Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 6
- Plata mín TABU segir tíu stuttar sögur af fólki sem er til í raunveruleikanum, en flest þurft aö fela tilfinningar sínar í hinu forboöna myrkri, eða bæla þær algjörlega niður. Spjallað við Hörð Torfason tónlistarmann með meiru HörðurTorfason, fæddurí Reykjavík4. september 1945. Útskrifaður leikari úr Leik- listarskóla Þjóðleikhússins 1970, trúbador og baráttu- maður fyrir réttindum hómó- sexúal fólks, faðirfjögurra hljómplatna. Sú nýjasta þeirra heitirTabu, tekin upp í Dan- mörku við undirleik Kamar- orghesta. íslensk hljómplötu- fyrirtæki vildu ekki dreifa henni og varð því stans Harð- ar hér lengri en til stóð, þar eð hann er nú sjálfur að koma Tabu á markaðinn. Á þeim hlaupum var Hörður gripinn í Þjóðviljaviðtal. - Ertu óartarstrákur í þér? - Það má kannski segja það, og þó, var heldur; ég hef nú róast svolítið og þroskast. Það hefur ætíð fylgt mér einhver þörf til að hrista upp í fólki, að vera að segja eitthvað, hvort sem það er nú satt eða logið, en ég hef alltaf verið trúr minni sannfæringu og rétt- lætiskennd. Ég var t.d. aldrei feiminn við að viðurkenna fyrir fólki að ég væri hommi, það fór aldrei leynt en fyrir vikið varð maður fordæmdur og niður- lægður. Það ríkti svo mikil þögn hér fyrir 20 árum, það leit út fyrir að vandamál væru hér engin og það var auðvelt að útskúfa þeim sem viðurkenndu sig öðruvísi. Það er allt annað að koma hér nú, það virðist allt hafa opnast miklu meira, fólk er jákvæðara en áður var og svipurinn yfir Reykjavík er almennt jákvæðari og bjartari finnst mér.Það er talað meira og opinskár um hlutina nú. Viðtalið forðum í Samúel gaf ég sjálfum mér í þrjátíu ára afmælisgjöf, árið 1975. Það vakti óhemju athygli og einnig mikla reiði, það hefur kannski haft áhrif á að ég fór til Kaupmannahafnar til að setjast þar að. Aðalinntakið - Hvað með feril þinn sem tón- listarmaður, leikari? - Það er sagt að krókurinn beygist snemma. Ég er búinn að vera í tónlist faktískt allt mitt líf. Þegar ég var lítill, innan við tíu ára, var ég farinn að semja lög og skrifa ljóð og leikrit og hélt leikhús með hóp af krökkum. Þetta var aðalinntakið í lífinu og er enn þann dag í dag fyrir mér. Ég man ég kom fyrst fram í kir- kju, þegar ég var tólf ára gamall, þar sem sunnudagaskólinn var haldinn. Ég hafði gert texta við eitthvert vinsælt lag sem þá var, ég þorði nú ekki að flytja lag eftir sjálfan mig, og flutti það ásamt krökkum. Fólkið í kirkjunni varð svo yfir sig hrifið að það klappaði okkur upp aftur, en presturinn trylltist úr vonsku og hund- skammaði mig fyrir að orsaka klapp í kirkju. Ég kom ekki opinberlega fram aftur fyrr en rétt undir tvítugu, þá gekk yfir landið þjóðlagadella ein mikil og tríó urðu vinsælt tísku- fyrirbæri. Ég fór að koma fram með kassagítar og syngja lög eftir Dylan og Donovan, og var þá sagt að hér færi hinn íslenski Dyl- an eða Donovan. Þetta ergði mig, og ég ákvað að þar sem ég ætti nóg af lögum sjálfur við góð ljóð, sem ég hafði lesið sem strák- ur, væri eins gott að flytja þau fyrir fólk. Þetta vann á og ég var mikið beðinn um að koma fram, þar til ég fór inn í Leiklistar- skólann að mér var eiginlega bönnuð þessi opinbera iðja mín samfara náminu. Ég reyndi nátt- úrlega mitt besta til að svindla á því og oftlega með ágætum ár- angri. Ég útskrifaðist úr Leik- listarskóla Þjóðleikhússins 1979, hafði þá samband við Svavar Gests sem hlustaði á lögin og vildi endilega gefa þau út á plötu. Það var nú ekkert stúdíó til hér á þeim tíma, og basl að gera plötu, en því skemmtilegra að hugsa til þess eftir því sem fram líða stundir. En það á ekki alveg við mig að vera atvinnu-sviðsleikari. Þótt mér þyki gaman að leika, þá