Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 18
__________BRIDGE___________ íslandsmótið í einmenning hafið Fargjaldastyrkur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar tekur þátt í fargjalda- kostnaðinemendaúr Hafnarfirði sem sækja skóla til nágrannabyggðarlaganna. Rétt á fargjaldastyrk eiga þeir sem stunda nám í framhalds- og sérskólum. Námið standi yfir í a.m.k. eina önn (3-4 mán.) og Ijúki með prófi eða veiti starfs- réttindi. Miðað er við að um fullt nám sé að ræða. Nemendum er bent á að snúasértilbæjarsKrifstof- unnar, Strandgötu 6, og fá þar eyðublöð, sem fylla þari út og fá staðfest hjá viðkomandi skóla. Útborgun fargjaldastyrkja fer fram í des. - jan. fyrir fyrri hluta skólaársins, en í apríl - maí fyrir síðari hluta skólaársins. Sérstök athygli er vakin á því að vitja þarf styrkja fyrir liðið skólaár fyrir 1. ágúst ár hvert, ella fellur réttur til þeirra niður. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. TILKYNNING Frá Fiskveiðasjóði íslands Umsoknir um lán á árinu 1985 og endurnýjun eldri umsókna Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1985 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræðasérstakaraðstæðurað mati sjóðsstjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins þar með talið hag- ræðingarfé hrekkur til, verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. Vegna fiskiskipa Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipa á aflvél og til tækjakaupa og endur- bóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. Endurnýjun umsókna Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 4. Umsóknarfrestur Umsókharfrestur er til 15. desember 1984. 5. Almennt Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykja- vík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1985, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík 6. desember 1984 Fiskveiðasjóður íslands Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns (1/2 daginn). Reynsia í skráningu á diskettuvél nauðsynleg. Umsóknum með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannahaids. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 Reykjavík ÞAKKLÆTISVOTTUR , Velunnarar, vinir og ættingjar. Ég þakka ykkur alla sæmd og viðhöfn á sjötugsafmæli mínu 6. nóv. sl. Gjafirnar og heillaóskaskeytin, heimsóknirnar og símtölin, hugskeytin öll og kortin, hvað þetta allt vermdi sálartetrið. Lifið öll heil! Játvarður Jökull Júlíusson Miðjanesi. Sláturfélagið Firmameistari 1984 Sláturfélag Suöurlands varð efst í Firmakeppni Bridgesam- bands fslands, sem spiluð var sl. mánudag, með 113 stig. Spilari fyrir þá var Bernharður Guð- mundsson. Úrslit í Firmakeppninni urðu sem hér segir: stig 1. SiáturfélagSuðurl. 113 2. -3. ísfugl 112 2.-3. Aðalbraut h/f. 112 4.-5. S.Ármannsson & co. 111 4.-5. ÍSAL 111 6.-7. Búnaðarbankinn 110 6.-7. H.ÓIafsson & Bernh. 110 8. Heildv. Jóns Jóhanness. 107 9. Heildversl. Sund h/f 104 10. Óðal 103 11. -12. Húsasmiðjan 101 11.-12. Versl. Ásgeir 101 13.-16. Byggingariðjan h/f 100 13.-16. Hagkauph/f 100 13.-16. O. Johnson & Kaaber 100 13.-16. Versl. Liverpool 100 Alls tóku 62 firmu/fyrirtæki þátt í þessari Firmakeppni í veg- um Bridgesambands íslands. Bridgesambandið þakkar þeim öllum veittan stuðning, svo og þeim spilurum sem tóku þátt í Firmakeppni 1. kvöldið. Þessi Firmakeppni er jafn- framt íslandsmót í einmennings- keppni 1984. Fyrsta kvöldið mættu 64 spilarar til leiks og var spilað í 4 riðlum. Eftir 1. kvöldið í þeirri keppni er röð efstu spilara Bernharður Guðmundsson 113 Ólafur Lárusson 112 Helgi Ingvarsson 112 HannesR. Jónsson 111 Sverrir Kristjánsson 111 Eggert Benónýsson 110 Sveinn Jónsson 110 Júlíana Isebarn 107 Lárus Hermannsson 104 ÓskarFriðþjófsson 103 Óli Valdimarsson 101 Þorsteinn Kristjánsson 101 Ingunn Hoffmann 100 Jóhann Guðlaugsson 100 Björn Guðmundsson 100 Jón Viðar Jónmundsson 100 Sigríður Pálsdóttir 99 Sigrún Pétursdóttir 98 Erla Ellertsdóttir 98 Arnar Ingólfsson 97 Bjarni Jónsson 96 Gunnar Þorkelsson 95 Kristján Jónsson 95 Alda Hansen 95 Jón Baldursson 94 Sveinn Sigurgeirsson 94 íslandsmótinu í einmenning verður framhaldið á mánudaginn kemur í Domus Medica og hefst spilamennska kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk er velkomið til spilamennsku án endurgjalds. í einmenning spila allir sama kerf- ið og margt ansi spaugilegt hendir ýmsa spilara, sem ekki eru vanir því breytta ástandi sem ríkir í ein- menningskeppnum almennt. Reykjavíkurmótið í tvímenning f dag kl. 13 hefst spilamennska í Reykjavíkurmótinu í tvímenn- ing, úrslitum. 