Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 15
Hjörleifur Guttormsson: Ábendingar Finnboga réttmætar Orkusölustefna rikisstjórnarinnar stefnir í algjöra óvissu Bygging Sultartangastíflu var knúinfram afstjórnarandstöðunni 1982 Forstöðumenn Landsvirkjunar vissu um samdrátt í orkueftirspurn Eg tel að ábendingar Finnboga Jónssonar um umframfjár- festingu Landsvirkjunar séu fylli- iega réttmætar og þær eru raunar svipaðs eðlis og ég setti fram við 2. umræðu um raforkusamning- inn við Alusuisse í Neðri deild Al- þingis 28. nóvember sl., sagði Hjörleifur Guttormsson í samtali við Þjóðviljann í gær, en Hjör- leifur var þá staddur austur í Nes- kaupstað. Það vakti athygli mína við skoðun þess máls, sagði Hjör- leifur, að Landsvirkjun miðaði við kostnaðarverð raforkunnar til ísal við framleiðslugetu sem var langt yfir markaðsþörfum svo að munaði allt að 700 gWst miðað við rauntölur ársins 1983. í svörum forstöðumanna Lands- virkjunar við fyrirspurn frá mér í iðnaðarnefnd Neðri deildar Al- þingis kom það fram skriflega að Landsvirkjun hyggst auka fram- leiðslugetu sína enn á næstu árum með framkvæmdum við Kvísla- veitur á sama tíma og vöxtur hins almenna markaðar fer minnkandi samkvæmt orkuspá. Hver var hlutur iðnaðarráðu- neytisins í þessum málum í tíð þinni sem iðnaðarráðherra? Haustið 1978 fór ráðuneytið yfir framkvæmdaáætlun Lands- virkjunar við Hrauneyjarfoss, en Landsvirkjun taldi þá ekki fært að hægja á framkvæmdum þar sem gagnsetning virkjunarinnar var miðuð við haustið 1981. Framkvæmdaáætlun við Hrauneyjarfoss var því ekki breytt. Orkuskorturinn veturna 1980-81 kom Landsvirkjun í opna skjöldu, enda má rekja hann til afbrigðilegs árferðis árin á undan. Sá skortur bitnaði hins vegar að litlu leyti á almenningi og niðurskurðurinn til Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga koma verksmiðjunni ekki illa þá vegna sölutregðu sem þá var á afurðum. Það tókst því að tryggja nauðsynlega orkufr- amleiðslu á þessum tíma með fyrirliggjandi varaafli, og það er fjárhagslegt matsatriði hversu mikið öryggi sé skynsamlegt að tryggja með vatnsaflsvirkjunum, ekki síst ef stutt er í að ný virkjun sé tekin í gagnið. Samráð var haft á milli Landsvirkjunar og ráðu- neytisins um gangsetningu síðari vélasamstæðu Hrauneyjarfos- svirkjunar, og lagði ráðuneytið þá áherslu á að ekki yrði farið hraðar í sakirnar en fjárhagslega væri réttlætanlegt. En bygging Sultartangastíflu? Var hún ekki gerð með vilja ráðu- neytisins? Iðnaðarráðuneytið gerði sér- stakan fyrirvara og fyrirspurnir um framkvæmdir við Sultar- tangastíflu með bréfi til Lands- virkjunar seint á árinu 1981, en stíflan var reist á árunum 1982- 83. Þeim fyrirvörum og ábend- ingum var mætt með upphlaupi þáverandi stjórnarandstæðinga á Alþingi og knúið á um að í engu yrði breytt með framkvæmdaá- form varðandi stífluna. Þar átti meðal annarra í hlut Eggert Haukdal, sem hafði uppi þung orð í minn garð á Alþingi vegna þessa máls. Við hvaða orkumarkað voru þessar framkvæmdir miðaðar á þessum tíma? f áætlunum ráðuneytisins var gert ráð fyrir kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði sem nota myndir 350-400 gWst af raforku og komið gæti í gagnið strax haustið 1985 eða á næstu árum þar á eftir. Gert var ráð fyrir því að verksmiðjan fengi orkuna eftir Jóhannes Nordal: byggðalínu fyrstu árin, og hefði hún þannig nýtt drjúgan hluta af framleiðslugetu Hrauneyjafos- svirkjunar. Raunar taldi Lands- virkjun óvíst að unnt yrði að tryggja orkuafhendingu til kís- ilmálmverksmiðju áður en Blönduvirkjun kæmi í gagnið nema til kæmi í millitíðinni enn ein virkjun, það er Búrfellsvir- kjun II, sem lengi hefur verið á óskalista fyrirtækisins. Lög um kísilmálmverksmiðju voru sam- þykkt á Alþingi vorið 1982 og hagstæðir samninga gerðir um kaup á vélbúnaði til verksmiðj- unnarvorið 1983. Hins vegar hef- ur ekkert orðið úr framkvæmd- um vegna þeirrar stefnu núver- andi ríkisstjórnar að koma þessu fyrirtæki í hendur útlendinga. Árunum 1981-82 voru gerðar víðtækar athuganir á vegum ráðuneytisins um hugsanlega orkunýtingu umfram almennan markað næstu 