Þjóðviljinn - 29.01.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Síða 8
MANNLIF Tannverndardagur Engin hola Markmið sem vert er að stefna að „Tannverndardagurinn er upphaf á fyrirbyggjandi að- gerðum til varnar tann- skemmdum í jafn miklum mæli og raunin er hjá okkur“, sagði Stefán Finnbogason yfirskóla- tannlæknir við Þjóðviljann í gær. í dag er fyrsti Tannverndar- dagurinn og er ætlunin að slíkir dagar verði héðan í frá árviss við- burður. Litprentuðum bæklingi með myndum og ábendingum um bætta meðferð tanna verður dreift til allra skólabarna í dag. Væntanlega koma fleiri bæk- lingar með ábendingum og upp- lýsingum um tannvernd út í vet- ur. Bæklingurinn sem kemur út í dag heitir Biti á milli mála og hef- ur að geyma varnaðarorð til þeirra sem borða mikið af sætind- um utan matartíma. „Þeir sem ekki geta án sælgætis verið ættu að reyna að takmarka átið við eitt skipti í viku, t.d. á laugardagskvöldum. Það er betra fyrir tennurnar að við borðum allt sælgætið í einu í stað þess að smánarta í það í tíma og ótíma.“ Svo segir í bæklingnum nýja og einnig er þar bent á að varast sér- staklega sætindi eins og karamell- ur, tyggigúmmí, brjóstsykur og ýmsar töflur, sem leysast hægt upp í munninum eða klessast í tennurnar og gefa frá sér sykur í langan tíma. Einnig erum við beðin um að varast sykrað djús og nota frekar ferskan ósætan ávaxtasafa. Rúsínur ættum við að forðast en snúa okkur að eplum og fleiri ósætum ávöxtum. Harð- fiskur og poppkorn eru betri en margt annað til að narta í á milli máltíða. Heimsmet íslendingar eiga heimsmet í sykur-og sælgætisneyslu sem auk bitafjölda milli mála hefur leitt til þess að tannskemmdir eru mikl- ar. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa sýnt fram á að hægt er að fækka tannskemmdum með fyrir- byggjandi starfi. Finnum hefur tekist að fækka tannskemmdum um nær 50% á 6 árum og Norð- mönnum hefur tekist þetta á 9 árum. í tengslum við Tannverndar- daginn í dag verður efnt til sam- keppni meðal 7-10 ára barna. Viðfangsefnið nefnist „laugar- dagssælgæti" og má fjalla um það í ritgerð, myndasögu eða teikningu. Bestu úrlausnir í hverjum aldursflokki hvers þátt- tökuskóla fá sérstakar viður- kenningar. Námsgagnastofnun hefur gefið út kennarakver um tennur sem Hörður Bergmann þýddi úr dönsku. Hér á landi hefur lítið verið til af fræðsluefni um tennur og tannsjúkdóma og er kveri þessu ætlað að kynna kennurum undirstöðuatriði slíkrar fræðslu. Stefán Finnbogason sagði miklar vonir bundnar við samstarf við allan þann fjölda kennara sem er á landinu í beinum tengslum við börnin. Skóla- tannlækningar Reykjavíkurbórg á 19 tann- læknastóla og eru þeir í 11 skólum auk Heilsuverndarstöðv- arinnar en þar eru 4 stólar. Skóla- tannlækningar hafa lengi verið á vegum borgarinnar. Arið 1974 var farið að endurgreiða allan kostnað við tannviðgerðar ald- urshópsins 6-15 ára. Sveitarfélög greiða helming kostnaðar og Tryggingastofnun ríkisins helm- ing. Stefán Finnbogason yfir- skólatannlæknir sagði að skóla- tannlækningar mæltust mjög vel fyrir þar sem börnin væru tekin reglulega til tannlæknis í sínum skóla og fylgst með tönnum þeirra. f stærri skólum þar sem ekki er hægt að sinna öllum er krökkum eldri en 12 ára vísað á Heilsuverndarstöðina. „Það hefur komið í ljós að ástand á tönnum skólabarna er talsvert betra í Reykjavík en hjá nágrannabæjarfélögunum. At- hugun var gerð á Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði. Þar eru ekki skóla- tannlæknar og foreldrar verða að sjá um að koma börnum til tannlæknis. Þau fá síðan reikninginn endurgreiddan hjá viðkomandi sjúkrasamlagi. í ljós kom að meðaltal skemmdra og „Ég borða alltof mikið sælgæti milli mála og finnst bráðgóð hugmynd að safna því saman til laugardagsins", sagði Svava B. Sigurðardóttir úr Seljaskóla sem var í tannlæknastól á Heilsuverndarstöðinni I gær. Sverrir Einarsson tannlæknir var að setja flúorlakk á tennur hennar sem hann segir hluta af þeirri tannvernd sem verið er að taka upp. Sverrir segir að tannúrtöku og rótfyllingaraðgerðum hafi fækkað síðan endurgreiðslur voru teknar upp. „En jafn mikið skemmist eftir sem áður og því verður að breyta". Mynd -eik. úrdreginna tanna í 12 ára börnum var 8 í Reykjavík á móti 12 í ná- grannasveitarfélögunum", sagði Stefán Finnbogason. Hér á landi eru sveitarfélögin ekki skylduð til að hafa skipu- legar skólatannlækningar. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gengið lengra en við, t.d. voru árið 1971 sett lög í Danmörku sem skylduðu öll sveitarfélögin til að stofnsetja tannlækningastofur á sínum vegum og vinna fyrirbyg- gjandi starf til að koma í veg fyrir tannsjúkdóma. Árangurinn þar hefur komið í ljós með minnkuðum tannskemmdum. -jp Stefán Finnbogason yfirskólatannlæknir. Mynd -eik. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 29. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.