Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 11
„...unnið vœri sterkiega á móti mér af ísiands hálfu“ skrifaði Halldór Laxness Auði konu sinni þegar að dró veitingu Nóbelsverðiauna Á Gljúfrasteini heitir samtals- bók Eddu Andrésdóttur við Auði Laxness sem nýkomin er út hjá Vöku. Þjóðviljinn hef- ur fengið leyfi til að birta kafla úr bókinni og er þar fyrst gripið niður, sem segirfráatvikum sem varðafyrstu kynni þeirra Auðar og Halldórs Laxness, en síðan í upphafskafla um Nóbelsverðlaunin. Millifyrir- sagnir eru Þjóðviljans. Þetta er mjólkin þín, Halldór Ég á yndislegar minningar úr sumarferðalögum okkar á þess- um árum. Hann var mjög skemmtilegur ferðafélagi. Mikill göngumaðun og vel kunnugur alls staðar. Ég hafði alltaf verið mikið fyrir að ferðast um landið, en Halídór reyndist hafa miklu meira hugmyndarflug í þeim efn- um heldur en ég. Eitt fyrsta ferðalag okkar hóf- um við með stefnumóti í Hall- ormsstaðaskógi. Halldór var þá að skrifa austur á landi, og notaði meðal annars tímann til að vitja Gunnars Gunnarssonar og konu hans að Skriðuklaustri. En ég átti góðar stundir með Sigrúnu Blöndal skólastýru Hallorms- staðaskóla, sem hafði látið nem- endur sína lesa bækur Halldórs árum saman. Frá Hallormsstað fórum við Halldór yfir Mývatnsöræfi og dvöldum í nokkra daga á Skútu- stöðum hjá séra Hermanni Hjart- arsyni og Kristínu konu hans. Hvar sem Halldór kom tók ég eftir því að honum var jafnvel tekið. Einhverju sinni upp úr hvíta- sunnu, gengum við um Snæfells- nes ásamt Ásdísi systur minni, Kristni E. Andréssyni og Þóru Vigfúsdóttir konu hans. Það var ógleymanlegt ferðalag. Við vor- um á göngu alla daga, í sólskini og góðu veðri í hálfan mánuð, og einn daginn þegar okkur þótti nógu bjart, gengum við á jökul- inn. í þessu ferðalagi bjó ég til mat í fyrsta skipti á ævinni. Ásdís var líka með í för þegar við vorum hjá Hlín Johnsson, sem hafði búið með Einari Bene- diktssyni síðustu árin sem hann lifði í Herdísarvík. Hjá Hlín dvöldumst við í vikutíma í byrjun júní. Við ókum austur í Ölfus. Það- an gengum við í Selvog og til Her- dísarvíkur. Á heimleiðinni gengum við Grindaskörð og nið- ur í Hafnarfjörð. Halldór var ör- uggur fararstjóri, og vissi ná- kvæmlega hvar átti að fara. Þetta var ein af þessum ógleymanlegu ferðum. Hlín var sérkennileg kona og afar hrifin af skáldum. Hún dá- samaði Halldór, en fannst lítið til okkar Ásdísar koma. Hún las í lófa fyrir okkur, og sá fyrir stóra atburði hjá Halldóri en ekki nokkurn sícapaðan hlut hjá okkur Ásdísi. Hlín sagði okkur margt úr ævi sinni með Einari Benediktssyni og lánaði Halldóri herbergið hans. Hún bauð honum líka sæti í leðurstól sem þarna var, og tók fram að enginn annar mætti sitja í þeim stól; Einar Benediktsson hefði setið í honum og Snorri Sturluson hefði fengið leyfi til að sitja í honum. Hún hafði eina kú sem mjólk- aði illa. Hlín gætti þess samt að Halldór fengi næga mjólk eða alla nytina. Hún setti mjólkur- könnuna á borðið fyrir framan hann og sagði ákveðin: „Þetta er mjólkin þín, Halldór." Takk, sömuleiðis Hvenær giftuð þið Halldór ykkur? Samband okkar stóð í rúm fimm ár, áður en að því kom. Við giftum okkur ekki fyrr en um jól- in 1945, þegar þetta hús var tilbú- ið til íbúðar. Ég man að dr. Gunnlaugur Claessen var farinn að hafa orð á því að það væri nú ekki gott að vera trúlofaður of lengi, og nefndi dæmi því til sönnunar; í bréfi sem ég skrifaði Halldóri árið 1942, hef ég í framhaldi af orðum hans séð ástæðu til að spyrja hvort hann hafi verið að biðja mín. Hann skrifaði mér aft- ur og svaraði: „Já, ég var að biðja þín, en ég þarf minn tíma.