Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 6
ATVINNULIF
Rœkja
Tífölduð framleiðsla
Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði hefur tífaldaðframleiðslu sína á 4 árum og er stœrsta rækjuverksmiðja landsins.
Rœtt við Eirík Böðvarssonforstjóra
Eiríkur Böðvarsson er ungur
athafnamaður á ísafirði, ekki
orðinn þrítugur, en hefur mörg
járn í eldinum víða um land.
Niðursuðuverksmiðjan hefur
undir hans stjórn og fjölskyldu
hans tífaldað framleiðslu sína á
undanförnum árum og fyrirtækið
hefur allt verið endurnýjað. Enn-
fremur keypti Eiríkur stóran hlut
í Siglósíld á síðasta ári, hann á í
útflutningsfyrirtækinu Marbakka
í Kópavogi og ennfremur fragt-
skipinu ísbergi. Blaðamaður
Þjóðviljans gekk á fund hans í
hina nýju og glæsilegu verk-
smiðju á ísafirði um síðustu helgi
og spjallaði við hann um rekstur-
inn. Hann var spurður að sögu
fyrirtækisins.
- Niðursuðuverksmiðjan var
upphaflega stofnuð af bæjarfé-
laginu á Isafirði, sem þá var undir
stjórn Alþýðuflokksins. Þá var
hún í Neðstakaupstað og eigin-
lega fyrsta rækjuverksmiðja
landsins þó að Norðmennirnir
Olsen og Syre hefðu soðið niður í
smáum stíl áður. Guðmundur G.
Hagalín, sem var um langt skeið
forseti bæjarstjórnar, fékk svo þá
flugu í höfuðið að selja atvinnu-
tæki bæjarins og faðir minn,
Böðvar Sveinbjörnsson, keypti
þá Niðursuðuverksmiðjuna.
Hann rak hana síðan um skeið á
sama stað í Neðstakaupstað en
árið 1955 byggði hann uppáTorf-
nesi og þar var verksmiðjan rek-
in í 25 ár eða þangað til við flutt-
um í þetta hús.
Kom með
úthafsrækjunni
- Og umsvifin hafa stóraukist?
- Já, skilyrðin til þess að auka
framleiðsluna komu með út-
hafsrækjunni á árunum 1978-
1980 og þá var farið að byggja
fyrirtækið upp að ráði. Við
tókum þetta nýja hús í notkun
árið 1981 og sama ár keyptum við
350 tonn af rækju af Rússum og
var það fyrsta Rússarækjan sem
barst til landsins. Þar með var
rækjumagnið tvöfaldað frá því
sem áður var. Á síðasta ári unn-
um við 2-3000 lestir og er það
tíföldun frá árinu 1980. Þessi þró-
un hefurekki bara gerst í okkar
fyrirtæki heldur líka annars stað-
ar og það fyrst og fremst með til-
komu úthafsrækjunnar.
atriði að finna nýjan markað þeg-
ar markaðurinn fellur eins og í
fyrra og við höfum lagt mikið á
okkur að komast úr þeirri úlfa-
kreppu. Þetta er m.a. afrakstur-
inn af því.
- Er ekki heitsjávarrækja ráð-
andi á suðlægum mörkuðum?
- Það er svona þumalputta-
regla að 60% af heimsmarkaðn-
um sé heitsjávarrækja en 40%
kaldsjávarrækja. Ég tel að við
höfum mikla möguleika á að
auka hlut þeirrar síðartöldu þar
sem hún er betra hráefni. Hitt
kemur svo á móti að okkar rækja
er að vísu dýrari í vinnslu.
Niðursuðuverksmiðjan á Isafirði. A síðasta ári voru unnar þar 2-3000 lestir af rækju, mest úthafsrækju. Þar er unnið allt
árið en áður fyrr var aðeins unnið í 3-4 mánuði.
Helmingur
í Siglósíld
- Hefur ekki orðið mikil vél-
væðing?
- Alveg geysileg. 1 vor setjum
við t.d. upp fullkomna pökkunar-
línu og verður þá öll rækja flutt út
héðan í neytendapakkningum
beint á markaðinn. Það þarf ekki
nema tvær manneskjur að vinna
við þessar vélar.
- Er það nýjung að flytja beint
út í neytendapakkningum?
- Já, hingað til hefur t.d. Sölu-
miðstöðin haft ;'i sír.um snærum
pökkunarverksmiðju fyrir rækju
á Evrópumarkað í Bretlandi.
- Var ekki síðasta ár erfitt?
- Árin 1982 og 1983 voru hrein
veltiár en síðasta ár var erfitt. Þá
varð verðhrun á rækju og eftir-
spurn minnkaði stórlega. Fyrir-
tækið er því í járnum núna eftir
nokkur góð ár.
- Hvernig stendur á þessu
verðhruni?
- Það kemur margt inn í það,
m.a. Hollandsslysið og einnig
kemur stóraukin framleiðsla inn í
dæmið. Þessi mikla keyrsla hjá
okkur gerir samt ekki stórt strik í
reikninginn því að samkeppnis-
þjóðirnar eru mjög stórar í snið-
um. Það er reyndar fyrst og
fremst þessi aukning á fram-
leiðslunni hjá okkur sem hefur
skapað aukinn arð og gerir það
að verkum að nú er verksmiðjan
rekin allt árið í stað 3-4 mánaða
áður. Það að við sitjum uppi með
miklar birgðir hefur hins vegar
skapað okkur vanda og einnig
lækkuð afurðalán.
Bilson
Langholtsvegi 115
Mótor - hjóla og ljósastillingar.
Fullkomin tölvutæicni.
Fast verð á ljósastilingu.