er það endurtekningin sem ég er svo frábitinn. Ég er hræddur um að ég myndi bara eyðileggja sýning- ar þegar fram í sækti, andstætt því sem leikari á að gera, hann á að geta haldið sínu striki. Uppúr 1972 sneri ég mér algjörlega að leikstjórn. Það er mitt stærsta áhugamál, að gera góðar leiksýn- ingar sem leikstjóri. Minn starfi í dag er að setja upp leiksýningar, þýða og skrifa, semja tónlist, og ég er kominn’ inn í bransann í Kaupmannahöfn sem ekki er svo auðvelt að slíta sig frá. Ég er ekki tilbúinn að rífa mig úr honum til þess að flytja heim til íslands, auðvitað sakna ég alltaf vina og fjölskyldunnar - og náttúrunnar, en úti bíða mín góð tilboð sem ég verð að vinna úr og get ekki hent frá mér. Hugsjónamennskan og brauðstritið Mannréttindabaráttan hefur löngum átt hug minn allan og ég hef reynt að nýta mína hæfileika til að verða til góðs - ekki ein- göngu sjálfs mín vegna, heldur fyrir þjóðfélagið og það umhverfi sem ég bý í. Og það þýðir ekki að dæma manneskjuna af öðru en verkum hennar. Það getur verið ansi þreytandi að vera fyrst og fremst skoðaður sem hommi, en þetta er bara eðlileg afleiðing baráttunnar fyrir réttlætinu. Bar- átta hómóphil fólks kostar það margar fórnir og maður verður að gera það ákaflega vandlega upp við sig hverju er verið að fórna og til hvers. Það þýðir held- ur ekki að vera með neina hálf- velgju í þessum málum, maður gefur annað hvort allt eða ekkert, annars ber það ekki árangur. Ég hef kosið að gefa allt. En ég er fyrst og fremst mannveran Hörð- ur Torfason. Það er enginn mun- ur á að vera heterophil eða hóm- óphil, það eru sömu tilfinning- arnarsembúa að baki ástarsam- böndum, samlífi fólks og sam- böndum þess, - allar hinar mann- legu hliðar. Þungamiðjan í manni, að skilja og vilja að draumurinn um betra líf og réttlátara geti ræst, er í vit- undinni um að hafa notað þessa stuttu, eða löngu, dvöl hér á jörð- inni til þess að hjálpa öðrum, því að ég veit hvað það er að standa í erfiðleikum og hef fundið hvað það er mér mikils virði þegar aðr- ir hafa hjálpað mér og stutt. Og ég get ekki umborið þá hugsun að aðrir hér eigi eftir að þola sömu fyrirlitningu og fordóma og ég hef liðið. Til þess er maður að berjast. Én þetta eru því miður ekki launuð störf, engin hugsjónastörf eru það, og oft rekast á hugsjón- amennskan og brauðstritið. Sossinn - Ég reyndi líka hvernig er að vera á sossanum svokallaða, sósí- al atvinnuleysisstyrk. Ég var atvinnulaus í rúmt ár, og það er talsverð lífsreynsla út af fyrir sig að lifa við þau skilyrði og skorður, sem atvinnuleysið setur manni. Maður verður að mæta í eftirlit, stimpla sig inn og taka á móti þessum fáu krónum sem maður verður að lifa af. Þetta er óskemmtilegt að lifa við, og ég get vel ímyndað mér að fólk, sem er alið upp við að vinna, líði veru- lega fyrir að vera atvinnulaust. Það tekur á taugarnar og skapið að búa við þetta, og þetta er gífurlega mikið vandamál í Kaup- mannahöfn og víða um heim. Én fólk ætti ekki að skammast sín neitt fyrir að vera án atvinnu, því að ástandið er orðið þannig í heiminum að stór hluti verður að vera atvinnulaus, stjórnvöld valda þessu ekki betur. Þetta er engin skömm, bara afleiðing vorra tíma-tækniþróunar. Aðal- atriðið er að gera eitthvað já- kvætt við sitt eigið líf við þessi skilyrði, að staðna ekki einsog fólk gerir voða mikið í Kaup- mannahöfn. Þar sem fríið er og skyldan kallar hvergi leiðist það mikið út í alkóhól og dóp, sem er forarpyttur atvinnuleysisins, og mikið af þessu fólki sekkur ofan í hann. Það er nefnilega erfiðara að vera atvinnulaus en að vera með fasta vinnu. Maður þarf að gæta eigin lífs og standa gersam- lega skil á sjálfum sér. Ef illa fer er engum öðrum um að