Þjóðviljinn - 29.08.1984, Page 18

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Page 18
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Ak. Lausar stöður Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla íslands „.. JrS- eru lausar til umsóknar: 2 lektorsstöður í slysalækningum. Dósentsstaða í handlæknisfræði. Staðan er bundin við Borgarspítalann. Dósentsstaða í lyflæknisfræði með innkirtlasjúkdóma sem undirgrein. Dósentsstaða í gigtarsjúkdómum og skyldum sjúkdóm- um. Dósentsstaða í meinefnafræði með kennsluskyldu í líf- efnafræði. Dósentsstaða í líffærameinafræði. Ennfremur er laus til umsóknar hálf staða dósents í lífeðlis- fræði í læknadeild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. júlí 1985. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 15. október nk. Menntamálaráðuneytið, 23. ágúst 1984. FJÖLBRAimSKÚUNH BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Matarfræðinganám Ný námsbraut verður starfrækt á næsta skólaári fyrir þá sem lokið hafa matartæknanámi. Annað undirbúningsnám bóklegt og verklegt verður metið samkvæmt reglum áfangaskóla, t.d. hússtjórn- arkennarapróf, próf frá Hótel- og veitíngaskóla íslands og hliðstætt nám. Um er að ræða tveggja ára nám, sem á að veita réttindi til að stjórna mötuneytum heilbrigðisstofnana. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst. Nánari upplýsingar verða veittar I skólanum í síma 75600 eða í síma 26866 (Bryndís Steinþórsdóttir) Skólameistari. Tæknifræðingur - Kennari Hvammstangahreppur auglýsir eftir tæknifræðingi og kennara á grunnskólastigi. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar í síma 95-1353 - 1368 -1367. Hvammstangahreppur Heimilishjálp Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða nú þegar starfsmenn til aðstoðar á heimilum ellilífeyrisþega. Um er að ræða möguleika á hlutastarfi. Upplýsingar veitir forstöðumaður heimilishjálpar í síma 41570. Húsnæði óskast Framkvæmdastjóri óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu í Reykjavík eða nágrenni. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Tilboð sendist Þjóðviljanum merkt „Öryggi 101“ fyrir 1. september. Verkamenn óskast Upplýsingar gefur yfirverkstjóri. Rafmagnsveita Hafnarfjarðar, Hverfisgötu 29. ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Félagar í Alþýðubandalaginu Vinsamlegast sendiö strax samningseyöublaöiö um flokksgjaldið til skrifstofunnar Hverfisgötu 105 Reykjavík. -Flokksskrifstofan. AB-Kópavogi Bæjarmálaráö heldur fund miðvikudaginn 29. ágúst kl. 17.30. Dagskrá 1) Leiöarkerfi Strætisvagna Kópavogs. 2) íþrótta og tómstundamál. Stjórn Bæjarmálaráðs hvetur félaga til aö mæta. Stjórnin. Utanríkismálanefnd Alþýðubandalagsins Opinn fundur með Malcolm Spaven I kvöld kl. 21 verður haldinn að Hverfisgötu 105 fundur á vegum utanríkis- málanefndar Alþýðubandalagsins með Malcolm Spaven, höfundi bókar- innar Fortress Scotland. Malcolm mun m.a. ræða þýðingu radar- og fjar- skiptastöðva fyrir vígbúnað stórveldanna á Norður-Atlantshafi. Fundurinn er öllum opinn. Nýtt Neytendablaö Neytendablaðið er komið út í nýjum búningi og er það liður í að auka og bæta upplýsinga- starfsemi Neytendasamtakanna. Blaðið er nú komið í dagblaða- brot og er ætlunin að það komi út tfu sinnum á ári. f blaðinu er að jjessu sinni fjöldi greina um neytendamál: Hag- kaupamenn fá á baukinn fyrir hættulegan innkáupapoka, skrif- að er um verslunarhætti á kart- öflum og grænmeti, um orku- reikninga