Vönduð og góð vinna.
Sími 81090
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboö
SÍMI 46711
Eiríkur Böðvarsson 29 ára; með
umsvifamikinn atvinnurekstur
í þremur landsfjórðungum.
Ljósm.: GFr.
- Eigið þið eigin rækjubáta?
- Það má segja að á okkar veg-
um hér á ísafirði séu þrír bátar
sem við eigum að einhverju leyti.
Þar á meðal er gamall síðutogari,
Arnarnesið, sem var breytt í
frystiskip að hluta og í næstu viku
fáum við afhent riýsmíðað skip
frá Njarðvík sem hefur fengið
nafnið Haukur Böðvarsson eftir
bróður mínum sem er látinn.
- Hversu mikið magn fáið þið
af úthafsrækju?
- Við unnum úr 1800 tonnum á
síðasta ári, þar af 1000 tonnum
sem við keyptum ekki en unnum
fyrir breskt fyrirtæki. Einn
skipsfarmur af Rússarækju er
jafnmikill og tvær heilar vertíðar
af Djúprækjunni. Viðerum núað
byggja stóran frystiklefa og hann
gerir okkur kleift að þýða fryst
hráefni allt árið til vinnslu.
- Hversu margt starfsfólk er
hér í Niðursuðuverksmiðjunni?
- Hér vinna um 30 manns en
með gamla laginu hefði þurft 100
manns að vinna allt hráefnið sem
berst á land. Þess má geta að sú
breyting hefur orðið að fleiri
karlmenn vinna nú við fyrirtækið
en konur. Það gerir uppþýðingin,
löndunin og fleira. Af starfsfólk-
inu eru 8-10 konur í hreinsuninni
og 2-4 í pökkuninni.
- Þið flytjið sjálfir út ykkar
framleiðslu?
- Já, við stofnuðum þrír saman
fyrirtækið Marbakka h.f. í Kópa-
vogi og það flytur út alla rækuna.
Auk mín eru eigendur fyrirtækis-
! 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
ins Jón Guðlaugur Magnússon,
mágur minn, og Magnús Aspe-
lund. Annars höfum við alla tíð
verið frjálsir söluaðilar nema 1-2
ár.
- Og þið hafið eigið farskip í
förum?
- Já, við stofnuðum til þess
ásamt nokkrum öðrum aðilum að
kaupa frystiskipið ísberg og höf-
um notið þess verulega hvað það
skapar mikið öryggi. Það hefur
flutt framleiðsluna frá okkur,
togaranum Örvari á Skagaströnd
ásamt öðrum tilfallandi flutning-
um. Við erum einu framleiðend-
urnir á landinu sem eigum eigið
skip og þetta er mjög farsæl út-
gerð.
Nýr markaður
í suðri
- Mér skilst að það hafi verið
haft eftir þér að næst því að eiga
olíulind í Arabíu sé best að eiga
farskip á íslandi?
- Já, það breytist að vísu núna
með lækkunum á farmgjöldum
en eignin á skipinu hefur skilað
sér í því að fyrirtækið hefur
byggst upp. Ég tek það fram að
við skiptum einnig mikið við
Eimskip og önnur skipafélög.
- Hafið þið unnið einhverja
nýja markaði?
- Okkar hefðbundnu markaðir
eru íEvrópu, aðallega Bretlandi,
Þýskalandi og Danmörku. Á síð-
asta ári gerðum við svo fimm ára
samning við Spán og er það í
fyrsta skipti sem pilluð rækja er
seld þangað. Það er grundvallar-
- Þú ert með umsvif á Siglufirði
líka?
- Já, um síðustu áramót var
Siglósfld seld og stofnað fyrirtæk-
ið Sigló h.f. Eg og Jón Guð-
laugur, mágur minn, eigum
helming í fyrirtækinu á móti
Siglfirðingum.
- Hvernig hefur rekstur Siglós
h.f. gengið?
- Við vorum nú svo ópheppnir
að lenda í verstu markaðskrísu í
mörg ár rétt þegar fyrirtækið var
að fara af stað. En reksturinn hef-
ur samt gengið sæmilega. Fyrir-
tækið var áður mjög ofsetið af
fólki og höfum við því fækkað
starfsmönnum verulega en þar
kemur á móti að við höfum kom-
ið upp rækjuvinnslu í verksmiðj-
unni og hún hefur skapað vinnu
þó að utn aukna vélvæðingu hafi
líka verið að ræða.
- Hvað hefur starfsfólkinu
fækkað mikið?
- Það var áður á 2. hundrað
manns en er komið niður í um 50
manns.
— Nú skilst mér að Niðursuðu-
verksmiðjan á ísafirði sé stærsta
rækjuverksmiðja landsins.
Hversu mikinn hluta af allri
rækju sem barst á land í fyrra
fékk verksmiðjan og svo Sigló
h.f.?
- Af úthafsrækjunni einni barst
um 30% til þessara tveggja fyrir-
tækja.
- Og þú ert bjartsýnn?
- Já. Þrátt fyrir erfitt ár nú að
undanförnu höfum við öll skil-
yrði til þess að standa okkur, höf-
um gott fyrirtæki, starfsfólk og
vélakost.
-GFr
H/TT
LfikhÚsiÖ
7. syning laugardag 26. jan. kl. 21.00.
Osottar pantanir seldar i dag.
8. syning sunnudag 27. jan. kl. 21.00.
9. syning manudag 28. jan. kl. 21.00.
10. syning þriðjudag 29. jan. kl. 21.00.
11. syning miðvikudag 30. jan. kl. 21.00
t ntr»l A APInUV W/ninAI'A
F7&
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng