyrir bragðið og manni finnist myndir hennar hafa til að bera eitthvað það sem skortir í norrænni grafík um þessar mundir. En þá ber þess að gæta að Outi sýndi hér fyrir fjórum árum þegar betur áraði og þrátt fyrir það báru myndir henn- ar af eins og gull af eir. Þegar hún sýndi í anddyri Norræna hússins árið 1980, stóð einmitt yfir sýning í kjallara þess á verkum nokkurra sænskra grafíklistamanna. Þrátt fyrir ágæt tök þeirra og þekkingu á möguleikum grafíklistarinnar, höfðu verk þeirra ekki til að bera þann einfaldleika og hrífandi blæ sem ieyndist í verkum Outi á efri hæðinni. Sýningin í Langbrók staðfestir tök listamannsins á viðfangsefni sínu. Sem fyrr teflir Outi á and- stæður hvíts pappírs og svertunn- ar sem fyllir grópirnar í stenslin- um. Hún þarf hvorki lit né töfrum lík tæknibrögð til að koma mynd- máli sínu til skila. Hún lætur sér nægja teiknihæfileika sína og næma skáldskapargáfu, en þar förlast henni ekki í samsömun ævintýrsins og eigin hugarheims. Eins og áður er getið nýtur Outi mikilla teiknihæfileika. Þeim beitir hún í frjálsu línuspili þar sem fæðast fígúrur og kynja- verur í mismunandi rými. f fremri salnum eru verk sem einkennast af notkun akvatintu, en það er tækni sem notuð er í ætingu til að skapa tónun, s.s. skuggamyndun án þess að línuteikning sé notuð. í innri salnum ber minna á akva- tintum (ef þá nokkrar eru) og virðast þær myndir enn snarpari. Þar er að finna hið heillandi verk „Litla leikhúsið húsmóðurinn- ar“, nokkurs konar samruna grafíklistar og brúðuleikhúss. Annað sem einkennir verk Outi eru aðföng hennar. Hún hikar ekki við að sækja sér efni í horfin skeið s.s. endurreisnina. Hér eru draumkennd portrett sem í anda Pisanellos og önnur sem gætu verið ættuð frá Bruegel Tötrughypja ,98l. HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf eða Dúrer. En þessi aðföng eru ekki dulin og þau þjóna sínum ákveðna tilgangi um leið og þau skapa undarlega tvíræðni: Þrátt fyrir þjóðsögulegan og þjóðlegan heim, vitna þau um þekkingu listamannsins á evrópskri list- hefð, ekki aðeins sögulega heldur einnig tæknilega. Um Outi og hinar ljóðrænu og ævintýralegu myndir hennar er því hægt að segja, að „ekkert er eyland", þótt efnið vísi til finnsks ævintýris um hina goðsögulegu Fuglaey á hjara veraldar. Hér er m.ö.o. á ferðinni lista- maður sem ekki er einungis full- trúi hins besta í grafíklist heima- lands síns, heldur einnig í nor- rænu þrykki almennt. ímyndun- arafl Outi Heiskanen, sjálfsprott- in og eðiileg framsögn hennar ásamt óvenjulegum teiknihæfi- leikum, skipa henni á bekk með þeim fáu Skandinövum sem tekst að skapa þjóðlega list án þess að hún lykti af sérviskulegum einangrunarfnyk. Reykvíkingar og aðrir sem staddir eru á höfðu- borgarsvæðinu ættu því að sjá sóma sinn í að athuga þessa sýn- ingu, því hún er meir en fyllilega þess virði. HBR Of fljótt eða of seint Sýning Hermans Heblers í Norrœna húsinu. í Norræna húsinu sýnir Norð- maðurinn Herman Hebler 40 grafíkverk. Herman Hebler er þekktur fyrir grafík sína, sem og málverk en hvort tveggja er strangflatakennt og næsta naumkennt (minimalískt) í ein- faldleik sínum. Listamaðurinn sýnir í fyrsta sinn hér á landi, en hann hefur verið þekktur víða um heim síðan hann fékk verðlaun á sýningu í Riverside Museum í New York, 1957 og 1958. Herman Hebler er fæddur 1911 í Fredrikstad. Frá 1937-39 stundaði hann nám í Essen í Þýskalandi, en síðar hefur hann numið í öðrum löndum Evrópu. Viðurkenningar þurfti hann einnig að leita út fyrir landstein- ana. 1967 átti Hebler frum- kvæðið að stofnun alþjóðlegra grafíksýninga í heimabæ sínum og hefur hann síðan stjórnað þeim sýningum við góðan orðstír. Verk Heblers eru síður en svo aðgengileg fyrir hinn venjulega sýningargest. Þau krefjast íhygli og þekkingar á þeirri löngu þróun sem liggur að baki þeim. Grafík- myndirnar í kjallara Norræna hússins eru nefnilega partur af stærra mengi sem kallað hefur verið geometrísk abstraksjón. Sú tegund sem hér um ræðir og He- bler fæst við byggist fyrst og fremst á litum og samspili þeirra. Hún er nokkurs konar endastöð þeirrar þróunar sem hófst með kúbismanum, sprakk út í hönd- um hollenska málarans Piets Mondrians og Rússans Kasimirs Malevich og varð að kenninga- kerfi undir Joseph Albers sem flutti hana frá Bauhaus- skólanum og vestur um haf til Ameríku. Þar var hún krufin til mergjar af málurum á borð við Barnett Newman, Ad Reinhardt, Ellisworth Kelly og Frank Stella. Annar angi hennar skaut rótum í París, þar sem Auguste Herbin og hinn ungverskættaði Victor Vasarely urðu helstu boðberar stefnunnar. Hinn síðarnefndi breytti flatastflnum í sjónhverf- ingarlist lita sem dönsuðu fyrir augum manna og kölluð hefur verið optísk list. Hvort heldur það var Vasarely eða Reinhardt sem drifu geo- metríska abstraksjón fram af hengifluginu, þá er eins yíst að hún hélt áfram að lifa samkvæmt nýjum og breyttum forsendum, þó fyrst og fremst í höggmyndal- ístinni. Frank Stella var síðasti stóri málari þessa stfls. Hebler er partur af öllu þessu og verk hans sverja sig í ætt við margt af því besta sem gert var á því sviði. Sáldþrykkið hæfir stfln- um frábærlega vel og á þeim velli er Norðmaðurinn sterkur. En einhvern veginn er það svo að þessi sýning er annað hvort of seint á ferð, ellegar of fljótt, því eins og stendur gerir hún lítið annað en færa manni það sem Frakkar kalla „déja vu“ og gæti heitið á íslensku „þegar séð“. I þessu er ekki fólgin nein stað- hæfing um gildi listamannsins sem slíks, því engin ástæða er til að draga stöðu hans í efa. Það sem átt er við með áðurnefndri frönskuslettu, er að þessi verk segja okkur ekki neitt i dag. Þau sögðu okkur margt í gær og ef- laust eiga þau eftir að tala til okk- ar á morgun. Þetta er synd, en sýnir okkur enn einu sinni að það er ekki sama hvenær hlutirnir eru færðir upp né hvernig. Hið eina sem þessi sýning getur gert nú sem stendur er að kalla fram söknuð í brjóstum þeirra sem stóðu vörð um flatastflinn á þeim árum þegar módernisminn var ennþá „rökréttur" og „vísinda- iegur“. HBR Tvö af verkum Heblers í kjallara Norræna hússins. UMSJÖN: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Miðvikudagur 29. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.