kenna. TABU - Þú ert hér nú til að kynna og dreifa nýrri plötu þinni, TABU. Hvernig gengur? - Geysivel. Hún verður bara seld hér í takmörkuðu upplagi, 800 plötur og 500 eða 1000 spól- ur, og verður ekki meira hér til sölu eftir þann skammt, því ég er að selja frá mér réttindin. Ég verð niðrí Austurstræti með sölu- tjald til jóla að selja plötuna sem verður í pakka með plötu minni Dægradvöl, sem hvergi fæst núna í hljómplötuverslunum. Fálkinn ætlaði upphaflega að annast dreifingu á Tabu en svo hættu þeir við. - Af hverju? - Ja, ég bað nú ekki um neina skýringu.Ég tek því ef sagt er nei við mig. Og bisness er bisness - nei þýðir nei... Ókey, - bless. Kannski voru það textarnir. - Um hvað eru þeir? - Á Tabu tek ég fyrir 10 litlar sögur, dæmi úr mannlegu lífi, sem öll eiga það sameiginlegt að vera tabú, eða forboðin. Þessi plata er á engan hátt ögrandi, hún er ekki ljót en hún flíkar málum sem almennt eru ekki rædd. Allt þemað á plötunni þekki ég, eða hef séð í kringum mig sem part af veruleikanum. Ég byrja á því að syngja um Mömmustrákana, þessa litlu guði eða Hitlera sem komist hafa í valdastöður sem þeir svo mis- brúka, t.d. hvernig dyraverðir misnota aðstöðu sína. Þessi texti er mín paródía á ofbeldi. Þá syng ég um manninn sem tælir litla stúlku til sín með sælgæti og myrðir síðan. í Nýjum rósum geri ég mér leik að því að vera hommi sem er að syngja ástarljóð til karl- manns. Ef hlustandi hugsar ekki um eða veit ekki að ég er hommi þá gæti þetta eins hafa verið ort til kvenmanns. Ég gef fólki leyfi til að velja. Síðan er það homminn, í Götusöng, maðurinn sem er að fela sig, laumuhomminn, giftur og á bíl sem hann fer í akandi um kvöldin og næturnar til að húkka úti á götum. Þetta er mjög al- gengt hér á landi, ég Iendi alla- vega mjög oft í því. Ég kalla þá bflstjórahommana. Þá er það litli dekurdrengurinn sem veit ekki um hvað raunverulegt líf snýst, ég velti fyrir mér hvað verður um svona börn. Katrín fjallar um fal- legu stelpuna sem enginn trúir að sé lesba, þær eru í augum karla eða eiga að vera með vindil í munnvikinu undir stýri á vörubfl eða þá hafnarverkamenn. Við barinn fjallar um narsissistana, fólkið sem gengst upp í sjálfs- dýrkun, klæðnaði og útliti. Þetta dauða fólk sem er orðið ákaflega úrkynjað á margan hátt, það verður að vera í réttum klæðum á réttum tíma, það gefur aldrei neitt af sér en segir: reyndu við mig, ég má ekki vera að því að reyna við þig, því eftir augnablik þegar tískan skiptir um lit verð ég að vera tilbúinn. Þetta fyrirbæri sér maður ofboðslega mikið, og sérstaklega hér. Þá tala ég um kanamelluna, Trixie Delight. Það er nú strákur hér sem til- einkar sér þennan söng, en hér er ég að hugsa um þá fordóma sem íslenskar konur hafa þurft að sæta frá körlunum þegar þær hafa orðið ástfangnar af bandarískum hermönnum af vellinum. Þær konur eru yfirleitt kallaðar kana- mellur, því þær eiga að láta allt útlenskt í friði. í Við spegilinn, fjalla ég um klæðaskiptinginn, sem er mál sem aldrei er hreyft við hérna. Hann er ekki hómó- sexúal maður, en er haldinn þeirri þörf að klæðast kven- mannsfötum. Síðasta lagið, Martröð, sem átti upphaflega að vera á Dægradvöl, fjallar um sér- .kennilegt og óttablandið ástand manns sem veit ekki glöggt hvort hann dreymir óhugnanlegt símtal eða ekki. Þetta er reynsla tekin beint úr mínu lífi, allar hótanirnar sem ég fékk á meðan ég bjó hérna og kúgunin sem þeim fylgdi. Eg er að reyna að gefa fólki, Jóni og Gunnu og Pétri og Páli úti í bæ, upplýsingar um þetta fólk sem er til, bregða upp stuttum myndum af því án þess að ýkja. I.mar 6 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Sunnudagur 9. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.