Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Miðstjórn AB Fundur 8. - 9. desember Fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar Alþýðubandalagsins er boð- aður helgina 8. - 9. desember nk. Hefst hann kl. 13.00 að Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1) Kosning framkvæmdastjórnar. 2) Kosning utanríkismálanefndar. 3) Skipan starfshópa kjördæma innan miðstjórnar. 4) Umræður um verkefni sem flokksráðsfundur vísaði til miðstjórnar. 5) Þjóðviljinn og útgáfa flokksins. 6) Fjármál AB. 7) Niðurstöður ASÍ-þings. 8) Önnur mál. Áætlað er að fundinum Ijúki um kl. 16.00 á sunnudeginum. Mikilvægt er að allir miðstjórnar- menn mæti á þennan fyrsta fund til að ræða verkefnin á næstu misserum og starfsaðferðir. Landsfundur er á næsta ári og mikil- vægt að hefja undirbúning hans sem fyrst. - Formaður. Umhverfisrnálahópur AB Fundur um álver við Eyjafjörð verður haldinn miðvikudaginn 12. desember að Hverf isgötu 105 og hefst hann kl. 20.30. Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur og starfsmaður Náttúrugripasafns Akureyrar segir frá baráttu áhug- asamtaka gegn áíveri við Eyjafjörð og stöðu mála. Þessi umræðu- hópur um umhverfismál er opinn öllu áhugafólki og er flokksleg aðild að Alþýðubandalaginu ekki skilyrði fyrir þátttöku. AB Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur á mánudag Fundurinn verður mánudaginn 10. desember í Skálanum, Strandgötu 41. Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund, mál- efni nefnda og önnur mál. Munið að fundurinn er opinn öllum félagsmönnúm. AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 10. des. kl. 20.30. Dagskrá: 1) Rædd stefnaog vinnubrögðviðfjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1985. 2) Atvinnumálin. Ráðið er opið öllum félögum. Mjög mikilvægt er að fulltrúar flokksins í nefndum mæti. AB Keflavík Bókmenntakynning verður haldin sunnudaginn 9. desember kl. 17.00, í húsi verslun- arfélagsins að Hafnargötu 28. Dagskráin hefst með því að Edda Andrésdóttir les úr bók sinni og Auðar Laxness „Á Gljúfrasteini". Þorgeir Þorgeirsson les úr bók sinni „Ja þessi heimur", og úr nýrri þýðingu sinni á bók Heinesens „De fortabte spillemænd". Að lokum mun Árni Bergmann lesa úr nýrri skáldsögu sinni „Með kveðju frá Dublin". Léttar veitingar og piparkökur. - Stjórnin. Almennur fundur verður í Rein, sunnudaginn 9. desember kl. 14.00. Dagskrá: Fisk- veiðistefnan og kvótakerfið. Framsögumenn verða Margrét Frímannsdóttir og Skúli Alexandersson. ABR BÆJARRÖLT Nú andar suðrið Það hlægir mig að við íslend- ingar, þessi friðelskandi og her- lausa þjóð, skulum vera orðnir aðalskotmark í kjarnorkustríði. Það þurfti samt ekki að segja mér tíðindin þrisvar. Fyrir nokkrum árum var ég sendur af blaðinu mínu í kana- kokteil á Vellinum og ég fór með lítils háttar hiksta og ropa. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem blaðamaður Þjóðviljans var sendur slíkra erindagjörða suður á vit „óvinarins" í sjálft víg- hreiður hans. Formlegt tilefni var koma fljúgandi ratsjártölva sem kallast AWACS en raunveru- legur tilgangur var að spyrja óþægilegra spurninga og taka ljósmyndir. Við höfðum nefni- lega haft af því spurnir að senni- lega væri Keflavíkurflugvöllur kjarnorkuvíghreiður, höfðum lesið það í bandarísku hernaðar- tímariti. Það skal tekið fram að þetta var árið 1978 eða áður en hinn grunsamlegi öfgamaður Vil- hjálmur af Örkinni kom fram í dagljósið. Jæja, það er ekkert með það að við erum snarlega drifnir í kokt- eilinn svona rétt til að hita okkur upp áður en Flinn óttalegi leynd- ardómur, tækniundrið AWACS, heiðraði Miðnesheiði með nær- veru sinni. Svo kom flugvélin með ratsjárskjá á herðum og út sté frítt lið með Martíni aðmírál í broddi fylkingar. Við heilsuðum honum kærlega og hann bauð okkur að ganga um borð. Að því búnu var skálmað í sjálfan offís- éraklúbbinn og sest til borðs yfir tíbónsteik og rósavíni með ís í piparmintulíkjör í eftirmat. Borðnautur minn var enginn annar en cólónel Zompa og tókum við tal saman og fór vel á með okkur. Hann hafði þúsund flugtíma reynslu í bardaga í Víet- nam og fannst honum ég ekki til- takanlega fróður um hermál, ruglaði t.d. stöðugt saman Army, Navy og Air Force, honum til ær- innar undrunar. Af meðfæddri kurteisi spurði ég hann ekki hvað hann hefði drepið marga í Víet- nam