Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 7
Hvers vegna er kóngafólk vinscelt? Glaumgosinn feiti sem varsíðasti konungur Egyptalands, Farúk hét hann, lét einu sinni svo um mælt, að dagar kónga í heiminum væru senn taldir. Um næstu aldamót, spáði hann, verða aðeins f imm kóngar uppi - Hjartakóng- ur, Spaðakóngur, Tígulk- óngur, Laufakóngurog Englandskóngur. Rétt er það að minnsta kosti hjá Farúk, að breskir þegnar láta engan bilbug á sér fínna í dýrkun sinni á konungsfjölskyldunni. Að sönnu hafa jafnan verið til lýð- veldissinnar í Bretlandi og Wil- liam Hamilton, þingmaður Verkamannaflokksins frá Skot- landi, er einn þeirra sem þreytast ekki á að kvarta um alla þá sóun sem fylgir því að halda uppi kon- ungsfjölskyldu. Hamilton er meira að segja svo ókurteis stundum, að kalla Elísabetu drottningu og hennar fólk sníkju- dýr. En slíkur málflutningur fell- ur ekki í góðan jarðveg á Bret- landi, svo mikið er víst. Og einn af helstu talsmönnum Verka- mannaflokksins hefur látið svo um mælt að „við eigum okkur enn andstæðinga konungdæmis, en við getum ekki leyft okkur þann munað að stríða gegn fólk- inu í Buckinghamhöll. Það kostar okkur atkvæði og við höfum nú þegar tapað alltof mörgum". Flótti og huggun Þegar talið berst að vinsældum breska kóngafólksins grípa menn einna helst til einhvers konar fé- lagssálfræði. Sumir segja sem svo, að kóngafólkið sé tákn og ímynd um horfinn eða hverfandi mikilleik Bretlands, sem margur sakni og vildi gjarna láta minna sig á. Þá sé það líka þægilegur lífsflótti ef svo mætti að segja, að fylgjast með brúðkaupum og barnaskírnum hjá fjölskyldu, sem nýtur forréttinda ævintýra persóna - þeim mun fremur sem það er þegjandi samkomulag um að halda drottningu utan við hið pólitíska þref eftir því sem hægt er. Enn er minnt á hið gífurlega afl fjölmiðlanna sem heldur uppi stöðugum áhuga á kóngafólkinu. Til að mynda hafa öll helstu blöð nokkurt lið að starfi sem hefur það verkefni að standa á „kónga- gægjum“ ef svo mætti að orði komast. Og fjölmiðlarnir geta fyrir sitt leyti komist furðu langt með að laga persónur úr kónga- fólksleikritinueilífa í hendi sér. James Whittaker heitir konungs- spíón blaðsins Daiiy Mirror og hann hefur komist svo að orði í viðtali um Díönu prinsessu og mann hennar Karl ríkisarfa og prins af Wales: „Það er ekki rétt að ég hafi komið þessu hjónabandi á fót. Hitt er svo rétt, að við byggðum Díönu prinsessu upp sem svo sæta og saklausa veru, að Eng- lendingar urðu á augabragði bál- skotnir í henni. Ef að Karl hefði gert sig sekan um þá heimsku að giftast henni ekki - þá hefði hann gert sig mjög óvinsælan". Whit- taker bætir því við, að Diana sé að sönnu ekkert gáfnaijós, en hún „vissi alltaf hvað hún vildi“. Enn er að minna á það, að breska kóngafólkið, hefur all- miklu hlutverki að gegna sem sölumenn breskrar vöru - rétt eins og annað kóngafólk í Evrópu stendur líka í því að „selja“ alls- konar varning frá sínum löndum. Svo virðist sem öngvir séu eins jafnforlyftir í kóngafólki og aðli og einmitt hákarlar viðskiptalífs- ins. Ef maður getur boðið upp á kóng eða drottningu, er haft eftir dönskum diplómata, þá standa allar dyr opnar. Eyrir ekkjunnar En kannski er það lífsflóttinn og öskubuskudraumurinn sem mestu ræður um vinsældir kóng- afólksins þegar allt kemur til alls. Þegar kolanámumenn berjast við lögreglu upp á dag hvern, þegar atvinnuleysingjar eru talsvert á fjórðu miljón, leita furðu margir sér huggunar í því að einhvers staðar sé til fólk sem sýnist alsælt og er bæði ríkt og frægt fyrirhafn- arlítið. Þess er skemmst að minn- ast, hvílíkur fögnuður greip um sig á Bretlandi nú í september í haust þegar margnefnd Diana prinsessa eignaðst annan son sinn. Fögnuður þessi kom einatt fram í grátbroslegum dæmum eins og þegar sjónvarpsvélar veiddu til að mynda unga konu á skerminn daginn sem nýr prins kom í heiminn. Hún hafði lagt að baki langa leið frá fátæku út- hverfi Lundúna og sagði: „Ég fékk lánuð þrjú pund hjá grannkonunni til að geta keypt blómvönd handa prinsessunni. Ég var nefnilega ekki búin að fá greiðsluna mína frá Félagsmála- stofnun...." Andspænis svo hjartnæmum senum þótti það eins og hver ann- ar dónaskapur þegar vinstrisinn- aður þingmaður, Stan Thorne, sagði í viðtali við Time sama dag: „Eg ætla bara að vona að prinsinn muni eiga auðveldara með að koma sér í vinnu síðarmeir en þau börn flest sem í heiminn koma í mínu kjördæmi....“ ÁB tók saman f% Rannsóknaaðstaða við JSS Atómvísindastof nun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaupmannahöfn kann að verða völ á rannsóknaaðstöðu fyrir íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu fylgir styrkurtil eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræðilegra atómvísinda er við stofnunina unnt að leggja stund á stjarneðlis- fræði og eðlisfræði fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræði- legri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina fylgja umsókn, ásamt ítarlegri greinargerð um menntun, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknar- eyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. - Umsóknir skulu sendartil: NOR- DITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 KöbenhavnÖ, Dan- mark, fyrir 15. desember nk. Menntamálaráðuneytið 5. desember 1984. YASHICA MF2 a ltr.2500 nett mundavál sem notar.3Smm filmu • Innbyggt eilífðarflass, sem gefur merki sé notkun þess þörí. • Rafhlöður endast á u.þ.b. 250 ílassmyndir. • Engar stillingar MYNDARLEG GJÖF HfíNS PETERSEN HF Jörð til sölu Vegna pólitískra ástæðna er eftirgreind jarðeign til sölu þ.e. Undirfell í Vatnsdal A-Hún. Á jörðinni hvíla engar veðskuldir og/eða aðrar fjárhagslegar skuld- bindingar. Hlunnindi eru lax- og silungsveiði, gæsa- og rjúpna- veiði. Kvaðir eru eftirgreindar: land undir kirkju og kirkjugarð, hefur hingað til verið gjaldfrítt, einnig er sauðfjár- og hrossarétt á jörðinni og nokkur ágangur og óþægindi er af því, en á móti kemur að frí fjallskil eru af allt að 350-400 ærgildum sem þýðir í raun að jarðeigandi þarf vart að fara í göngur nema hann vilji. Þar sem veðursæld er mikil í Vatnsdalnum er jörðin mjög hæf að hluta tii nytjaskógræktunar og ef hugs- anlegur kaupandi vildi leggja verulegt fé í skógrækt getur orðið lágt nafnverð á jörðinni. Hinsvegar yrðu þá mjög strangir skilmálar um fram- kvæmd og eftirlit á því að við áætlun yrði staðið að viðlagðri riftun á sölusamningi. Áætlaður framkvæmdartími yrði 2-4 ár og eftirlitstími 10-15 ár. Áætlaður stofnkostnaður er um 1 -1,5 milljón fyrir utan jarðarverðið sem yrði að uppfylltum skilyrð- um mjög lágt. í tilboði skal vera nafn tilboðsaðila einstaklings og/eða samtaka ásamt símanúmeri. Sérákvæði: ekki þýðir fyrir Sjálfstæðisflokksmenn að gera tilboð eða Framsóknarmenn sem hafa kosið þann flokk eftir 1978. Tilboði frá slíkum aðilum er fyrirfram hafnað, ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þinglýstur eigandi og seljandi er Bjarni Hannesson. Tilboð skulu send í pósthólf 340, Kópavogi. Merkt „Pólitík 007“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.