Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 8
ER SKIRTEINI ÞIITUR GILDIGENGID? ökuleyfið á hverjuari vegna vanrækslu við endur- nýjun. Slík vanræksla getur kostað það, að taka þurfi ökupróf að tiýju. í tilefni 5 ára afmælis Passamynda bjóðum við 15% afslátt í desember á öllum passamyndatökum. Við endurnýjun öku skirteinis þarf að hafa eftirfarandi handbært: • Nýjarskírteinisinyndir Gamla ökuskírteinið • Læknisvottorð 11315 PASSAMYNDIR í ALLA PASSA Á HLEMMI Veislusalir Veislu- og fundaþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvœmi og mannfagnadi. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantið límanlega fyrir veturinn. RISIÐ Veislusalur Hverfísgötu 105 símar: 20024-10024-29670. Lóðaúthlutun í miðbæ Kópavogs Eftirtaldar 6 lóðir fyrir þjónustu- og skrifstofuhúsnæði í miðbæ Kópavogs eru lausar til umsóknar: Hamraborg 10 og 10a, hótel og veitingaþjónusta, Fannborg 4,6,8 og 10, skrifstofur, þjónusta og félags- legt starf, e.t.v. nokkur verslun. Umsóknarfrestur er til 27. des. nk. Umsóknareyðublöð ásamt skipulags- og byggingar- skilmálum fást á skrifstofu Borgarverkfræðings Kópa- vogs, Fannborg 2, virka daga milli kl. 9.30 og 15. Bæjarverkfræðingur Ógœfan, guð og manneskjan í tilefni bókar fyrir þá sem hafa reiðst guði sínum Það er alltaf öðru hvoru verið að gefa út bækur sem eiga að kenna mönnum að lifa lífinu. Lifðu lífinu lifandi, segir ein bók- in. Vertu þú sjálfur, segir önnur. Eiska skaltu sjálfan þig, segir hin þriðja. Finndu G-blettinn á kon- unni þinni, segir hin fjórða. Hvers vegna ég? Ein sérstæð bók er nýkomin út í þessum flokki og hefur víða far- ið á undanförnum árum. Hún er um ógæfuna, manninn og guð og kemur með nokkuð sérstæðum hætti inn í íslenskan hugmynda- heim. Höfundurinn er nefnilega rabbí, gyðingaprestur, banda- rískur reyndar og heitir Harold Kushner. Bókin heitir „Hvers vegna ég?“ en titill hennar var nokkuð lengri upphaflega: „F>eg- ar bölið sækir góða menn heim“. Bókin fjallar semsagt um gamlan og nýjan vanda þeirra sem setja traust sitt á gæsku réttláts guðs. Jón Ormur Halldórsson hefur þýtt bókina einkar læsilega. Út- gefandi er Vaka. Rabbí Kushner varð fyrir þeirri þungbæru reynslu, að sonur hans Aron tók sjaldgæfa veiki. Pegar á barnsaldri byrjaði líkami hans að hrörna og aðeins fjórtán ára dó drengurinn úr „elli“. Og rabbíinn lét þessa hörmulegu reynslu verða sér hvöt til að taka upp á ný þann gamla vanda, sem hann hafði vitanlega sem sálusorgari orðið að glíma við margsinnis: hvers vegna lætur algóður guð þetta koma yfir mig, trúaðan og tiltölulega réttlátan mann? Og hann skrifar bókina fyrir fólk sem „vill áfram trúa á guð, en hefur reiðst honum svo að það fær vart trúað né getur látið huggast.“ Ófullnœgjandl svör Rabbí Kushner rekur síðan al- geng viðbrögð manna við óvæntri og að því er virðist „ástæðu- lausri“ ógæfu. Par kemur strax fram trúarlegur arfur, sem er ís- lendingum nútímans flestum fjar- lægur - ef marka má kannanir ný- Iegar. Til dæmis eru margir úr nánu umhverfi Kushners enn haldnir vissum hugmyndum í þá veru, að guð refsi ranglátum og umbuni réttlátum hér á jörðu. Petta er mjög tengt j arðsambandi gyðingdómsins, sem er fyrst og fremst fyrirmæli um breytni í þessu lífi. Það er líka mjög gyð- inglegt, þegar ýmsir skjólstæð- ingar rabbíans segja: Þetta var mátulegt á mig, ég hefi vanrækt boð drottins. Er ekki Gamla test- amentið að miklu leyti reiðilestur Jahves yfir börnum ísraels sem hafa sýnt honum ótrúmennsku? (Enn í dag telja rétttrúaðir gyð- ingar að Israelsríki sé ómark og Messías komi ekki fyrr en allir gyðingar uppfylli lögmálið). í þriðja lagi vísar Kushner frá sér