en sá að í barmi bar hann fljúgandakrossmedalíuna með 8 eikarlaufum svo að eitthvað hef- ur það verið. Zompa lék á alls oddi og gam- anmál flugu um borð þó að fullrar virðingar væri vissulega gætt. Hann sagði brandara frá Ulinois, USA, og sem snöggvast datt mér í hug að vitna í Gerplu en þá sá ég stálglampann bak við gullspang- argleraugun og datt í hug að það þýddi kannski ekki. Á eftir steikinni hóaði ég í Perry Bishop, talsmann banda- ríska hersins á Keflavíkurvelli, til að spyrja óþægilegra spurninga. Ég spurði um svokaliað „Hot cargo“ eða heitan flutning sem kemur til Keflavíkur 4 sinnum á ári og hvort unnt væri að leyna kjarnorkuvopnum þar. Hann kannaðist greinilega við „Hot cargo“ en sagði að það væru bara ósköp venjulegar vítiskúlur, sprengiefni og þess háttar en hins vegar hefði hann alls ekki leyfi til að svara spurningum um hið síðarnefnda. Það var það. Svo kvaddi ég Martíni, aðmír- ál, cólónel Zompa og Pétur bisk- up með virktum. En mikið var ég feginn í rútubílnum á heimleið- inni og þakklátur bílstjóranum þegar Nú andar suðrið hljómaði í gegnum gamla Gufunesradíóið. -Guðjón Flugið heillar LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Spilakvöld Munið spilakvöldið þriðjudaginn 11. desember. Hefst kl. 20.00 að Hverfisgötu 105. ÆSKULÝPSFYLKINGIN Utanríkismálahópur ÆF Fundur verður haldinn þriðjudaginn 11. desember nk. kl. 20.30. Á dag skránni er starfið framundan. Sjúkrahús á Sauðárkróki Tilboð óskast í innanhússfrágang á 1. og 3. hæð nýbyggingar Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Hæðirnar eru nú tilbúnar undir tréverk. Verkinu við 1. hæð sé lokið 15. júní 1985 og öllu verkinu 15. júlí 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Rvík., gegn 10.000.-kr.skilatryggingu.Tilboðverða opnuð á sama stað föstudag 21. desember 1984, kl. 11.00 fh. Út er komin hjá Máli og menn- ingu unglingaskáldsagan Flugið heillar eftir hinn vinsæla breska rithöfund K.M. Peyton. Þetta er önnur bókin í fjögurra binda verki; fyrsta bókin Flambards- setrið, kom út í fyrra. Sagan gerist á árunum 1912-14, henni lýkur um sama leyti og fyrri heimsstyrjöldin skellur á. Krist- ina og Vilhjálmur hlaupast á brott frá Flambards þar sem allt er læst í miðaldavenjur og setjast að á flugvelli skammt frá Lund- únum, í nútímanum miðjum. Vil- hjálmur fær vinnu sem flugvirki og síðar flugmaður og Kristína fer að starfa á hóteli. Gegn vilja sínum hlýtur hún að taka þátt í þeirri hættulegu íþrótt sem flugið var á þessum tíma, jafnvel fljúga yfir Érmarsund þótt hún vildi helst halda sig við jörðina. Sagan er viðburðarík og spenn- andi og mannlýsingar vel gerðar. Áður hafa komið út sjö skáld- sögur handa unglingum eftir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir þýddi. Wom/ÍNN Breikkar sjóndeildarhringinn Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Skrifstof umann í fjölskyldudeild Félagsniálastofnun- ar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4. Góð vélritunark- unnátta æskileg. Upplýsingar veitir yfirmaður fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Forstöðumann mötuneytis Droplaugarstaða, vist- og hjúkrunarheimilis aldraðra, Snorrabraut 58. Æskilegt er að viðkomandi sé matreiðslumaður með meistararéttindi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 25811. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á hjúkrunardeild Droplaugarstaða nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðu- maður í síma 25811. Deildarmeinatæknir óskast í hálft starf hjá Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Upplýsingar veitir hjúkrun- arforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 22400. Hjúkrunarfræðingar óskast við eftirtaldar deildir Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur: Barnadeild, Heimahjúkrun, Heilsugæslu í skólum. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar á kvöldvaktir í heimahjúkrun. Um er að ræða bæði heilar stöður og hlutastörf. Upplýs- ingar veitir hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 22400. Fóstrurvið Dyngjuborg, Fellaborg, Laufásborg, Leik- fell, Múlaborg og skóladagheimilið Langholt. Upplýs- ingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis eða umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 17. desember 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.