Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 13
FURÐUR Feimnismál Æxlun útdauðra dýra rannsökuð Það ber oft við að nýjar hug- myndir í vísindarannsóknum koma fram við eins konar tilviljun. Eitthvað þessu líkt gerðist í vor, þegar ungur franskur forndýra- fræðingur, Marc Godinot að nafni, var beðinn um að halda fyrirlestur um útdauðar apateg- undir, sem einungis eru þekktar af steingervingum. Til að lífga svolítiö upp á fyrirlesturinn datt honum nefnilega í hug að bæta við nokkrum hugleiðingum um æxlun þessara fornu apa. Hann uppgötvaði þá, að engum hafði nokkurn tíma komið til hugar að rannsaka kynferðismál útdauðra dýra, en þó var hægt að fá marg- víslegar upplýsingar um þau efni með því að athuga steingerv- ingana sjálfa. Kannski verður síðar sagt, að með þessu hafi vís- indamaðurinnfranski lagt grund- völlinn að nýrri vísindagrein: forn- æxlunarfræði. Eitt af því sem hægt er að finna við rannsókn steingervinga er þyngdar- og útlitsmunur á kynj- unum innan sömu dýrategundar. Sem dæmi má taka Australopith- ecus boisei, apategund sem lifði fyrir tveimur miljónum ára í Áustur-Afríku, nærðist mest á jurtum og var e.t.v. hliðargrein á þeim stofni sem menn eru komnir af. Karldýr þessara tegundar var svo miklum mun stærra en kvendýrið að ýmsir forndýra- fræðingar álitu í byrjun að um tvær tegundir væri að ræða. Nú benda rannsóknir á lifandi dýra- tegundum til þess að því meiri sem munur kynjanna er innan sömu tegundar, því harðari sé Þessi litli api hefur slíkt bein í getn- aðarlimnum að sjálfur Casanova hefði fölnað af öfund hefði hann fengið fréttir af því... drottnun karldýrsins yfir kven- dýrinu.Samkvæmt því hefur karl- dýrið af tegundinni Australopith- ecus boisei verið hinn harðvítug- asti ballræðisapi... Steingervingar gefa einnig nokkuð góða hugmynd um það hvernig skynfærum hinna fornu UMFERDAR RÁÐ Á mölinni mætumst með brosávör — ef bensíngjöfin er tempruð. dýra hefur verið háttað, það sést t.d. hvort þau hafa haft mjög þroskað lyktarskyn eða hvort sjónin hefur haft stærra hlutverk. Skiptir það mjög miklu máli fyrir hegðun dýranna. Loks geta steingervingar að einu leyti gefið alveg beina hug- mynd um kynhegðun útdauðra dýra. Þannig er að í getnaðarlim mjög margra spendýra, nema nautsins, hestsins og mannsins, er sérstakt bein, sem nefnt er „baculum“ og getur orðið að steingervingi eins og hvert annað bein. Þessi „bacula" eru mjög mismunandi hjá hinum ýmsu teg- undum, en það mál hefur þó ver- ið lítt rannsakað til þessa, - kannske í og með vegna þess að mönnum er ekki um að rýna of náið í svið, þar sem yfirburðir dý- ranna eru svo augljósir. Því segja má að hestar og naut hafi fengið beinleysið bætt á annan hátt, en homo sapiens verður hér sem annars staðar að bæta það upp með hugvitinu sem náttúran hef- ur vangefið honum. (eftir „Libération“). &K8S Pan °AkS Va antað i dag ___~ Pantið NorSsmannsW™' -^gœ-*-'-***’* gildir óbreytt í ar. 1983-1984. Norðmannsþynur. Verðsk 685.0o 75-100 cm- ...... ... kr. 835.00 101 -125 cm. .... .... kr. 1°10-°9 126-150cm. ...... ... kr. 1275.00 151-175 cm. .."......kr-1875.0° 176-200 cm. .. .. kr. 2175.00 %3S£l ESSS ^umaSsiáHsögSuaottú-vaUfoUum tegundum jólatrjaa. / dag eru 8 vinningar frá Kristjánsson hf. — Fisher Price bensintankar. Númerin eru: 57908 - 147694- 76836 - 54106 - 132810 - 152154 - 118555 - 133757 Vinningsmiðana verður aö fá stimpl- aða hjá SÁÁ. Vinningsnúmerin í gær voru: 191096 - 221550 - 144251 - 4022 - 88826 - 123991 - 71113

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.