Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur af œviminningum Páls Fasta Sagt er frá því í Mósebók, að þegar Nói var sex- hundruð ára, hafi komið flóð yfir jörðina og eins og segir í hinni helgu bók: „Flóðið varájörðinni ífjörutíu daga, og vatniðóx og lyfti örkinni og hún hófst yfir jörðina." Nóaflóðið er tvímælalaust frægasta flóð í sögu mannsandans, enda drekkti það öllu kviku á jörðinni, nema Nóa og hyski hans, auk þeirra kykvenda, fogla og fénaðar sem komist hafði um borð í örkina áður en ósköpin dundu yfir. Ástæðan til þess að ég er hér að rifja upp Nóaflóðið, er sú að yfir ísland gengur sambærilegt flóð árlega og stendur í fjörutíu daga og fjörutíu nætur, líkt og Nóa- flóðið. Þetta er hið svonefnda jólabókaflóð. Margt er líkt með jólabókaflóðinu og Nóaflóðinu, þótt annað sé að vísu árvisst en um hitt aðeins eitt dæmi. Jólabókaflóðið stendur - eins og Nóaflóðið - í fjöru- tíu daga og fjörutíu nætur. Á sama hátt og Nóaflóðið „lyfti örkinni", svo hún hófst yfir jörðina, þá má segja að jólabókaflóðið lyfti litteratúrnum yfir flatlendið og í þá hæð, sem vatnsyfirborðið fleytir hinni skrifuðu örk íslenskra samtímabókmennta. I íslenskajólabókaflóðinu í ár verða um fjögurhundr- uð titlar, það er að segja tíu bækur koma á dag og stór hluti þeirra æviminningar merkilegra og ódauðra at- hafnamanna, framámanna og forretningsmanna, rit- aðar uppaf segulbandi og alveg óviðjafnanleg lesn- ing. Og nú kem ég að því, sem ef til vill er merkilegast við jólabókaflóðið og það er það að um megnið af þessum bókmenntum er fjallað á fræði- og vitsmunalegan hátt í fjölmiðlum og er hægt að geta sér þess til hver andans ofurmenni þarf til að lesa einn til tvo doðranta á dag, gera á þeim efnislega úttekt, reifa bókina, rannsaka, mynda sér rökstudda skoðun um verkið, setja síðan saman gagnrýni um bókina, lesa próförk, borða sofa og vinna aðra vinnu með, í þessa fjörutíu daga, sem jólabókaflóðið stendur yfir. Sagt er að þeir hörðustu hafi komist uppí að gagnrýna þrjátíu bækur á fjörutíu dögum. Margir halda að slík afköst séu kraftaverk, en það er misskilningur. Það er eins með bókmenntagagnrýni og aðra listgagnrýni. Bara að fara eftir settum reglum og breyta ekki út frá þeim, þá er enga stund verið að slá saman ritdómi. Enn hefur ekki birst dómur um viðtalsbókina við Pál Freyþórsson fasteignasala, sem Pétur Sveinsson fjöl- miðlafræðingur skrásetti. Nú ætla ég að taka ómakið af bók- menntakrítikkurum dagblaðanna og fjalla um verkið. Bókmenntir Pétur Sveinsson: „Miljón út“ Endurminningar Páls Fasta. Það er mikill fengur í endurminningum Páls Fasta bæði bókmenntalegur, sögulegur og samfélagslegur. Verkið spannar yfir meðgöngutíma, barnæskuár, bernsku, æsku, uppvaxtarár, unglingsár, manndóms- ár, miðjan aldur, efri ár og elli Páls Fasta og þarf ekki að orðlengja hvílík gæfa var að ná þessum viðtölum uppá segulsnældur áður en Páll dó. Eftir dauða hans hefðu þessi viðtöl ekki náðst og ekki að vita nema saga fasteignaviðskipta á íslandi hefði farið með Páli Fasta í gröfina. Þetta er hugnæm saga og Ijúf og gefur glögga mynd af Páli Fasta og umsvifum hans í fasteignasölu. Nýjung er að djúp og markviss manngildiskönnun er gerð á Páli Fasta í þessari bók og hún höfð að aðalmarkmiði. Hvergi er slakað á kröfunum, persónu- legri reynslu gefið almennt gildi og allt fellt í listrænan búning af þeim hagleik að þar sér varla misfellu á. Höfundur hefur greinilega ekki kastað höndum til verksins. Mér er nær að halda að það sé þaulhugsað niður í smæstu atriði og ekkert sé þarna af tilviljun. Setningarnar reka hver aðra sem og atburðir. Þesi bók er verðugur bautasteinn yfir Pál Fasta eftir að hann er allur. Saga fasteignasölu á íslandi síðustu áratugi væri sannarlega fáskrúðugri ef þessar segulsnældur Pét- urs Sveinssonar og Páls Fasta hefðu ekki litið dagsins jóla-ljós. Það er vert að muna hvað bóksalinn sagði við sænska