Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 20
Hænsnabú ríkis- stjórnarinnar Og þú líka, sonur minn, Brútus Viðtalsbók Halldórs Halldórs- sonar við Jón G. Sólnes er nú komin út og er þar talað tæpi- tungulaust eins og búast mátti við. Einn kaflinn heitir Sleggjudómar um pólitíska samferðamenn og þar kennir margra grasa. Meðal annars fá flokksbræður hans sitt. Um Eggert Haukdal segir hann að hann myndi treysta honum til að vera bílstjórinn sinn. Ellert B. Schram er skrýtinn náungi og Eyjólfur Konráð Jónsson stórskrýtinn náungi. Geir Hall- grímsson er þægilegt snotur- menni sem ekki getur tekið ákvarðanir og Birgir ísleifur frekar litlaus maður. Versta útreið fá þó þeir Halldór Blöndal og Gísli Jónsson. Um Halldór segir hann m.a.: „Satt að segja fyrirlít ég Halldór Blöndal. Hann hefur verið að reyna aö heilsa mér, en ég tek illa undir það. Núna nýlega á einhverjum flokksfundi kallaði hann á mig og vildi tala við mig. Ég veifaði honum frá mér, segir Jón. Og um Gísla segir hann: Gísli sneri algjör- lega við mér baki þarna. En hvað ég skil menn, þegar þessi orð eru sögð: „Og þú líka, sonur minn, Brútus.‘‘B Arfinn í Sjálf- stæðisflokknum Og Jóni Sólnes gest lítt að krötum. Hann talar heldur vel um Kjartan Jóhannsson en segir svo: „Forysta í krata- flokki skiptir hins vegar engu máli. Hún skiptir ekki nokkru einasta máli. Það er ekkert pláss fyrir krata, því krata- flokkurinn er í Sjálfstæðis- flokknum. Hann á ekkert að vera að þessu. Eftir 12 ára Viðreisnarstjórn settu þeirsvo mikinn arfa í Sjálfstæðisflokk- inn, að þeir drápu sjálfa sig á því. Sjálfstæðisflokkurinn gleypti þetta uþp. Þessi bölv- aði arfi, hann er búinn að gera mjög illt í Sjálfstæðisflokkn- um. Það þarf (raun enga hel- vítis krata". ( kaflanum um Árna Gunnarsson bætir hann ennfremur við: „Dæmigerðir kratareru þannig, að þeir hafa ekki nokkra pólitíska sann- færingu. Þetta málæði í þeim er bara froðusnakk eftir ein- hverjum kratalínum utan úr löndum. Uss, ég gef ekkert fyrir þá. Má ég þá biðja um allaballana. Já, ég vil hafa hreinar línur í þessu". Eið Guðnason kallar hann leiðindaskjóðu.B Mikið ósamþykki er um vaxta- mál innan ríkisstjórnarinnar. Þegar Seðlabankinn hafði samþykkt að hækka vextina á miðvikudag, þá leit allt út fyrir að stjórnin myndi hrökkva sundur. Til að vinna tíma til að berja í brestina boðaði Steingrímur Hermannsson vin sinn Jóhannes Nordal á fund ríkisstjórnarinnar til að ræða málið. Þar upphófst gífurlegt fjaðrafok, einkum af hálfu Framsóknarráðherr- anna en einnig einhverra Sjálfstæðismanna. Að lokum féllst Jóhannes á að fresta vaxtahækkuninni um viku. Þegar hann kom út af fund- inum strauk hann sér yfir enn- ið og sagði við nærstaddan kunningja sinn að aldrei heföi hann á lífsfæddri komist í ann- að eins hænsnabú! ■ Nordalsminkur Þessi ummæli Nordals minntu okkur hins vegar á það sem stendur í gamalli vísu: Vaxta hækkun vildi fá, vargar engu lofa, mest þá Nordal minnti á mink í hænsnakofa.B BETRIKO Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Hækkandí vextí r Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% i fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Ársávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstáílegt fYrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbundínn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betri kjör bjóðast varla. EINS OG GENGUR er óvenjuleg endurminningabók, óvenju- leg vegna þess hve hún er skemmtileg. Sigurður Thoroddsen varð þjóðkunnur fyrir verkfræöistörf sin, en honum var margt fleira til lista lagt. i þessum endurminn- ingum, sem hann skráði siðustu árin sem hann lifði, segir hann frá uppvaxtarárum á Bessastöðum og í Vonarstræti 12, náms- árum hér heima og i Kaupmannahöfn, ferðalögum um land allt i sambandi við virkjanir, frá Bretavinnu og þingmennsku, en líka árangurslitlum tilraunum sinum á sviði uppfinninga og fyrstu skopmyndasýningunni, sem haldin var í Reykjavík. Sigurður hafði næmt auga fyrir kátlegum hliðum tilverunnar, og hann var alveg laus við sjálfsupphafningu og óþarfa hátíð- leika. Samferðamönnum sinum lýsir hann hispurslaust en af sanngirni, og kryddar frásögn sina ótal smáþáttum og ein- kennilegum vísum, þar á meðal áður óbirtum kvæðum eftir Jón Helgason og Halldór Laxness. í bókinni erfjöldi mynda. Verðkr. 1170,— Félagsverð kr. 995.— Mál cjefumíjóðarbækur og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.