“ Halldór hafði verið kvæntur í níu ár þegar ég kynntist honum. Hann átti son og heimili, en ég gætti þess að blanda mér ekki í þau mál. Enn þann dag í dag hef ég ekki spurt hann hvenær hann skildi löglega við fyrri konu sína. Enda kemur manni ekki við það sem liðið er. Um það bil sem byggingu Gljúfrasteins lauk, árið 1945, sagði Halldór við mig: „Nú förum við suður í Hafnarfjörð og látum gifta okkur.“ Hann vildi láta gefa okkur saman í þeim kaupstað sem byggðarlag okkar tilheyrði. Við giftum okkur á aðfanga- dag. Ég var að vinna þennan dag, við vorum að skreyta ganga spít- alans eins og vant er fyrir jólin. Ég bað um leyfi til að skreppa frá og fór í brúðarskartið, dökkbláan ullarkjól með hettuslá utan yfir úr sama efni. Halldór sótti mig í stöðvarbíl og við ókum sem leið lá til Hafn- arfjarðar. Við höfðum áður ákveðið að vinur Halldórs, Berg- ur Jónsson sýslumaður skyldi ' ..-Ugr .■ '&M mmmm Auður á jeppanum góða (1952) Gengið til Nóbelshátíðar Auður les fyrir Sigríði dóttur sína (1953) Þrjár systur, Ásdís, Fríða og Auður Sveinsdætur (1940) Kaflar úr bók Auðar og Eddu Andrésdóttur, „ÁGIjúfrasteini" gefa okkur saman. En þegar hann lést, kom það í hlut eftir- manns hans, Guðmundar í. Guð- mundssonar. Ég var hálf-utan við mig á með- an á athöfninni stóð. Þegar sýslu- maðurinn tók í hönd mér og sagði: „Ég óska yður til ham- ingju", svaraði ég: „Takk sömu- leiðis.“ Eftir vígsluna fór ég aftur í vinnuna. Það fór lítið fyrir gift- ingunni. Á Röntgendeildinni vissi.enginn af henni, fyrr en að þremur vikum liðnum. Ég sagði foreldrum mínum frá þessu síðar þennan sama dag að athöfninni lokinni. Aðeins systur mínar og ívar móðurbróðir minn vissu að það stæði til. Við höfum aldrei haldið upp á brúðkaupsdaginn. En í gamla daga gerðum við oft eitthvað til hátíðabrigða 21. desember. Þann dag kölluðum við fyrsta sumar- dag. Halldór hafði skrifað grein sem ég var hrifin af, og hét „Heiðin jól og kristin". Þar fjall- aði hann um vetrarsólhvörf, þeg- ar dag tekur aftur að lengja. Kauptu þér veiðistöng „Det blev Laxness.“ Tilkynn- ing Anders Österling, ritara sænsku Akademíunnar, var stutt og laggóð. Tuttugu mínútna fundi þrettán af átján meðlimum Akademíunnar f Börshúsinu í Stokkhólmi var lokið. Það losn- aði um spennuna í loftinu. Frétt- amannahópurinn, sem beðið hafði við fundarherbergið, tvístr- aðist á skammri stundu. Þennan dag, föstudaginn 27. október 1955, var Halldór Lax- ness staddur í íbúð vinar síns Pet- ers Hallbergs í Gautaborg. Um miðjan dag hringdi síminn, Anders Österling tjáði Halldóri að bókmenntaverðlaun Nóbels kæmu að þessu sinni í hans hlut; „fyrir litauðug epísk verk hans, sem hafa endurnýjað íslenska sagnalist", að dómi Akademí- unnar. Fljótlega fylltist íbúðin hjá Kristínu og Peter Hallberg af fólki, og heillaóskaskeyti