og símreikninga, ódýr- ari sólarlandaferðir, timburmenn vegna brennisteins, skiptingu verðs á innfluttum vörum - og margt fleira. í ritstjórn sitja Jóhannes Gunnarsson og Sigurður Sigurð- arson. Blaðið fæst á öllum blað- sölustöðum. -gat Hallgrímskirkja Starf aldraðra hefst eftir sumar- leyfi næstkomandi fimmtudag 30. ágúst með ferð að Laugarvatni. Upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir, í síma 39965. SKÁK Það er oft mun erfiðara að finna haldgóða áætlun en að reikna út þvingaðar fléttur. Enski stór- meistarinn Miles þykir mjög frum- legur skákmaður og í eftirfarandi stöðu hafði hann hvítt gegn stór- meistaranum Makarichev frá Sovétríkjunum í Osló 1984. Það er orðið heldur fáliðað á borðinu og fæstir teldu hvítan hafa vinningsmöguleika, þó sér- staklega vegna veikleikans á f2. En eins og áður sagði hefur Miles mjög djúphugsaðan stíl og hann lék nú 37. Rh1!! valdar f2 vel og vandlega og þar með er allt mót- spil svarts horfið og hvítur getur í rólegheitum vaðið á peðaveik- leika svarts. BRIDGE í landsliðskeppninni er dýrt að misstíga sig. Hvað þá að detta niður um gatið, einsog henti Ás- mund Pálsson í þessu spili: Dx xxxx Áx ÁDxxx Á10x xx Kxxx ÁDGx x GIOxxxx Gxxxx x KGxxxx x KDxx Kx Ásmundur vakti á 1 spaða, Vestur pass, Karl 2 lauf, Austur (Guðm. Pét) dobl, (hjarta og tíg- ull), Ásmundur 2 spaða, Vestur (Sigtiyggur Sig.) 3 hjörtu og Karl sagði 4 spaða, sem kom til Vest- urs, og hann doblaði þá sögn. Nú, Sigtryggur spilaði út ein- spili sínu í tígli. Hvernig íhugar þú framhaldið? Við megum gefa 2 slagi á sþaða og 1 á hjarta, ekki satt? Ásmundur stakk upp tígulás (rangt) og spilaði laufi að kóng (enn verra). Litlum spaöa að drottningu, en Sigtryggur var snöggur upp með ásinn, lauf og Guðmundur fékk sína stungu, tíg- ull til baka og Sigtryggur fékk annan trompslag. Hjartaasinn var svo fjórði slagur varnarinnar. Einn niður í upplögðu spili. Raun- ar unnu hinir spilararnir í sæti Ás- mundar þetta 5 spaða til 6 spaða. Þetta spil kostaði ýmsa ansi margt, þó mest vitanlega Ás- mund og Karl sjálfa. Enda var Ási óánægður með sjálfan sig eftir spilið. LEÐURLITUN LITUM LEÐUR TÖSKUR OG JAKKA. JAFNT SVART SEM AÐRA LITI. KREDITKORTAÞJONUSTA SKÓVIDGERÐIB FELLAGORDUM VOLVUFELLI 19 SÍMI 74566 MUNIÐ SKYNDI- HJÁLPAR- TÖSKURNAR í BÍLINN RAUÐI KROSS ÍSLANDS *SÚNAÐÁRBANKINN Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1985 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á fram- kvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjár- mögnunarmöguleikar umsækjanda. Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1985, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. seþtember n.k. svo þeir geti talist lánshæfir. Þá skal einnig á það bent að bændur, sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 27. ágúst 1984 Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðarins Tæknifræðingur - Kennari Hvammstangahreppur auglýsir eftir tæknifræðingi og kennara á grunnskólastigi. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar í síma 95-1353 - 1368 -1367. Hvammstangahreppur „Er framhalds- skólinn úreltur?“ Ráðstefna um framhaldsskóla verður fimmtudaginn 30. ágúst að Borgartúni 6, kl. 9.15. Fyrirlesararverða: Gerður G. Óskarsdóttir, Heimir Pálsson, Ingvi Ás- mundsson og Ólafur Ásgeirsson. Allt áhugafólk vel- komið. Hið íslenska kennarafélag Kennarasamband íslands Skólameistarafélag íslands. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.