42 pör spila í úr- slitum, barometer með 2 spilum milli para, allir v/alla. Spilað verður til ca. kl. 18 í dag og síðan hefst spilamennska á ný á morg- un kl. 13 og verður spilað fram á kvöld. Spilað er í Hreyfli v/ Grensásveg. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson. Nv. Reykja- víkurmeistarar í tvímenning eru Þórarinn Sigþórsson og Guð- mundur Páll Arnarson. Hannes og Póll sigruðu Hótel Akranes mótið Hannes R. Jónsson og Páll Valdimarsson urðu sigurvegarar í Opna Hótel Akranesmótinu, sem spilað var um síðustu helgi (laugardag og sunnudag). 28 pör tóku þátt í mótinu og voru spiluð 3 spil milli para, alls 81 spil. Tvenn pör skiptust á for- ystunni allt mótið þartil undir íokin, þau Hermann Lárusson og Hrólfur Hjaltason og Stefán Páls- son og Rúnar Magnússon. En sunnudagar eru sumum pörum þyngri í skauti en öðrum, óska- dagur hjá Páli og Hannesi, því ekkert gat stöðvað þá síðari dag- inn og undir lokin var sigri þeirra lítt ógnað (þó naumt yrði þegar staðið var upp). Úrslit urðu þessi: 1. Hannes R. Jónsson - stig Páll Valdimarsson 162 2. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson 159 3. Alfreð Viktorsson - Karl Alfreðsson 154 4. Jón Páll Sigurjónss,- Sigfús Ö. Árnason 131 5. Hermann Lárusson - Hrólfur Hjaltason 129 6. Guðmundur Bjarnason - Hörður Pálsson 100 7. Aðalsteinn Jörgensen - ValurSigurðsson 78 -9. Einar Guðmundsson - Karl O. Alfreðsson 60 .-9. Baldur Ólafsson - Gísli Hafliðason 60 Þrenn efstu pörin unnu sér til peningaverðlauna fyrir árangur- inn. Mótið fór mjög vel fram í alla staði (ekki spillti að Hallbjörn skemmti um laugardagskvöldið). Keppnisstjóri var Ólafur Lárus- son. Fró Bridgedeild Sjólfsbjargar Starfsemi bridgedeildarinnar hófst 8. október í haust, með 4 kvölda tvímenningskeppni sem 14 pör tóku þátt í. Úrslit urðu þessi: stig 1. Páll Sigurjónsson - Sigurður Sigurjónsson 716 2. Gísli Guðmundsson - Ragnar Þorvaldsson 648 3. Rut Pálsdóttir - HlaðgerðurSnæbjörnsdóttir 645 4. Gunnar Guðmundsson - Sigurrós Sigurjónsdóttir 630 Þá tók við hraðsveitakeppni, þarsem 8 sveitir tóku þátt. Henni Íauk 26/11 sl., og urðu úrslit þessi: stig 1. sv. Rutar Pálsdóttur 1883 (Með henni voru: Hlaðgerður Snæbjörnsd., Þorbjörn Magnús- son og Guðmundur Þorbjörns- son). 2. sv. Sigurrósar Sigurjónsd. 1878 3. sv. Páls Sigurjónssonar 1773 Ekki verður spilað meira fyrir jól, en mánudaginn 14. janúar hefst aðalsveitakeppni deildar- innar. Spilað er að Hátúni 12, Reykjavík. Fró Bridgedeild Skagfirðinga 14 sveitir mættu til leiks í jóla- sveinakeppni félagsins, sem er 3 kvölda hraðsveitakeppni. Eftir 1. kvöldið eru þessar sveitir efstar: stig 1. sv. Arna Más Björnss. 596 2. sv. Leós Jóhannessonar 560 3. sv. Leifs Jóhannssonar 544 4. sv. Hildar Helgadóttur 539 5. sv. Guðrúnar Hinriksdóttur 533 6. sv. Björns Hermannssonar 519 Meðalskor er 504 stig. Keppni verður framhaldið næsta þriðjudag. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Eftir 9 umferðir í aðlasveita- keppni félagsins er staða efstu sveita orðin þessi: stig 1. sv. Úrvals 192 2. sv. Þórarins Sigþórss. 187 3. sv. Jóns Baldurssonar 153 4. sv. Júlíusar Snorrasonar 153 5. sv. Sturlu Geirssonar 142 6. sv. Eiríks Bjarnasonar 140 7. sv. Sigurðar B. Þorsteinss. 140 Frá Hjónaklúbbnum Nú er 3 umferðum lokið af 4 í hraðsveitakeppni félagsins og spila eftirtaldar sveitir í A-riðli síðasta kvöldið: stig 1. sv. Ólafar Jónsdóttur 1481 2. sv. Dóru Friðlcifsdóttur 1459 3. sv. Drafnar Guðmundsd. 1409 4. sv. Kolbrúnar Indriðadóttur 1378 5. sv. Gróu Eiðsdóttur 1358 6. sv. Margrétar Guðmundsd. 1355 7. sv. HelguKjaran 1335 Meðalskor er 1296 stig. Frá Bridgefélagi Suðurnesja Sigurvegarar í hraðsveita- keppni félagsins varð sveit Stef- áns Jónssonar með 181 stig. Með Stefáni voru: Einar Jónsson, Rósmundur Guðmundsson, Hjálmtýr Baldursson, Alfreð G. Alfreðsson og Kjartan Ólafsson. Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. sv. Stefáns Jónssonar 181 2. sv. Nesgarðs 178 3. sv. Marons Björnssonar 151 4. sv. SigurðarSteindórss. 150 5. sv. Þorgeirs Halldórss. 140 Næstu tvo mánudaga verður á dagskrá einmenningur. Spilað er í samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst spilamennska kl. 20. ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Starf í fjármáladeild Óskum eftir að ráða starfsmann í fjármáladeild nú þegar. Starfið felst í almennri afgreiðslu og aðstoð við gjaldkera. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 81411. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 SIMI 81411 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.