Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 19
£\MGAPOf)£ REKKJAN I FJORUM LITUM Opið í öllum deildum: mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild ^ Sími 28601 Sænsk gæðavara Sænsk gæðavara Opið til kl. 10 í kvöld Opið til kl. 10 í kvöld í miðri þingviku ASÍ greindi Þjóðviljinn frá því að kratar væru að íhuga að bjóða sig fram í embætti varaforseta gegn Birni Þórhallssyni, mið- stjórnarmanni í Sjálfstæðis- flokknum, yrði varaforsetum ekki fjölgað í tvo, Bak við þetta stóð Jón Baldvin Hannibals- son og þóttist ekki geta nema komið vel út úr slíkum vef: ef kratinn færi fram og Alþýðu- bandalagsmenn á þinginu styddu hann ekki heldur íhaldsmanninn, þá væri Jóni í lófa lagið að segja á fundum sínum útum land að Alþýðu- bandalagið væri kerfisflokkur og partur af hinu pólitíska samtryggingarkerfi. Máli sínu til stuðnings gæti hann þá bent á að Allaballar hefðu stutt íhaldsmenn gegn vinstri manni. Hefðu Allaballar hins vegar stutt kratann hefði hann að öllum líkindum verið kos- VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30. REYKJAVÍK. SÍMI: 81240. Umsóknir um íbúðakaup Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir um- sóknum um 63 nýjar íbúðir í Ártúnsholti. íbúðir þessar eru tveggja til fjögurra herbergja og verða væntanlega afhentar síðla árs 1985 og fyrri hluta árs 1986. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri íbúðir, sem koma til endursölu síðari hluta árs 1985 og fyrri hluta árs 1986. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga- föstudaga kl. 9 -12 og 13 - 16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 4. janúar 1985. Vakin er athygli á að eldri umsóknir eru fallnar úr gildi. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Bogga ◦ Hjalla Barnabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Barnabókin Bogga á Hjalla cftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er komin út hjá Máli og menningu, myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar. Söguhetjan, Bogga, er skemmtileg stelpa sem býr í litlu þorpi, hjá mömmu, pabba, ömmu og öllum systkinunum, kisu, hananum og hænsnunum. Það er glatt á hjalla þar sem svona margir búa - enda heitir húsið þeirra Hjalli. í sögunni segir frá daglegum störfum, han- anum sem lenti í tjörunni, húsinu sem fauk út í sjó, huldufólkinu sem Bogga sá þegar hún var að reka kýrnar og mörgu fleira. Allt þetta gæti sem best gerst á okkar dögum, en raunar er Bogga Vil- borg Dagbjartsdóttir sjálf og þorpið hennar Vestdalseyri við Seyðisfjörð sem nú hefur verið jafnað við jörðu. Það er veröld sem var sem lesendur kynnast í bók Vilborgar en þó lifandi og nálæg veröld. Komið af fjöllum Ljóðabók eftir Sigríði Beinteinsdóttur Ut cr komin hjá Hörpuútgá- funni á Akranesi ljóðabókin Kom- ið af fjöUum eftir Sigríði Beinteinsdóttur frá Hávarsstöð- um í Leirársveit. I í bókarkynningu segir: Ljóðagerð og kveðskapur hef- ur verið eftirlætisiðja á íslandi fyrr og síðar. Sumar sveitir hafa orðið þekktari en aðrar á því sviði. Sömuleiðis einstök heimili og ættir. í Grafardal, sem liggur í austur af Svínadal í Borgarfirði, stóð samnefndur bær, sem nú er í eyði. Þar bjuggu hjónin Helga Pétursdóttir og Beinteinn Einars- son. Börn þeirra urðu átta. Það vakti snemma athygli að þau hneigðust öll að ljóðagerð. Ljóð- list var í hávegum höfð á heimil- inu. Fjögur þessara systkina, Pét- ur, Halldóra, Einar og Sveinbjörn hafa látið frá sér fara ljóðabækur og önnur ritverk. Nú bætist í hópinn Sigríður, húsfreyja á Hávarsstöðum í Leirársveit. Hún er kunn fyrir fleygar stökur í vinahópi og ljóð eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. Klækjaspil og refskák inn varaforseti og fellt Björn. Þá hefði Jón hins vegar getað sagt: Sko bara, um leið og ég er orðinn formaður Alþýðu- flokksins fer hann að ráða miklu meir! Af framboðinu varð þó aldrei. Varaforsetum varfjölg- að og krati kosinn í hið nýja sæti. Þetta hefði hins vegar getað komið Alþýðubanda- lagsmönnum á ASÍ þinginu í klípu. Flokksráðsfundur var nýbúinn að samþykkja að efna til vinstra samstarfs og þeir hefðu því orðið að styðja kratann, ætluðu þeir að fylgja flokknum. Innan ASÍ hefur hins vegar Alþýðubandalagið hallað sér töluvert á íhalds- hliðina samanber samstarfið viö Björn Þórhallsson. Hvað hefði Þjóðviljinn gert? Við erum auðvitað flokksblað og hefðum farið að vilja flokksráðsfundar og stutt kratannlB Fæðingin og vitringarnir Vestur á ísafirði hafa gamlir menn verið að rifja upp frá- sögnina um fæðingu sveinbarnsins í Alþýðuhúsinu þar í bæ, fyrr á öldinni. Hermir sagan sem borist hefur suður yfir heiðar, að er barnið var fætt hafi það verið lagt í jötu. Þá birtist í sömu andrá ákaf- lega björt og skær stjarna á himinhvolfinu beint yfir Alþýð- uhúsinu sem á að hafa vísað vitringunum þremur frá Bol- ungarvík leiðina að sveininum unga í jötunni. Er þeir komu loks um síðir í Alþýðuhúsið lutu þeir fram að jötunni og færðu barninu gjafir. Sá fyrsti færði því bull, annar vitringur- inn færði barninu ergelsi og sá þriðji firru.B Kvótakerfið á ASÍ þingi Á þingi ASÍ var við lýði mjög strangt flokkspólitískt kvóta- kerfi, og helst engum var stillt upp af kjörnefnd til trúnaðar- starfa nema vitað væri til hvaða kvóta hann teldist. Skipti þar engu máli hvort ver- ið var að kjósa aðalmenn eða varamenn í til dæmis mið- stjórn. Þannig var stungið upp á ágætis baráttukonu af Stöðvarfirði, Valdísi Kristins- dóttur, utan úr sal. Þá fór nátt- úrlega allt í kerfi í kjörnefnd- inni, því þó Valdís hefði á ár- um áður verið hlynnt Alþýðu- bandalaginu og setið einn landsfund þess, þá vildi hún ekki gefa upp neinar holl- ustuyfirlýsingar við neinn flokk. Þetta olli nokkrum taugatitringi, og undir mið- nættið daginn fyrir miðstjórn- arkjörið hringdi einn stressað- ur kjörnefndarmaður í Valdísi og spurði hvort maður hennar væri ekki Framsóknarmaður? „Afhverju?" spurði Valdís. „Þá gætum við mögulega sett þig í Framsóknarkvót- ann!“ kom svarið frá kindar- legum kjörnefndarmanni. Þess má svo geta að Valdís felldi Karl Steinarog náði kjöri sem varamaður.B Sunnudagur 9. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.