Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA Er bilið að breikka? Stefán Ólafsson kennirfé- lagsfræði í Háskólanum og hefurfjallaðnokkuðopinber- lega um tekjuskiptingu og velferðarkerfi. Hvernig skýrir hann það að hér blómstrar lúxusinn þrátt fyrir gríðarlegar kjaraskerðingar? - Já, þetta hefur komið mörg- um á óvart, en á því eru minnst tvær afar eðlilegar skýringar. Sú fyrri er að þótt þjóðartekjur hafi minnkað um tíu prósent á tveimur árum erum við enn með- al ríkustu þjóða heims. Við höf- um sigið úr sjötta sæti í 12.-14. á listanum um þjóðartekjur á mann frá árinu 1980. Pess vegna eru augljóslega Stefán Ólafsson lektor Marmarinn sprettur í Reykjavík ríka fólksins miklir peningar í umferð á íslandi þrátt fyrir kreppuna. Ef allt þetta tal um að ekki séu til peningar væri rétt hefði stór hluti þjóðar- auðsins verið fluttur úr landi. Svo er þó líklega ekki. - Síðari skýringin lýtur svo að því hvar þessir peningar eru niður komnir. Það sem ríkisstjórnin hefur gert með efna- hagsráðstöfunum sínum er að flytja fjármuni í stórum stíl frá einum þjóðfélagshópi til annars. Sjávarútvegur var í vanda og þurfti aðstoð sem erfitt var að neita honum um vegna þess að greinin hefur mikla þýðingu í þjóðarbúskapnum. En af fá- dæma verlferðarumhyggju fyrir fyrirtækjum almennt hefur ríkis- stjórnin fært öðrum atvinnu- greinum jafnvel ennþá meiri tekjuauka en sjávarútveginum. Þetta á helst við um fyrirtæki í verslun, iðnaði og ýmissi þjón- ustu. Þessi fyrirtæki þurftu ekki á neinum gullmolum að halda úr vösum launamanna. Þau hafa hins vegar tekið við peningunum og eytt þeim í óarðbæra eigna- söfnun og í einkaneyslu eigenda og stjórnenda. - Af þessu tilefni er oft talað um að nú búi tvær þjóðir í landinu. í rauninni er réttara að tala um þrjár þjóðir sem upplifa kreppuna á ólíkan hátt. í fyrsta lagi eru þeir sem urðu fyrir 25 prósent kjaraskerðingu, einkum láglaunafólk og opinber- ir starfsmenn. í öðru lagi eru þeir sem urðu fyrir 25 prósent kjaraskerðingu sem síðan var bætt upp með auknum yfirborgunum. Þetta eru einkum betur settar stéttir á eignamarkaði. f þriðja lagi koma svo atvinnu- rekendur sem margir juku tekjur sínar fyrir tilstilli ríkisstjórnar- innar. Tveir síðari hóparnir halda uppi neyslunni nú á dögum. Á þennan hátt verður skiljan- legt að kaupmáttur rýrnar um 25 prósent en einkaneysla minnkar aðeins um 12 prósent, - og þess vegna fjölgar verslunum og marmaraplötum í Reykjavík ríka fólksins. -m Tvœr þjóðir Ólöf María Guðbjartsdóttir: „Það er alveg greinilegt að bilið er að stækka milli manna sem eiga mikið af peningum og þeirra sem eiga því miður alltof lítið.'Það er bara auðséð á öllu í þjóðfélaginu. Ég veit um fólk sem er sprengríkt. Ég veit líka um fólk þar sem endar ná ekki saman. Með þessu framhaldi þá held ég að það sé Ijóst að það eru að verða til tvær þjóðir í landinu. Því miður.“ Ráðherralaun Kristmundur Hjaltason: „Já, bil- ið er að aukast. Það eru til menn sem eru mjög ríkir, til dæmis ráð- herrar og menn í innflutningi“. -ÖS Efast ekki um það Anna Lísa Blomsterberg var að flýta sér í strætó á Hlemmi: „Ég efast ekk: um að bilið er að breikka milli þeirra sem eiga nóga peninga og hinna. Þetta er svo stórt mál að ég þyrfti helst marga klukkutíma til að ræða um það við ykkur, mér finnst þetta svo mikið atriði. ...Bless, ég er farin í strætó..." -ÖS LEIÐARI Tvœr þióðir Sú ríkisstjórn sem situr viö völd hefur afrekað aö hafa á einu og hálfu ári rænt úr vösum launa- fólks sem svarar til fjóröu hverrar krónu. Fram að samningunum haföi kaupmáttur launafólks rýrnaö um meir en fjóröung. Nú er allt útlit fyrir að svokallaöar „efnahagsráöstafanir" ríkis- stjórnarinnar valdi því aö kaupmátturinn fari ennþá neöar en upphaflega var ætlaö. Jafn byltingarkenndar eignatilfærslur hafa aldrei áöur átt sér staö í þjóðfélaginu. Minnkandi kaupmáttur hjá launafólki ætti væntanlega aö koma fram í minni neyslu og samdrætti í innflutningi. Því er samt ekki aö heilsa, samkvæmt októberhefti Hagtalna mán- aðarins, sem Seölabankinn gefur út. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins 1984 varö halli á viöskiptajöfnuði við útlönd óhagstæður um 694 milljónir króna, en var hagstæður um svip- aðar upphæöir árið áður. Þar kemur fram að innflutningur hefur stóraukist. Þetta þýöir meðal annars, að meðan kaupmáttur hjá stórum hópum þjóðfélagsins hefur dregist saman, þá hefur hann aukist hjá öörum. Þeir sem búa viö betri kjör undir núver- andi ríkisstjórn en áöur eru til að mýnda þeir sem hafa vaxtatekjur, þeir sem fá arö, eiga eignir og ekki síst kaupsýslufólk. Þaö er þetta fólk sem blómstrar undir núverandi stjórn og heldur uppi háu eftirspurnarstigi og þar meö innflutningi. Skattbyrði þessa fólks hefur minnkað um milljarða undir þessari ríkis- stjórn. Ríkidæmi þessara hópa hefur einmitt komið í Ijós á síðustu dögum. Þaö er verið aö stofna sérstakan Lúxusklúbb fyrir nýríku nonnanna í stóru einbýlishúsunum, og sérstakt Lúxusblað sá dagsins Ijós í síðustu viku. í stíl viö þetta var svo haldin lúxushátíð í reykvískum skemmtistað á dögunum, þar sem eðalsteinar voru bornir fram til sýnis, ríkisbubbar og -bubbur sötruöu kampavín og tróðu handunnu, svissnesku súkkulaði upp í gullhlaðna gúlana á sér. Hápunktur kvöldsins var svo þegar sýndir voru loðfeldar sem kostuöu hundruö þúsunda hver, sá dýrasti 325 þúsund krónur!! Tekur þetta ekki af öll tvímæli um aö hér er upp risin þjóö innan þjóöar, lúxusþjóðin svonefnda sem hefst við í einbýlishöllum, skartar loöfeldum og eöalsteinum og á bíl fyrir hvern fjölskyldumeö- lim; minnst einn á kjaft? A sama tíma og þetta gerist hefur ekki í annan tíma verið jafn mikið af fólki sem þarfnast aö- stoöar. Þjóðviljinn greindi þannig frá því í vik- unni, að umsóknir um styrki frá Mæðrastyrks- nefnd hefðu aldrei verið jafn margar og nú. „Mjög margar eru frá fólki sem aldrei hefur leitað til okkar áöur,“ sögöu starfsmenn nefndarinnar. „Þrátt fyrir tryggingakerfi okkar eru margir ótrúlega illa staddir í dag“. Þetta er mergur málsins. Ástandiö í dag er ótrúlega slæmt. Undir núverandi stjórnvöldum hefur biliö milli þeirra, sem hafa gnótt fjár og hinna, stóraukist. Fjármangarar og kaupsýslu- fólk hefur sjaldan upplifað jafn mikið góðæri og nú, meðan fjöldi manna í landinu hefur aldrei upplifað eymd fyrr en á síðustu tímum. Staðreyndin er sú, aö á íslandi eru aö verða til tvær þjóðir. Annars vegar lúxusþjóðin og hins vegar þorri launafólks. Þessu ástandi verður ekki breytt fyrr en ríkis- stjórn lúxusklúbbsins fer frá. Því fyrr - því betra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.