Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 21
UM HELGINA
Tónlist
Sænskur
blásara-
kvintett
Leiklistarskólinn
Aljona og ívan
Myrkir músíkdagar í
vœndum. Forsmekkur af
þeim fœst um helgina en
þá leikur hérfrœgur
sænskur blásarakvintett
Litli Kláus og Stóri Kláus eru á fullu hjá Revíuleikhúsinu í Bæjarbíói í Hafnarfirði og hefur mælst vel
fyrir, ekki síst hjá yngri kynslóðinni. Er ómaksins vert að fara með litla fólkið að sjá þessa skemmtilegu
sýningu. Næstu sýningar verða kl. 2 síðdegis á laugardag og sunnudag. Á myndinni eru þær Sólveig
Pálsdóttir, Margrét Ákadóttir og Guðrún Alfreðsdóttir í hlutverkum sínum
Þriðji bekkur Leiklistarskólans og nemendur úr Tónlistarskólanum frumsýna
sovéskt barnaleikrit á sunnudag
Blásarakvintettinn frá Falu var
stofnaður árið 1976 og hefur unn-
ið sér sess sem einn fremsti blás-
arakvintett á Norðurlöndum og
hefur einnig unnið til verðlauna í
alþjóðlegri tónlistarsamkeppni í
Frakklandi.
Kvintettinn skipa Hans
Malmsten á flautu, Par Sjöberg á
óbó, Per-Olow Pell á klarinett,
Bengt Olerás á horn og Lars Hill-
eskár á fagott.
Það er orðin árviss hefð að
halda Myrka músíkdaga á þess-
um árstíma og hefjast þeir af full-
um krafti um aðra helgi. Þó verð-
ur eins konar forstart núna um
helgina þegar sænski Falu blásar-
akvintettinn heldur hljómleika í
Norræna húsinu en hann gat ekki
komið við að heiðra okkur með
nærveru sinni um aðra helgi þar
sem hann er mjög eftirsóttur.
Þriðji bekkur Leiklistarskóla
íslands ásamt nemendum úr
Tónlistarskólanum í Reykjavík
frumsýna barnaleikritið „Aljonu
og ívan“ kl. 5 n.k. sunnudag í
Lindarbæ. Þetta er sovéskt ævin-
týri um töfratréð í skóginum, en
það getur talað og læknað alla
sjúkdóma og systkinin Aljonu og
fvan sem reyna að fá áheyrn hjá
trénu.
Tónlistina í sýningunni samdi
Finnur Torfi Stefánsson, nem-
andi í tónfræðadeild Tónlistar-
skólans, en búninga gerði Anna
Jóna Jónsdóttir. Gestaleikari í
sýningunni er Jóhann Sigurðs-
son. Leikstjóri: Þórunn Sigurðar-
dóttir.
Nemendur þriðja bekkjar
Leiklistarskólans eru þau Bryn-
dís Bragadóttir, Eiríkur Guð-
mundsson, Guðbjörg Þórisdótt-
ir, Inga Hildur Haraldsdóttir,
Skúli Gautason og Valdimar Örn
Flygenring, en nemendur úr tón-
listarskólanum þau Ásdís Arnar-
dóttir, Hanna Margrét Sverris-
dóttir, Herdís Jónsdóttir, Jóhann
Ingólfsson og Kristín Guðmunds-
dóttir.
Hljómleikarnir verða á laugar-
dag kl. 17 og á efnisskrá eru verk
eftir Kokkonen, Malmlöf-
Forssling, Bo Nilsson, Hans Hol-
ewa og Leif Þórarinsson.
-GFr
Leikendur og aðrir aðstandendur Aljonu og ívans
Leikfélag Reykjavíkur
Síöasta sýning á Félegu fési
Á laugardagskvöldið verður
síðasta sýning í Austurbæjarbíói
á skopleiknum FÉLEGU FÉSI
eftir Dario Fo en þetta bráð-
skemmtilega leikrit hefur verið
leikið þar við góðar undirtektir
frá því í haust. Ellefu leikarar
koma fram í sýningunni, þar á
meðal nokkrir sem ekki hafa
leikið áður hjá Leikfélaginu:
Viðar Eggertsson, Kjartan
Bjargmundsson og Guðmundur
Ólafsson en stærstu hlutverkin
eru í höndum Aðalsteins Bergdal,
Bríetar Héðinsdóttur, Þorsteins
Gunnarssonar, Hönnu Maríu
Karlsdóttur, Kjartans Ragnars-
sonar og Guðmundar Pálssonar.
Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson
en þýðandi Þórarinn Eldjárn.
í kvöld (föstudagskvöld) er
nýjasta viðfangsefni Leikfélags- Iðnó. Þetta bandaríska verð-
ins Agnes - barn Guðs, sýnt í launaleikrit hefur vakið mikla at-
Úr Félegu fési: Allt í pati á sjúkrahúsinu
hygli og þykir mjög spennandi.
Annað kvöld er DAGBÓK
ÖNNUR FRANK sýnd og er það
25. sýning á verkinu. Þessi sýning
hefur failið í mjög góðan farveg
og leikur og sviðsetning hlotið
hrós, ekki síst þykir Guðrún
Kristmannsdóttir standa sig vel í
hlutverki Önnu Frank, en Guð-
rún er aðeins 16 ára gömul.
Á sunnudagskvöldið er svo
GÍSL í 65. skipti en ekkert lát er á
aðsókn á þetta verk og hefur það
nú verið sýnt á annað ár fyrir fullu
húsi. Fimmtán leikarar leika,
syngja og spila í sýningunni, sem
.gerist á Irlandi, þar sem írski lýð-
veldisherinn hefur handtekið
breskan pilt og heldur honum í
gíslingu innan um gleðikonur og
galgopa af ýmsu tagi.
Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 21
Gedda
forfallast
Vegna veikinda Nicolai Gedda
falla tónleikarnir sem vera áttu
mánudaginn 28. janúar nk. nið-
ur. Vonir standa til að hann geti
komið til íslands næsta haust og
verða þeir tónleikar þá hluti af
tónleikaáætlun næsta vetrar.
Þessir tónleikar áttu að vera þeir
síðustu á fyrri hluta starfsvetrar
og í stað Nicolai Gedda hefur
Tónlistarfélagið fengið KARL
JOHAN FALKMAN, bariton
frá Konungl. óperunni í Stokk-
hólmi ásamt Jan Eyron, píanó-
leikara, til að halda tónleika í
Austurbæjarbíói laugardaginn 2.
febrúar nk. kl. 14.30. Á efnis-
skránni verða m.a. lög eftir Ra-
vel, Rangström og ýmsar óperu-
aríur.
Miðar sem ætlaðir voru á tón-
leika Nicolai Gedda gilda á þessa
tónleika. Ef óskað er, fást auka-
miðar sem seldir voru, endur-
greiddir þar sem þeir voru
keyptir.
Þjóðleikhúsið
Síðustu
sýningar
á Skugga-
Sveini
Nú fer hver að verða síðastur til
að sjá leikrit Matthíasar Joc-
humssonar, Skugga-Svein, í
Þjóðleikhúsinu, í uppfærslu
Brynju Benediktsdóttur. Leikrit-
ið verður sýnt í kvöld, föstudags-
kvöld og eru þá aðeins tvær sýn-
ingar eftir á þessum alkunna al-
þýðugamanleik. Ný tónlist við
verkið er eftir Jón Ásgeirsson.
Akureyri
Tónleikar í
Borgarbíói
Tónlistarskólinn á Akureyri
efnir til tónleika í Borgarbíói
næstkomandi laugardag 26. jan.
kl. 17.
Tónleikarnir eru haldnir fyrir
Minningarsjóð Þorgerðar, en
sjóðurinn var stofnaður til minn-
ingar um Þorgerði S. Eiríksdótt-
ur, en hún var einn af efnilegustu
nemendum Tónlistarskólans á
Akureyri og lést árið 1972. Sjóð-
urinn hefur styrkt fram til þessa
15 nemendur skólans vegna
framhaldsnáms í tónlist.
Á tónleikunum á laugardaginn
verður boðið upp á fjölbreytta
efnisskrá. Flytjendur eru úr hópi
nemenda og k.ennara skólans.
Tekið verður við frjálsum ffam-
lögum viðinnganginn,errenna
í minningarsjóðinn.