tóku að berast. f vel þegnu skeyti frá ís- landi sagði: „Hundrað manns hylla þig á Gljúfrasteini!" Hvernig bárust Auði þessi sögulegu tíðindi? I októberlok voru gestir hjá mér í nokkra daga, segir hún, hjónin Jytte og Stefán Þorvalds- son ásamt barni þeirra. f hádegis- fréttum útvarpsins var sagt að nó- belsverðlaunahafinn í bók- menntum yrði gerður heyrin- kunnur síðdegis þennan föstu- dag. Ég var uppi að hafa fata- skipti og hafa mig til fyrir síðdeg- ið eins og ég var vön, þegar mér datt í hug að skrúfa frá BBC niðri í borðstofu. Fréttatíminn var þá að enda, ég heyrði þó eitt orð þularins, sem var nafnið Laxness. Ég var á leiðinni upp stigann, þegar fólk fór að hringja. Fyrstur hringdi Hersteinn Pálsson rit- stjóri Vísis. Hann hafði heyrt tíð- indin. Eggert Stefánsson söngv- ari og vinur okkar var staddur hjá honum. Ég talaði við þá báða, og varð mikill fögnuður hjá okkur... Ég sleppti ekki símanum næstu fjórar klukkustundirnar, fékk ekki tóm til að klæða mig nema lauslega, og nú sagði ég við alla sem hringdu: „Þið komið í kvöld!“ Peter Hallberg hringdi frá Gautaborg, og ég átti aðeins stutt samtal við Halldór. Um kvöldið voru meira en hundrað gestir samankomnir í Gljúfrasteini. Þá voru margar góðar ræður fluttar, sem verst er að eiga hvorki á blaði né prenti. Meðal þeirra sem töluðu voru vinir Halldórs; doktorarnir Sig- urður Þórarinsson, Jakob Bene- diktsson og Björn Sigurðsson á Keldum. Það var mikill fögnuður í húsinu, og við sendum skeytið til Halldórs. Hvar sem flett var upp í ís- lenskum og útlendum blöðum næstu daga, gaf að líta greinar og myndir af skáldinu. Þar kenndi margra grasa. í Morgunblaðinu ‘28. október, birtust ummæli nokkurra mætra manna. Þar sagði Tómas Guðmundsson með- al annars: „Það eru nú rösk þrjátíu ár síð- an ég spáði, að Halldór Kiljan Laxness mundi fá nóbelsverð- launin. Reyndar vissi ég ekki þá, hvað sænsku Akademíunni er stundum ósýnt um að hugsa en allt að einu hljóta íslendingar að fagna af alhug þeim sóma sem þessum öndvegishöfundi þeirra hefur loks hlotnast." í Þjóðviljanum, sama dag, birtust meðal annars þessi um- mæli Einars Olgeirssonar, for- manns Sósíalistaflokksins: „Það er vonandi að öll þjóð vor geti nú sameinast um það að meta til fulls sitt mesta skáld.“ Ólafur Jóhann Sigurðsson, rit- höfundur komst þar meðal ann- ars svo að orði: „Ég var farinn að halda að „átjánmenningarnir“ mundu hafa lag á því að ganga fram hjá honum, eins og þeir höfðu lag á því að ganga fram hjá Ibsen, Strindberg, Gorkí, Dreiser og Nexö. Ég vona nú að Halldór verji þessum verðlaunum skynsam- lega; kaupi sér veiðistöng!" Nóbelsverðlaun og pólitík í nokkur ár hafði mikið verið rætt um það og ritað, að Halldór ætti tilkall til nóbelsverðlauna. Var sú hugmynd ofarlega á baugi í Gljúfrasteini? Nei. Ég man fyrst eftir að minnst væri á að Halldór ætti heima í hópi nóbelsverðlauna- hafa í sænskum ritdómi árið 1948, eins og áður er sagt. En við höfðum hvorki hugsað né rætt um þessi verðlaun, fyrr en Hall- dór skrifaði mér haustið 1954 frá Svíþjóð: „Einhverjar bestu frétt- ir sem ég heyrði í Stokkhólmi voru þær að Churchill ætti að fá nóbelsverðlaunin. Eins og þú getur nærri létti af mér fargi að frétta það.