þeirri huggun, að „bölið sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki“ eins og Einar Ben. kvað - það er að segja, hann segir: Við getum ekki vísað ógæfusömu fólki á um- bun á himnum. Við vitum ekkert um annað líf. Það er ekki einu sinni víst að persónulegur ódauð- leiki sé æskilegur, segir höfundur á öðrum stað. í þessari afstöðu er óneitanlega að fínna meiri hugprýði en í hin- um ofur þægilegu persónulegu trúarbrögðum flestra íslendinga, sem eru vissir um, að hvemig sem allt veltist, þá verði þeir sjálfir jafnan ofan á og lifi áfram um alla eilífð langt utan við skammdegi, verðbólgu og timburmenn. Kushner neitar sér líka um að hugga fólk í sorgum með því að segja sem svo, að þjáningar séu af guði sendar sem einskonar skírsla og skilji þær menn eftir næmari og betri á eftir. Svona tal, segir rabbíinn, er ekki til þess ætlað í reynd að hjálpa fólki í sorg sinni, heldur til þess að verja guð fyrir ásökunum hinna ógæfusömu! Rabbíinn telur semsagt öll svör ófullnægjandi sem fyrr voru rak- in. En hvað er þá til bragðs að taka? Hverju stjórnar guð? Harold Kushner bregður á það ráð, og leggur þá út af þeim skáldlegu svörum við erfíðum spurningum sem lesin eru af bók- inni um harmkvælamanninn Job, að guð sé í raun og veru ekki al- ináttugur. Menn eigi ekki að gera ráð fyrir því að hann stjórni öllu. Það er meira að.segja nauðsyn- legt fyrir sjálfsvirðingu okkar. Nú mætti kannski snúa upp á rabbí Kushner því, sem hann áður sagði um kenninguna um blessun þjáningarinnar, að hann sé blátt áfram að verj a guð ámæli. Guð getur ekki að öllu gert, það þýðir ekki að ásaka hann. En hér er þó annað á ferð: sá sterki straumur í gyðingdómi að líta á manninn sem samverkamann guðs. Sköpunarverkinu er kann- ski lokið að mestu leyti - en við sjálf eigum að sjá um afganginn. Að rjúfa einangrun í framhaldi af þessu snýr Kus- hner sér frá hinum stærstu málum (sem seint fást svör við) og að breytni andspænis dauða og þján- ingum. Það er vafalaust hægt að finna að ýmsu í málsmeðferðinni, en þetta er engu að síður heldur geðsleg sálusorgun, miðað við ýmislegt það sem menn hafa heyrt í kringum sig fyrr og síðar. Rabbíinn fer með ýmislegt skynsamlegt gegn sektarkennd þeirri, sem einatt grípur þá sem þjást eða nána aðstandendur, gegn leitinni að sökudólgum, gegn þeirri áráttu að menn stundi bjálfalegan samanburð á sínum vandræðum og annarra. Hann mælir líka ágætlega gegn sér- gæslu bænarinnar hjá þeim sem annaðhvort eru að betla ölmusu eða haga sér eins við guð og slótt- ugir viðskiptavinir sem hafa sett upp óskalista og spyrja um verð- lag á þeirri fyrirgreiðslu sem drottinn allsherjar veitir. Ekki veit ég hve dæmigerð trú þessa rabbía sem bókina skrifaði er fyrir gyðingdóm eða nútíma- viðleitni guðfræðinga yfir höfuð. En hún er aðlaðandi fyrst og síð- ast fyrir sakir jarðsambands hennar, vegna lítillar áherslu á hinummeginóskhyggju og þæg- indatrú. Rabbí Kushner gleymir að sjálfsögðu ekki sínum guði sem „er sá sem ég er“ - en trúar- brögð hans snúa þó fyrst og fremst að sambandi manna í milli. Besta hlutverk trúarbragða er að rjúfa einangrun fólks. „Guð blæs fólki því í brjóst að hjálpa öðru fólki og forðar þannig öllum frá tilfinningum einangrunar og þess að vera yfirgefnir og dæmd- ir“. Nú kann einhver að spyrja: Er það guð sem í slíkum innblæstri stendur? Um svör við því dugar vísast ekki að vísa á neina bóka hve viturleg sem hún annars væri. Ég leyfi mér að vitna í því sam- bandi í annan rabbía, Emanúel Rackman, sem taldi óráðlegt að lifa í fullvissu um guð - því fullvissa, sagði hann, er upphaf ofstækis. ÁB. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.