10-15 árin. Þær at- huganir byggðust á þeirri for- sendu að Islendingar hefðu fullt forræði yfir þeim fyrirtækjum sem hagkvæmt kynni að vera að ráðast í og jafnframt á þeirri for- sendu að raforkuframleiðslan hverju sinni tæki mið af mark- aðsþróun og ákvörðunum um orkunýtingu. Orkusölustefna nú- verandi ríkisstjórnar, þar sem gengið er með betlistafinn á milli erlendra auðfélaga, er í fullkom- inni andstöðu við þá stefnu sem fylgt var undir forystu Alþýðu- bandalagsins á árunum 1978-83. Þessi stefna leiðir meðal annars til þess að íslendingar hafa það ekki lengur í hendi sinni hvort orkufrek iðnfyrirtæki rísi hér- lendis, heldur er það látið í hend- ur útlendinga og þar með í fullkomna óvissu. Við slíkar að- stæður getur vissulega reynst erf- Þurfum 250 gWst. umframorku Mat Orkuspárnefndar var200 gWst. ofháttfyrir 1985 að munar hvorki meira né minna en 200 gígawattstund- um á áætlun Orkuspárnefndar frá 1983 um aukningu á orku- neysiu og þeirri orkuneyslu sem reiknað er með á árinu 1985, sagði Jóhannes Nordai formaður stjórnar Landsvirkjunar í samtali við Þjóðviíjann í gær. Jóhannes var að því spurður hvort hann teldi það eðlilegt að 750 gígawattstunda umframorka væri fyrir hendi 4 árum eftir að Hrauneyjarfossvirkjun var tekin í gagnið, en sú virkjun skilar um 850 gígawattstundum. Við teljum ekki að það séu 750 gWst. umframorka á kerfinu eins og Finnbogi Jónsson hefur haldið fram. Umframorkan er 450 gWst. að okkar mati og mismun- urinn skýrist meðal annars í því að við reiknum þarna með 250gWst. umframorku af varúð- arástæðum. Það sýndi sig árið 1981 að slík varaorka var nauðsynleg. Hefur farið fram hagrænt mat á því hvort þessi 250 gWst. um- framorka sé skynsamleg? Já, sérfræðingar orkusölufyrir- tækjanna hafa lagt í þetta all- mikla vinnu og niðurstöður þeirra benda ekki til annars en að þetta sé nauðsynlegt. Er það ekki rétt skilið að þegar talað er um umframorku, þá er búið að drag frá þá sveiflu sem verður vegna árferðis? Jú, afgangsorkan er utan við þessa tölu. Hver er skýringin á þessum mikla mun sem er á spám um aukningu orkuneyslunnar og raunverulegri neyslu? Þetta er flókið mál og mörg at- riði sem spila inní. Raforkunotk- un til húshitunar hefur orðið mun minni en áætlað var og nýting jarðvarma meiri. Almennt minni eftirspurn í raforku stafar annars vegar af tæknibreytingum, sem byggjast á betri nýtingu rafork- unnar í hvers kyns raftækjum, og svo af almennum efna- hagssamdrætti eða stöðnun í þjóðfélaginu. Hliðstæðra breytinga hefur einnig orðið vart í öðrum löndum. -ólg. itt að fella saman skynsamlega virkjanastefnu og uppbyggingu iðnaðar í landinu. Hver er að þínu mati þáttur stjórnenda Landsvirkjunar í þeirri umframfjárfestingu sem nú er komin í Ijós? Það verður að teljast furðulegt að stjórnendur Landsvirkjunar skuli ekki hafa gert sér ljóst fyrr en kannski nú út í hvað ófæru fyrirtækið væri að ana með þeim fjárhagsbagga sem fylgir þeirri umframframleiðslu á raforku sem nú blasir við. í bréfi fram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar til iðnaðarnefndar Neðri deildar Al- þingis, sem var svar við fyrir- spurn minni, frá því í nóvember síðastliðnum, gengu forstjórar fyrirtækisins svo langt að réttlæta umframframleiðsluna með hugs- anlegri stóriðju á þessu tímabili. Landsvirkjun og iðnaðarráðu- neytinu ber að sjálfsögðu skylda til að endurskoða framkvæmdaá- form í raforkumálum frá ári til árs í ljós eftirspurnar og ákvarðana er tengjast orkunýtingu. Það þarf enginn að segja mér að forráða- mönnum fyrirtækisins hafi til dæmis ekki verið ljós sá sam- dráttur í eftirspurn á almennum markaði sem nú er notaður til réttlætingar á framkvæmdum síð- ustu ára umfram markaðsþörf. -ólg Skrifstofustarf Þjóöviljinn óskar aö ráöa starfsmann við bók- hald, tölvuinnskrift og almenn skrifstofustörf. Um hlutastarf gæti veriö aö ræöa fyrir vana manneskju. Upplýsingar á skrifstofu Þjóðviljans í síma 81333. HIÚBVIUINN STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. IUMFERÐAR RÁÐ Þriðjudagur 15. janúar 1985 pjóoviUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.