Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 3
skel, vaxin hári. Meltingarfær- in eru einn magi, og ganga út úr honum níu botnlangar. Sé hann reittur til reiði spýr hann eitri og verður óvinurinn þá svartur (framan.“B Vilhjálmur af Örk Morgunblaðið er gjörsamlega ráðvillt yfir heimsókn William Arkin.sem sýndi íslenskum stjórnvöldum heimildir fyrir því að á stríðstímum hygðust Bandaríkjamenn hafa hér á landi 48 kjarnorkudjúp- sprengjur. Til að draga úr áhrifum af upplýsingum Vilhjálms af Örk, eins og hann er nefndur á ís- lensku, þá er nú reynt að gera hann tortryggilegan á alla lund. Meðal annars reyna Staksteinar að njörva hann saman við KGB (!) og útsend- arar íhaldsins voru á þeyti- spretti síðari daga vikunnar til að reyna að hafa upp á því hver greiddi kostnaðinn af komu hans hingað. Það má hins vegar taka af þeim frek- ara ómak og upplýsa hér og nú að það var ekki rússagull sem var af hendi reitt fyrir ferðalög William Arkin: Hingað kom hann á leið frá Hollandi, þar sem hann var á ráðstefnu sem var meðal ann- ars á vegum NATÓ. Hver borgar farið? Auðvitað NATÓ!! ■ _______PR í Helgarpósti í Helgarpóstinum síðasta birt- ist athyglisverð grein um al- menningstengsl og svokall- aðaPR-menn. Þarerlíkafjall- að um bein og óbein tengsl blaða og auglýsenda og sér- staklega bent á grófasta dæmið um dulbúnar auglýs- ingar í íslenskum dag- blöðum: Ferðaskrifstofan Ut- sýn auglýsir í Morgunblaðinu einu saman og í staðinn flytur Moggi reglulegar „fréttir" af ánægðum farþegum, nýjung- um í starfi ferðaskrifstofunnar, afrekum aðstandenda hennar á ýmsum sviðum öðrum en ferðaþjónustu og lýsir ýtar- lega ýmsustu grísa- svallveislum ferðaskrifstof- unnar á Hótel Sögu og víðar. Einbjörn í Útsýn kippir í Tví- björn á auglýsingadeild Mogga sem kippir í Þríbjörn meðal blaðamanna. Svo und- rast menn að aðeins 16% (s- lendinga skuli hafa traust á dagblöðunum. I Helgarpóstsgreininni er hinsvegar ekki minnst á aöra leið til að dulbúa auglýsingar vina og vandamanna í dag- blöðunum, sem er að snúa ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 ómerkilegum fréttatilkynning- um uppí æsilegt slúður, og birta nafnlaust einsog leyndarmál sem blaðið hvíslar að lesendum sínum. Undar- legt að hin vandaða ritstjórn Helgarpóstsins skuli til dæmis ekki hafa komið auga á reglu- legar fréttir af afrekum tiltek- ins bókaútgefanda í slúður- dálki eigin blaðs. Kannski yfir- sjónin stafi af því að bókaút- gefandinn og félagar hans eiga 20% hlutafjár í Helgar- póstinum? ■ Örlæti verndarans Þegar stórveldi þarf að koma ár sinni fyrir borð er jafnan ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Áróðursmeistarar Bandaríkjahers á Miðnes- heiði kunna þá lexíu vel. Ný- lega buðu þeir til sín í Offiser- aklúbbinn nokkrum fulltrúum líknarfélaga og félagsmála- stofnana af Reykjavíkur- svæðinu og var vel gert við þá í inat og drykk. Þegar ræðu- höldum um hlutverk verndar- anna var lokið voru gestirnir leystir út með gjöfum stórum svo sem myndbandstækjum og þess háttar. Þá hefur bandaríski herinn stundað það um margra ára skeið að senda dagvistarheimilum í landinu leikföng, gömul og ný og eru börnin auðvitað ræki- lega minnt á hvaðan glaðn- ingurinn kemur. Æ sér gjöf til gjalda...B FORLAGIÐ kynnir glettilega góðar bækur Ak á viðráðanlegu verði HIMSEGIM SOGUR Guðbergur Bergsson Þórarinn Eidjárn Skáldið skyggnist inn í leyndustu afkima þjóðlífsins og dregur sitthvað fram í dagsljósið. Þrettán sögur eftir einn fremsta og frumlegasta rithöfund okkar. Meðal þeirra má nefna Hanaslag hommanna, Undrið milli laeranna, Sætu ánamaðkastúlkuna og Náttúrulausa karlinn. Seiðandi sögur - tileinkaðar ástarlífi Islendinga á öllum sviðum. Þórarinn hvessir stílvopnið og yrkir á opinskáan hátt um lífsreynslu sína og stöðu sem listamaður. Honum verður málið, máttleysi þess og möguleikar að yrkisefni og á skorinorðan hátt yrkir hann um líf þjóðar sinnar í andlegu stefnuleysi og tilfinningadoða. Áleitin Ijóð sem hitta í mark. Verð kr. 494,00. EKKERT SLOR Rúnar Helgi Vlgnisson Sögusviðið er Fiskhúsið hf. í iðandi mannlífi sögunnar birtast ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í hárið og dreymir drauma um lífið utan frystihússins. Oftar en ekki tengjast draumar þeirra hinu kyninu sem flögrar fyrir augum þeirra meðan bónusinn sveiflar svipunni yfir mannskapnum. Ólg- andi og óstýrilát skáldsaga ungs höfundar. Verð kr. 494,00. GAGA Ólafur Gunnarsson Saga Valda í sjoppunni, mannsins sem ákveður að skipta um plánetu og vaknar morgun einn á Mars. Saga mannsins sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, líkt og henti Don Kíkóta forðum daga. Sagan um átök einfarans sjúka við sjjóan og tilfinningadauðan heim. En er Valdi alveg gaga? - Meistaraleg skáldsaga eins af á9æ^fíJ rithöfundum okkar. Verð kr. 494,00. BRUÐUBILLINN KYNNIR: AFMÆLISDAGURIMM HAMS LILLA Helga Steffensen Hvaða börn kannast ekki við Brúðubílinn? Nú situr Gústi frændi við stýrið og flytur gesti í afmælið hans Lilla. Allir krakkar eru velkomnirl - Ein fallegasta barnabók sem út hefur komið á íslandi. Prýdd Qörutíu stórum litmyndum. Verð kr. 389,00 NY MYNDASAGA: ^nrURTILLElK^ íe/udyrið grálynda-feitdh eiginai^rn m ,atur-undirförull, hrekkjóttur, gj rn,morgunsvæfur, matgráðugur. Samt er Grettir ómótstæðilegur. Kattahatarar elska hann líka ef hann nær að la=<;a í há Hnnnm x/orA ir lonn FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A, SÍMh 9I-25I88

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.