bókmenntafræðinginn, sem spurði hvernig stæði á þessari endalausu gullöld íslenskrar bók- menningar. Þá svaraði bóksalinn: Litteratúrinn lengi var landsmönnum hægt að bjóð^ því blessaðar viðtals bækurnar buð’ uppá mikinn gróða. Flosi Hverjir hafa efni á að kaupa togara? Það vekur að venju athygli þegar einstaklingar hafa efni á að kaupa stóran togara á við Bjarna Benediktsson sem BÚR er nú að selja. Kaupend- ur að honum eru tveir einstak- lingar. Annar er Kristinn S. Kristinsson sem til skamms tíma hefur verið annar eigandi hraðfrystihússins Sjöstjörn- unnar í Keflavík, en hann dró sig út úr þeim rekstri um síð- ustu áramót. Hinn er Kristinn Gunnarsson sem á fyrirtækið Kristinn Gunnarsson & Co við Grandaveg í Reykjavík. Tog- arinn kostaði 77 miljónir króna en kaupendur þurfa aðeins að reiða fram 11 miljónir króna á næstu 30 mánuðum, hitt er yfirtaka skulda. En svo ætla þeir Kristnar að láta breyta togaranum í frystiskip en það mun að sögn kpsta 40-50 milj- ónir króna. BÚR var nýlega búið að láta reikna út hvort það borgaði sig að láta breyta skipinu á þann veg en niður- staðan var neikvæð.B Reykjavíkur- kvikmynd Hrafns Hrafn Gunnlaugsson er nú á kafi í því að gera kvikmynd um Reykjavík á vegum borgar- 2 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur innar en hún er gerð í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur árið 1986. Þráður myndarinn- ar er þannig að ung stúlka kemur til borgarinnar eftir langa fjarveru og Reykjavík er skoðuð með augum hennar. Ungu stúlkuna leikur Katrín Hall ballerína. Á fimmtudags- kvöld var Hrafn að kvikmynda á borgarstjórnarfundi og vakti það athygli viðstaddra að borgarfulltrúar sátu á meðan sem fastast í sætum sínum en yfirleitt eru margir þeirra á ' vappi í hliðarsölum meðan umræður fara fram. Eini mað- urinn á áhorfendapöllum var að venju Skúli Skúlason ætt- fræðingur og var kvikmynda- vélum óspart beint að honum. Þá kom smáskot á fréttamenn og gekk Hrafn til þeirra áður en kvikmyndataka hófst og bað þá um að vera að skrifa og sýnast áhugasamir um umræðurnar. Að sjálfsögðu var vel tekið í það.B . desember 1984 Prentvilla fyrir dómstóla Eins og frá er greint hér í Þjóð- viljanum nú í vikunni féll dóm- ur í lögbannsmáli sem Megas höfðaði á hendur Steinum hf. vegna lagsins Fatlafól sem út- gáfan hafði sett á safnplötu að höfundinum forspurðum. Dómurinn var Megasi í vil og telja menn hann gefa athygl- isvert fordæmi í höfundarétt- armálum. En það kúnstuga við málið er að það spannst að hluta til út af einni prent- villu. Krafa Megasar var með- al annars reist á því að nafni lagsins var á safnplötunni breytt í Fatlað fól. Við höfum heyrt að nokkurfljótaskrift hafi verið á frágangi plötunnar og því hafi nafnið skolast til í setningu - og villan svo slopp- ið framhjá prófarkalesara. Já, sá leiði prentvillupúki hefur komið ófáum illindunum af stað...B Állinn og álið Bandalag Kennarafélaga gef- ur út tímaritið Ný menntamál sem fjallar að sjálfsögðu um skólastarf, uppeldisfræði og fleira nytsamlegt. Þar er líka brugðið á léttari strengi eins og þegar Örnólfur Thorlacius segir „Sögur úr skólastof- unni“ í síðasta hefti. Ein slík saga kemur skemmtilega inn á þólitísk deiluefni margra ára og hljóðar svo: „Um þær mundir sem stór- iðja var að hefjast í Straumsvík var á landsprófi í náttúrufræði beðið um „ævi- sögu álsins". Fyrir kom að nemendur blönduðu hinni nýju iðjugrein inn í svörin, t.d. „Islendingar eta lítið af ál en bræða hann til útflutnings", og ,,..kemur að landi við SV-ströndina (Straumsvík).“B Merkilegur hrognkelsi Aðra sögu ágæta um þá ár- áttu nemenda að slá saman ólíkum hlutum hefur Örnólfur eftir Guðmundi Kjartanssyni náttúrufræðingi. A prófi var beðið um lýsingu á hrognkelsi, sem nemandinn karlkenndi, en svar hans var á þessa leið: „Hann er skrápdýr af skólp- dýraættinni. Um búkinn lykur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.