Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 4
„Ég hef aldrei getað stillt upp sterkasta liðinu í landsleik" Bogdan Kowalczyck landsliðsþjdlfarií handknaffleiktekinn d beiníð Sérðu framá að geta stillt upp sterkasta landsliðinu í náinni framtíð? „Ég veit það ekki og hef ekki trú á því. Ég vonast að sjálfsögðu til þess, en eins og vinnubrögðin hafa verið undanfarið sé ég ekki framá það. Mín skoðun er sú að landsliðsmenn verði að verð- launa á einhvern hátt og á sama hátt á hiklaust að refsa þeim sem sýna íslenskum handknattleik og íslensku þjóðinni lítilsvirðingu." A hvern hátt er hægt að verð- launa þá? „Þetta er vandamál sem Handknattleikssamband íslands þarf að leysa. Það þarf að hjálpa íslensku landsliðsmönnunum, þeir hafa lagt á sig ómælda vinnu til að ná góðum árangri og um leið hafa þeir fórnað dýrmætum tíma, orðið fyrir fjárhagslegu tapi og ekki getað lifað eðlilegu fjöl- skyldulífi. Það er brýnt að ráða bót á þessu hið fyrsta". Hver er munurinn á bestu handknattleiksmönnum íslands og bestu leikmönnum sterkustu þjóða heims, t.d. í Austur- Evrópu? íslenska landsliöiö í hand- knattleik hefur aö undanförnu náö mjög góðum árangri. Það hafnaöi í ööru sæti á Norður- landamótinu og stóö sig síðan vel í sex leikja ferö til Dan- merkurog Noregsfyrir skömmu - vann fjóra leiki, geröi eitt jafntefli og tapaöi að- eins einum leik, gegn Austur- Þjóöverjum meö einu marki. í kjölfar þessa er mikil bjartsýni ríkjandi meðal íslenskra handknattleiksáhugamanna um aö nú höfum við í eitt skipti fyrir öll eignast landslið sem sé komiö í hóp þeirra bestu í heiminum. Af þessum sökum ræddi Þjóðviljinn viö Bogdan Kowalczyck, hinn pólska þjálfara landsliðsins, og lagöi fyrir hann nokkrar spurningar. Er Island búið að skipa sér í hóp bestu handknattleiksþjóða í heimi með árangrinum undanfar- ið? „Að mínu mati erum við með níunda til tíunda sterkasta lið í heimi um þessar mundir. Það er þó erfitt að meta þetta, þær þjóð- ir sem eru á bilinu sjö til tólf eru mjög áþekkar og erfitt að tölu- setja þær, númer sjö, átta, níu, o.s.frv. Þarna fyrir ofan höfum við Austur-Þýskaland, Rússland, Rúmeníu, Júgóslavíu og Pólland og það er jafnerfitt að raða þeim nákvæmlega niður en þetta eru bestu handknattleiksþjóðirnar í dag.“ A Polar-Cup tapaði ísland fyrir Austur-Þýskalandi með eins marks mun. Er munurinn á okk- ur og þeim bestu orðinn svona lít- ill eða var þetta toppleikur hjá íslenska liðinu og þá kannski slak- ur leikur hjá því austur-þýska? „Ég tel að við höfurn leikið eins vel og við mögulega getum í fyrri hálfleiknum gegn Austur- Þjóðverjum. Þetta gerði það að verkum að leikurinn þróaðist á þennan veg og varð jafn, en þeir léku vel, þetta var eðlilegur leikur af þeirra hálfu.“ í mörg ár hefur gengi íslenska landsliðsins verið mjög sveiflu- kennt. Góðir leikir og slæmir hafa skipst á. Er einhver ákveðin ástæða fyrir þessu og er þetta að breytast? „Það er enginn vafi á að ís- lenska landsliðið leikur betur og jafnar í dag en nokkru sinni áður. En það er hægt að bæta þetta til mikilla muna og ég er ekki ánægður með hvernig staðið er að ýmsum málum tengdum handknattleiknum hér á landi. Ég tek sem dæmi að núna, fyrir leikina við Svía, vel ég ákveðinn hóp til æfinga en menn eins og Geir, Viggó, Karl og Hans mæta ekki - sumir láta ekki einu sinni vita að þeir muni ekki mæta og sýna algjört áhugaleysi. Þetta gerir mér mjög erfitt fyrir í mínu starfi og setur mér mikil takmörk - ég veit aldrei hvaða leikmenn ég hef í höndunum, ég veit aldrei hvaða leikmönnum ég get stillt upp í næsta landsleik. Ég hef ver- ið landsliðsþjálfari íslands í rúm- ' lega eitt ár og enn hef ég aldrei getað stillt upp sterkasta liðinu í landsleik. Á Ólympíuleikunum var t.d. Páll Ólafsson ekki með og það hafa alltaf orðið einhver forföll. Jafnvægi næst ekki með- an málum er svona háttað“. / „Mesti munurinn liggur í tæknilegri getu einstaklinganna. Handknattleiksmenn í Austur- Evrópu eru yfirleitt flinkari með knöttinn og þannig betri sóknar- lega séð og þeir eru líka klókari varnarspilarar en íslenskir leik- menn. Islendingar eiga sáralitla möguleika á að brúa þetta bil - í Austur-Evrópu æfa handknatt- leiksmenn 10-12 sinnum í viku á meðan íslenskir kollegar þeirra æfa mest 4-5 sinnum í viku. Þeir leika líka allan ársins hring, æfa og leika öll sumur, og við þetta er erfitt að keppa. Síðasta ár hefur landsliðið æft meira og stífar en nokkru sinni fyrr, enda er árang- urinn af því að koma í ljós núna.“ Framtíð íslensk handknattleiks - hvernig verðum við staddir eftir fimm til sex ár? „Þegar ég á litla möguleika á að spá í hvað gerist hér eftir viku, hvernig á ég þá að fara að því að sjá fimm til sex ár framí tímann? Leikmenn sem ég boða á æfingar láta ekki sjá sig og annað eftir því. En þegar horft er til yngri Ieikmanna verð ég að segja að ég tel að efniviðurinn nú sé ekki eins góður og hann hefur verið. Ég er hræddur um að fsland eigi ekki lengur landslið í sama gæðaflokki og í dag, eftir fimm til sjö ár.“ Bogdan, nú ert þú búinn að þjálfa hér á íslandi í ein sex ár. Hvað hefur haldið þér hérna svona lengi? „Á þessum sex árum sem ég hef verið hér á landi hef ég náð góðum árangri og það er lykillinn að því að ég dvelji hér áfram. Margir erlendir þjálfarar hafa komið hingað til lands og horfið jafnharðan á braut þegar árangur þeirra hefur ekki verið sá sem til var ætlast. Þetta er svarið við spurningunni - ef mér mistekst eitthvað, næ ekki því fram sem til er ætlast, er líklegt að ég hverfi fljótlega aftur til Póllands." Að lokum, Bogdan: Eftir þessa löngu dvöl hér á landi, ertu þá farinn að líta á þig sem íslending að einhverju leyti? „Þetta er mjög erfið spurning. Hér á fslandi hef ég fundið margt jákvætt, en einnig margt nei- kvætt. í hjarta mínu er ég ein- hvers staðar þarna mitt á milli... “ -VS /' P0 4 SÍÐA — ÞJÓOVILJINN Sunnudagur 9. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.