“ f sama bréfi sagði Halldór, að það hefði að líkindum verið fyrir atbeina sænska skáldsins og bók- menntafræðingsins Arthurs Lundkvist, að bókmenntaverð- laun Friðarráðsins komu í hans hlut fáum árum áður. En sumir sögðu að Lundkvist hefði átt stærstan þátt í að Hall- dór fékk nóbelsverðlaunin. Ég held að hann hafi ekki átt sæti í Akademíunni fyrr en síðar. Winston Churchill fékk verð- launin 1954. Ég man eftir gagnrýni í sænskum blöðum vegna þess. Meðal annars voru heilsíðumyndir af honum og Halldóri, yfir opnu sænsks tíma- rits, þar sem látin var f ljós óá- nægja með úthlutunina. Hafði þessi umræða ekki áhrif? Bollaleggingar um nóbelsverð- launin höfðu engin áhrif á okkur. Hins vegar var hér meiri gesta- gangur 1954 en nokkrir sinni áður, af fólki og frétfamönnum. Stöðugur straumur gesta. Halldór minntist aftur á nóbelsverðlaun í bréfi, sem hann skrifaði mér frá Svíþjóð í maí 1955, þá nýkominn þangað frá Danmörku: „Bæði frú Krook frá Nordisk Tonefilm og þýski þýðarinn minn Harthern létu mig heyra, þó eftir öðrum, þær skoðanir úr átt sænsku Akademíunnar, að þetta væri í bígerð, en unnið væri mjög sterklega á móti mér af íslands hálfu á stjórnmálagrundvelli, og litlar líkur til að ég fengi nóbels- verðlaun nema ég breytti um af- stöðu í pólitík. Fyrir alla muni farið ekki til Moskvu núna, ekki fyrr en í haust, segja þau. Svona skilaboð liggja fyrir mer hérna. Það er erfitt að hugsa sér nokkuð sem geti verkað jafnöfugt við til- gang sinn á mig eins og svona um- hyggja" Áður hafði verið deilt á sænsku Akademíuna fyrir að ganga fram- hjá Halldóri, og ástæður eins og stjórnmálaskoðun og svokölluð „Stalín-verðlaun“ tilgreindar? Ég veit ekki hvernig uppnefnið „Stalín-verðlaun“ er tilkomið. En nokkrum árum áður en Hall- dór fékk nóbelsverðlaunin, voru honum veitt bókmenntaverðlaun Friðarráðsins í Vín eins og fyrr segir, sem var álitinn mikill heiður. Verðlaunin voru veitt í austurrískum peningum, en komu Stalín ekkert við. Halldór var friðarsinni, og starfaði af lífi og sál í friðarhreyfingum í mörg ár. Hann dró sig í hlé þegar hon- um fannst starfsemin einkennast um of af stjórnmálaþrasi. „Stalín- verðlaun“ er enn að finna í ýms- um uppláttcrbókum. Hann nenn- ir ekki að leiðrétta það. Hann er latur að skrifa bréf. Skrif um stjórnmálaskoðun Halldórs komust upp í vana. Maður hélt sínu striki og lét nægja að hlusta með öðru eyr- anu. En öllum sem hér hafa dval- ist, ber saman um að hvergi hafi þeir heyrt minna talað um stjórnmál. Halldór hafði aðeins eitt áhugamál, að berjast fyrir að fá tíma til að sinna skáldsögum sínum. 1 einu blaðanna kvaðst Halldór ekki hafa áhuga á verðlaununum, og sagði að í Ameríku einni væri ótölulegur fjöldi sem ætti þau skilið. Heyrðir þú þessa skoðun hans? Ég er viss um að hann sagði það satt. Hann hefur oft minnst á marga óþekkta menn, sem væru vel að verðlaununum komnir, og það hefur líka sýnt sig. Á undan- förnum árum hafa nokkrir jafn- aldrar hans fengið nóbelsverð- laun. Þeir voru búnir að skrifa sínar bestu bækur 1955, svo þetta var ekki sagt út í bláinn. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1984 Sunnudagur 9. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.