Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.12.1984, Blaðsíða 17
LEÐARAOPNA Allir í basli Pétur Ásgeirsson: „Að sjálfsögðu er bilið að stækka. Pað er alltaf að aukast og auðvitað er til fólk sem er flugríkt. Sem lifir í lúxus. Aðrir eiga í basli, þó menn svelti auðvitað ekki hér á landi. En það eru samt margir sem eiga erfitt með að láta endana ná saman.“ Peningar spretta ekki af steinum Indriði Friðriksson: „Er bilið að breikka? Ég veit það satt að segja ekki. Sjálfur á ég enga peninga og veit að þeir ríku eru alltaf að verða ríkari. Pað hlýturað bitnaáeinhverjum. Ekki taka þeirpeningana upp úr steinunum, svo mikið er víst. Jú ætli það sé ekki að breikka". Erðanú spurning! Aðalheiður Eggertsdóttir: „Þarf nú að spyrja um þetta? Auðvitað er bilið að aukast. Ég hélt að allir vissu það“. Flugríkt fólk Elsa Björnsdóttir: „Alveg pottþétt að bilið er að breikka. Ég þekki marga sem eiga erfitt með að láta enda ná saman, þó auðvitað sé enginn á heljarþröm. Ástandið er að versna. Hvernig er hægt að bæta það? Ég hef sjálf enga lausn á því. En það er áreiðanlegt að það eru til flugríkir einstaklingar á íslandi í dag.“ Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri Lúxus Ekkert slor sem fólk er að kaupa Hjá SAM-útgáfunni er nýtt tímarit að hlaupa stokkunum, heitir Lúxus, á að kynna lúx- usfólki lúxusvörurog auðga draumalíf þeirra sem lítil hafa auraráð. Ritstjórinn er Þórar- inn Jón Magnússon og við spyrjum fyrst um markaðs- horfur: - Miðað við hvað það eru margir sem geta lifað af að selja lúxusvörur held ég að það hljóti að vera markaður fyrir blað sem kynnir þær. Skartgripir seljast vel og bflaumboðin hafa flutt inn fyrir hundruð milljóna, ferða- skrifstofurnar seldu sólarlanda- ferðir fyrir 250 milljónir í sumar; já það hlýtur að vera markaður fyrir tímaritið enda ekkert annað til á þessu sviði. Hvað heldurðu að þessir lúx- usneytendur séu margir? - Ég skal ekki segja, - ég hef ekki gert mér neina hugmynd um það. En það eru margir sem kaupa til dæmis dýr tískuföt, og það eru engir slorbflar sem fólk er að keyra um göturnar. Við prent- um fyrsta heftið af Lúxus í fimmtán til tuttugu þúsund ein- tökum, en þá gerum við líka ráð fyrir lesendum sem hafa áhuga á þessum vörum en ekki efni á að nota tímaritið einsog pöntunar- lista. Heldurðu að það hafi kannski fjölgað í lúxushópnum undanfar- ið? - Ja, það virðist ekki hafa minnkað. Sjáðu til dæmis vídeó- tækin, þótt það sé nú ekki mjög dýr vara, þau eru seld í stórum slöttum. Þetta hefur ekki dregist mikið saman. Það er uppselt núna í allar innkaupaferðir til London þótt sagt sé að hér ríki kreppa. Er bilið að breikka milli þeirra sem hafa efni á þessu og hinna sem hafa það ekki? - Kannski, en mér virðist það nú ekki vera svo. Það er nóg af fólki í ferðalögum sem á að vera á láglaunatöxtum. Það leggur bara meira á sig. Fólk neitar sér ekki um neitt, og segir: fyrst nágrann- inn getur það þá get ég það líka. -m Kaupsýslan hagnast ó rangri gengisskráningu Björgvin Jónsson hittum við á skrifstofu Glettings hf. í Austurstræti: „Ég held að það sé ekkert vafamál að bilið sé að breikka hér á landi. Orsökin er fyrst og fremst langvarandi röng gengisskráning. Og auðvitað er það fyrst og fremst kaupsýslustéttin sem hagnast á því. Það er gefið. Þetta eru afleiðingar Svavars Gestssonar og Steingríms Her- mannssonar og þeirra stefnu. Auðvitað hefur svo Sjálfstæðisflokkur- inn haldið áfram þeirri stefnu, því það eru Sjálfstæðismenn sem fyrst og fremst hagnast á henni, kaupsýsluliðið“. Það er til mjög fátœkt fólk Erla Jónsdóttir, Egilstöðum: „Mér virðist á öllu að bilið á milli manna sé að aukast. Það er til fólk sem hefur það mjög, mjög gott. Aðrir eiga bágt. Um það er ekki vafi, og þetta bil er að aukast núna“. Sumir lifa í lúxus Gunnhildi Emilsdóttur hittum við á tali við vinkonu sína á miðju Lækjartorgi: „Líttu bara í kringum þig. Af hverju hafa sumir efni á að kaupa lúxusvarning, nýja bfla og þess háttar? Af hverju hafa sumir efni á að lifa hátt en aðrir ekki? Af því það eru tvímælalaust til fólk sem er sprengríkt. En það er líka til mjög fátækt fólk á íslandi ég veit vel um það. Fólk skiptist í hátekjufólk sem sumt hefur meir en 100 þúsund á mánuði meðan við lágtekjufólkið erum með um 13 þúsund á mánuði. Auðvitað hefur bilið verið að breikka að undanförnu". Margir eiga bágt Sigurður Þorsteinsson: „Greinilega. Það er ekki nokkur vafi á þvf. Sumir hafa einfaldlega miklu meira fé handa á milli en aðrir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er til mjög fátækt fólk á íslandi. Það er hins vegar staðreynd líka, að í okkar þjóðfélagi eru til menn sem hafa komið ár sinni mjög vel fyrir borð. Bilið hefur aukist á síðustu árum“. Sunnudagur 9. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.